Fara í efni  

Bæjarráð

3352. fundur 13. september 2018 kl. 08:15 - 10:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi

1808057

Skóla- og frístundaráð samþykkti erindisbréf sem lagt var fram á fundi ráðsins 4. september, varðandi starfshóp um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps skv. meðfylgjandi erindisbréfi en hópurinn hefur það hlutverk að meta framtíðarþörf fyrir leikskólapláss á Akranesi.
Starfshópurinn verður launaður samkvæmt nefndakjörum sbr. reglur um laun hjá Akraneskaupstað til bæjarfulltrúa og fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum frá 13. júní 2017.
Fjármunum vegna starfa hópsins verður ráðstafað af liðnum 21030.

2.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2018

1806169

Sex mánaða uppgjör lagt fram.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun árins 2018 lagður fram til samþykktar í bæjarráði.
Viðaukinn tekur til tímabilsins 1. júlí til og með 31. ágúst 2018.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

4.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Samkvæmt samþykktri verk- og tímaáætlun er gert ráð fyrir að bæjarráð ákveði á þessum tímapunkti forsendur fjárhagsáætlunar sem stuðst verður við í áframhaldandi vinnu við gerð áætlunarinnar.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason aðalbókari sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir grunnforsendur fjárhagsáætlunar vegna ársins 2019 og vegna tímabilsins 2020 - 2022.
Ákvörðunin byggir á þeim upplýsingum sem liggja fyrir samkvæmt helstu hagvísum en þó með þeim fyrirvara að endurskoðun forsendna fari fram ef nauðsyn krefur.

5.SSV - haustþing 2018

1808306

Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram dagana 20. og 21. september næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að Elsa Lára Arnardóttir, Ragnar B. Sæmundsson, Bára Daðadóttir, Rakel Óskarsdóttir og Ólafur Adolfsson verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sbr. fundargerð bæjarstjórnar frá 12 júní síðastliðnum. Auk þeirra sækir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri haustþingið.

6.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt.

1805127

Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Akraneskaupstaðar
Lagt fram til umræðu. Afgreiðslu frestað.

7.Þroskahjálp húsbyggingasjóður samstarf

1802401

Á 85. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 5. september 2018 var fjallað um viðræður við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að gerður verði samstarfssamningur við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Samstarfinu verði skipt upp í tvo áfanga.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að gerð samstarfssamnings á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög) við Húsbyggingarsjóð Þroskahjálpar um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi. Samningsdrögin verði síðan lögð fyrir bæjarráð til umfjöllunar.

8.Fimleikahús - sérstök og frjáls skráning húsnæðisins

1809084

Framlögð gögn vegna fyrirkomulags skattalaga um heimild til frjálsrar og sérstakrar skráningar mannvirkja.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. að félagið yfirtaki og kosti uppbyggingu á Fimleikahúsi á Akranesi. Bæjarráð fer þess á leit við stjórn félagsins að félagið yfirtaki þá samninga sem Akraneskaupstaður hefur gert varðandi verkframkvæmdina en fimleikhúsið verður reist á sameiginlegri lóð Brekkubæjarskóla að Vesturgötu 120 og íþróttahússins að Vesturgötu 130.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir að stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. samþykki fyrirliggjandi leigusamning á milli Akraneskaupstaðar sem leigutaka og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar sem leigusala, varðandi afnot Akraneskaupstaðar á Fimleikahúsinu í framtíðinni og að félagið sæki um sérstakra skráningu virðisaukaskatts til embættis ríkisskattstjóra vegna byggingar mannvirkisins og frjálsrar skráningar virðisaukaskatts vegna útleigu húsnæðisins.

9.Spölur - afhending Hvalfjarðaganga til ríkisins

1809064

Erindi Spalar ehf. um hvenær gjaldtöku lýkur í Hvalfjarðargöngum.
Bæjarráð fagnar þessum merku tímamótum og leggur áherslu á að áætluð tímamörk um yfirtöku ríkisins á Hvalfjarðargögnum standist og að framkvæmdin verði með þeim hætti að það sé ekki til tjóns fyrir hluthafa Spalar ehf. og Eignarhaldsfélags Spalar hf.

Bæjarráð fagnar þeim fréttum að áfram verði mönnuð vakt í Hvalfjarðargöngunum eftir yfirtöku ríkisins. Bæjarráð telur mjög mikilvægt að áfram verði öryggi þeirra sem um göngin fara í fyrirrúmi líkt og verið hefur í tíð Spalar.

10.Þjóðbraut 3 - Umsókn um byggingarlóð

1808272

Umsókn Bestla Þróunarfélags ehf. um byggingarlóð við Þjóðbraut 3. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

11.Dalbraut 6 - Umsókn um byggingarlóð

1808273

Umsókn Bestla Þróunarfélags ehf. um byggingarlóð við Dalbraut 6. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

12.Þjóðbraut 5 - umsókn um byggingarlóð

1808271

Umsókn Bestla Þróunarfélags ehf. um byggingarlóð við Þjóðbraut 5. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

13.Starf persónuverndarfulltrúa Akraneskaupstaðar

1807043

Gengið hefur verið frá ráðningu við Berglindi Helgu Jóhannsdóttur um starf persónuverndarfulltrúa Akraneskaupstaðar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
Bæjarráð býður Berglindi velkomna til starfa hjá Akraneskaupstað og óskar henni góðs gengis í nýju starfi.

Fundi slitið - kl. 10:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00