Fara í efni  

Bæjarráð

3355. fundur 10. október 2018 kl. 16:30 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fasteignaskattur á Akranesi

1810051

Fasteignaskattur á Akranesi.
Lagt fram.

2.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Drög að samkomulagi við Landssamtökin Þroskahjálp vegna úthlutunar á lóð að Beykiskógum 17, Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar (Húsbyggingasjóður) mun sækja um og Akraneskaupstaður úthluta sjóðnum lóð að Beykiskógum 7 í því skyni að reisa þar leiguíbúðir ætlaðar fötluðu fólki, ásamt viðbótarrými vegna fötlunar íbúa. Velferðar- og mannréttindaráð hefur tekið málið til umfjöllunar á fundum sínum og vísar drögum að samkomulagi til bæjarráðs.
Lagt fram. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs en umsóknarfrestur um stofnframlög til Íbúðarlánasjóðs rennur út í lok október nk.

3.Samningur um þjónustu trúnaðarlæknis

1810116

Tillaga um samning um þjónustu trúnaðarlæknis fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga um þjónustu trúnaðalæknis. Viðbótarkostnaði vegna ársins 2018 verður mætt af liðnum 20830-4990.

Bæjarráð samþykkir að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessarar þjónustu í fjárhagsáætlun 2019.

4.One system í stofnanir Akraneskaupstaðar

1809163

Tillaga um kaup á skjalakerfI í stofnanir Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að í fjárhagsáætlun vegna 2019 verði gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna nauðsynlegrar uppsetningar á ONE - málakerfinu í stofnunum Akraneskaupstaðar.

Gerð verði innleiðingaráætlun og tímaáætlun með hliðsjón af þörf og ráðstafað verður fjármagni til samræmis við það.

5.Baugalundur 1 - umsókn um byggingarlóð

1809003

Umsókn Jóns Viðarssonar og Viðars Jónsson um byggingarlóð við Baugalund 1. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjenda.

6.Styrkir til atvinnutengdra verkefna 2018

1807034

Tillaga bæjarstjóra um styrki til atvinnutengdra verkefna.
Bæjarráð þakkar þeim sex aðilum sem sóttu um styrk.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til verkefnisins SIF Travel að fjárhæð kr. 500.000 en öðrum umsóknum er hafnað að þessu sinni.

7.Málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna

1809174

Uppfærðar málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna um íþrótta- og menningarstyrki voru samþykktar í skóla- og frístundaráði þann 2. október og í menningar- og safnanefnd þann 8. október síðastliðinn. Reglunum er vísað til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir málsmeðferðarreglur vegna umsókna um íþrótta- og menningarstyrki og vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

8.Menningarverðlaun Akraness 2018

1809053

Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2018.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu menninga- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2018.

9.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019

1810099

Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2019.
Bæjarráð samþykkir að veita kvennaathvarfinu styrk að fjárhæð kr. 300.000 á árinu 2019.

10.Styrkur við KFÍA

1810129

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarfulltrúi RÓ óskar eftir að tekið verði á dagskrá fundarins mál er varðar styrkveitingu til KFÍA vegna árangurs meistaraflokks og annars flokks karla á Íslandsmóti í knattspyrnu 2018.

Samþykkt 3:0.
Samþykkt tillaga RÓ um að Akraneskaupstaður veiti KFÍA 1,0 mkr. í styrk vegna árangurs meistaraflokks og annars flokks KFÍA á nýafstöðnu Íslandsmóti í knattspyrnu.

Bæjarráð óskar KFÍA innilega til hamingju með árangurinn á árinu.

Kostnaðinum verður mætt af liðnum 20830-4990.

11.Forvarnarstarf - minningarsjóður Einars Darra - ég á bara eitt líf

1810130

Bæjarfulltrúi RÓ óskar eftir að tekið verði á dagskrá fundarins mál er varðar forvarnarstarf minningarsjóðs Einars Darra

Samþykkt 3:0.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra - Ég á bara eitt líf um forvarnarstarf á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00