Fara í efni  

Bæjarráð

3381. fundur 16. ágúst 2019 kl. 10:00 - 12:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Keilufélag Akraness - fyrirspurn um framkvæmdir

1905069

Endurnýjun brauta og vélbúnaðar Keilufélagsins, endurbætur á húsnæði o.fl.
Bæjarráð (ELA og VLJ) fela bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.
Bókun RÓ:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur enn skynsamlegt að vísa beiðni Keilufélagsins til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020. Einnig að mikilvægt sé að taka upp frekari samtal við Íþróttabandalag Akraness um forgangsröðun fjármuna þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðbúnað aðildafélaga innan bandalagsins í kjölfar beiðna sem þessarar.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur ekki skynsamlegt að fara út í rúmlega 20 milljóna króna framkvæmd á þessu ári þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun. Að finna fjárfestingunni stað í núverandi fjárhagsáætlun vegna frestunar á öðrum framkvæmdum telur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki faglega ráðstöfun því um útgjaldaaukningu er um að ræða þegar upp er staðið.
Ljóst er að framkvæmdin í heild fari í rúmar 40 milljónir sem leiðir til þess að búið er í raun að ráðstafa um 20 milljónum króna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 áður en lagt verður af stað í fjárhagsáætlunarvinnu bæjarstjórnar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er ekki fylgjandi slíkum vinnubrögðum.

2.Bíóhöllin - rekstur

1905299

Útboðsskilmálar lagðir fram til samþykktar.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 11. júlí sl. og útboðsskilmálar samþykktir. Við frekari rýningu gagnanna var lögð til smávægileg en mikilvæg breyting og málið því tekið til afgreiðslu að nýju.

Bæjarráð samþykkir útboðsskilmála vegna reksturs Bíóhallarinnar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

3.Starfshópur um Spöl 2.0

1908104

Drög að erindisbréfi um stofun starfshóps um Spöl 2.0. Markmið hópsins er fyrst um sinn að kanna laga- og pólitískt umhverfi í tengslum við að búa til svokallaða innheimtugátt þegar kemur að veggjöldum, sektargreiðslum, rekstur bílastæðasjóða o.fl.
Bæjarráð samþykkir stofnun og erindisbréf starfshópsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

4.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2019

1904107

Umsókn frá Leikskólanum Vallarsel í tækjakaupasjóð. Óskað er eftir viðbótarfjármagni til kaupa á öryggisstólum og borðfótum samtals kr. 667.500.
Bæjarráð samþykkir erindið um kaup á húsbúnaði vegna þarfa yngstu nemenda leikskólans, samtals að fjárhæð kr. 668.000 og er ráðstöfuninni mætt með úthlutun úr tækjakaupasjóði 20830-4660 og fært á deild 04120-4660.

5.Faxaflóahafnir - breyting á reglugerð

1908003

Erindi Faxaflóhafna um tillögu að breytingu á reglugerð Faxaflóahafna sf. Óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að vinna drög að umsögn. Gert er ráð fyrir að fulltrúar Faxaflóahafna mæti á næsta fund bæjarráðs þann 29. ágúst nk.

6.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur 2019/ arður

1903120

Tilkynning frá Faxaflóahöfnum um arðgreiðslu.
Lagt fram.

7.Spölur / Hvalfjarðargöng - yfirtaka ríkisins og afnám gjaldtöku, útgreiðsla hlutafjár og arðs

1809190

Tilkynning frá Speli ehf. um útgreiðslu hlutafjár og arðs til hluthafa.
Lagt fram.

8.Skagakaffi Kirkjubraut 2 - rekstrarleyfi

1907124

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir Gypsey ehf. til að reka kaffihúsið Skagakaffi að Kirkjubraut 2, þar sem áður var kaffihúsið Lesbókin.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn nýs rekstraraðila með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

9.Ólympíuleikar í stærðfræði - styrkumsókn

1907015

Umsókn Andra Snæ Axelssonar um styrk vegna ferðakostnaðar við þátttöku sína í ólympíuleikum í stærðfræði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

10.Villikettir á Vesturlandi - umsókn um húsnæði og fjárstyrk

1907139

Erindi frá Villikattafélagi Vesturlands þar sem leitað er eftir þátttöku Akraneskaupstaðar er varðar starfsemi félagsins. Óskað er eftir húsnæði og fjárstyrk fyrir starfssemina.
Bæjarráð hafnar erindinu en núverandi húsnæðisaðstæður dýraeftirlits Akraneskaupstaðar bjóða ekki upp á samstarfsflöt af þessum toga.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00