Fara í efni  

Bæjarráð

3380. fundur 25. júlí 2019 kl. 08:15 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Jóna Ólafssdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Þjónustuþörf grunnskólanna 2019-2020

1906217

Á Skóla- og frístundaráðsfundi 2. júlí var erindi Brekkubæjarskóla um aukna þjónustuþörf vísað í bæjarráð til afgreiðslu.

Bæjarráð afgreiddi erindið með ófullnægjandi hætti, með vísan til reglna um gerð viðauka, og er því málið lagt fyrir á nýju.
Elsa Lára Arnardóttir víkur af fundi undir þessum lið og Ragnar B. Sæmundsson tekur sæti á fundinum í staðinn.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 8 að upphæð kr. 4.200.000 við fjárhagsáætlun ársins 2019, á lið 04220-1691, vegna aukinnar þjónustuþarfar í Brekkubæjarskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Rakel Óskarsdóttir situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Bókun Sjálfstæðisflokksins.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti reglur um gerð viðauka á fundi sínum þann 28. maí 2019. Markmið þeirra reglna er að skýra ferli við gerð slíkra viðauka og áhrif þess á fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélagsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum (nr. 138/2011) og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlun og ársreikninga sveitarfélaga (nr. 1212/2015) er fjárhagsáætlun bindandi fyrir yfirstandandi ár og óheimilt að víkja frá áætlun nema bæjarstjórn hafi samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun.
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 11. júlí s.l. samþykkti bæjarráð Akraness með atkvæði eins fulltrúa Samfylkingarinnar auka fjárútlát að upphæð 10.025.180,- kr., vegna aukinna stöðugilda í Brekkubæjarskóla, án samþykktar eða gerð viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins. Framsókn með frjálsum kölluðu þá ekki inn varamann vegna vanhæfi formanns bæjarráðs.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Nú skal málið tekið aftur upp til samþykktar því afgreiðslan braut á reglugerð um viðauka.
Í fyrsta lagi var viðauki ekki gerður vegna þessarar ráðstöfunar. Í öðru lagi er kveðið á um í reglugerð um viðauka að ávallt skuli leitast við að finna svigrúm innan viðkomandi deildar/ málaflokks sem ráðstöfunin varðar áður en leitað skuli að svigrúmi annars staðar. Í þessu tilfelli var það ekki gert, né ákvörðun tekin um hvaðan fjármunirnir fyrir ráðstöfuninni áttu að koma. Í þriðja lagi kemur beiðnin inn til bæjarráðs frá Skóla- og frístundarráði dagsett 2. júlí s.l. án afstöðu fagráðsins til málsins. Í fjórða lagi þá gerir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við það að einn fulltrúi bæjarráðs (í umboði bæjarstjórnar) geti tekið ákvörðun um ráðstöfun slíkra fjármuna.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans í afgreiðslu þessa máls.
Sign.
Rakel Óskarsdóttir.

Elsa tekur sæti á fundinum á ný og Ragnar víkur af fundi.

2.Holtsflöt 9 - Vaktafyrirkomulag

1904110

Ósk um viðbótarstöðu á næturvakt búsetuþjónustunnar við Holtflöt 9. Málinu var frestað á síðasta fundi og óskað eftir gögnum sem nú hafa borist.

Sveinborg Kristjánsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 9 að upphæð kr. 1.900.000 við fjárhagsáætlun ársins 2019, á lið 02280-1691, vegna viðbótarstöðu vegna bakvaktar búsetuþjónustunnar við Holtsflöt 9. Útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Rakel Óskarsdóttir situr hjá við afgreiðslu erindisins og leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tekur undir áhyggjur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindaráðs um bakvaktarfyrirkomulag á búsetuþjónustunnar við Holtsflöt. Hins vegar hefur starfsemi búsetuþjónustunnar ekki breyst frá gerð fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019 og telur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins því mikilvægt að fylgja áætluninni eftir og gera ráð fyrir auknu fjármagni fyrir starfsemina í fjárhagsáætlun 2020.
Sign, Rakel Óskarsdóttir.

3.Lækjarflói 3 - umsókn um byggingarlóð

1907102

Umsókn frá Veitur ohf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 3.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Lækjarflóa 3 til umsækjanda.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 2-4 grenndarkynning

1905363

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 22. júlí sl. var fjallað um umsókn um breytingu á inngangi í íbúðirnar við Seljuskóga 2-4. Erindið var grenndarkynnt frá 14. júní til 14. júlí 2019, fyrir lóðarhöfum við Seljuskóga 1, 3, 5, 6 og Asparskógum 4. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Vesturgata 103 - Umsókn um byggingarleyfi

1905311

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs var fjallað um umsókn um stækkun svala, setja kvisti á rishæð og bæta við glugga og svölum á 1. hæð við Vesturgötu 103. Erindið var grenndarkynnt frá 17. júlí til og með 14. ágúst 2019, fyrir eigendum Vesturgötu 97, 101 og 105. Undirritað samþykki barst frá framangreindum eigendum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Aflaheimildir - samráðsfundur um byggðakvóta, línuívilnanir, strandveiðar, frístundaveiðar o.fl.

1907067

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á tölvupósti frá Jóni Þrándi Stefánssyni, f.h. starfshóps sem er að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem varið er til margvíslegra sértækra aðgerða, svo sem byggðakvóta, sértæks byggðakvóta, línuívilnunar, rækju- og skelbóta, strandveiða og frístundaveiða. Hann óskar eftir því að sambandið hafi forgöngu um að hvetja fulltrúa sveitarstjórnarstigsins og hagsmunaaðila á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Vesturlandi og Suðurlandi, til að mæta á fund sem haldinn verður í ráðuneytinu, Skúlagötu 4, Reykjavík, kl. 9-12, fimmtudaginn 15. ágúst 2019.
Bæjarráð hvetur kjörna fulltrúa og hagsmunaaðila á Akranesi til að sækja fundinn.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00