Fara í efni  

Bæjarráð

3177. fundur 10. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Hátíðahöld 2013 - framlag

1211109

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 11. des. sl., var m.a. samþykkt eftirfarandi tillaga:
,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 12.842.000 til hátíðarhalda og viðburða. Stjórn Akranesstofu er falið að leggja tillögur fyrir bæjarráð um ráðstöfun fjárins eigi síðar en 1. febrúar 2013."

Vegna skipulagsbreytinga samþykkir bæjarráð að fela verkefnisstjóra sem er í menningartengdum verkefnum /á Safnasvæðinu í Görðum að leggja tillögur fyrir bæjarráð um ráðstöfun fjárins eigi síðar en 15. febrúar 2013.

2.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

Fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. des. 2012.

Lögð fram til kynningar.

4.OR - Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur

1301188

Bæjarráð samþykkir að fela Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda að taka sæti í rýnihópi OR til að meta fýsilega kosti við uppskiptingu OR. Ennfremur samþykkir bæjarráð meðfylgjandi drög að erindisbréfi um starf rýnihópsins.

5.Tryggingamiðstöðin - tryggingasamningur

1301171

Minnisblað fjármálastjóra dags. 9.1.2013.
Málið varðar slysatryggingu barna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Tryggingarmiðstöðina með það í huga að slysatryggingar barna hjá frjálsum félagasamtökum verði hluti af tryggingarsamningi Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

6.Starfsmenn - samskipti

1301180

Bréf Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar dags. 4. janúar 2013, varðandi samskiptamál.

Lagt fram.

7.Teigur, gistiíbúðir - rekstrarleyfi

1212021

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 3.12.2012, þar sem óskað er umsagnar á umsókn Sigrúnar Traustadóttur um rekstrarleyfi vegna Teigs, gististaðar að Háteig 1, Akranesi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.Þorrablót Skagamanna 2013 - íþróttahús

1301170

Tölvupóstur Sævars Freys Þráinssonar 28.12.2012, þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsinu á Vesturgötu fyrir Þorrablót Skagamanna 26. janúar nk. Einnig er óskað eftir að Akraneskaupstaður heiðri einn Akurnesing fyrir störf í þágu samfélagsins.

Bæjarráð samþykkir framkomið erindi frá Sævari Frey Þráinssyni með beiðni um stuðning við þorrablót Skagamanna, sem haldið verður þann 26. janúar næstkomandi. Í því felst að fella niður leigu á íþróttahúsinu við Vesturgötu og að velja Skagamann ársins.

9.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Rekstrarniðurstaða fyrir janúar - nóvember 2012. Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. í janúar 2013.

Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 126,6 millj. kr., en til samanburðar er áætluð neikvæð niðurstaða 65,2 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 23,1 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 46,4 millj. kr.

10.Dalbraut 1 - sjálfsafgreiðslustöð

1211257

Minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdastofu dags. 9. janúar 2013.

Bæjarráð fagnar áhuga Atlantsolíu á að veita þjónustu á Akranesi og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdastofu að vinna málið áfram.

11.Átak í atvinnumálum 2013 - framlag

1211108

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 11. des. sl. var m.a. samþykkt eftirfarandi tillaga:
,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 15.192.000 til verkefna vegna atvinnuátaks fyrir atvinnulaust fólk. Bæjarstjórn felur starfsmanna- og gæðastjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur um nánari útfærslu í samráði við Framkvæmdastofu um ráðstöfun fjárins og verkefnaval, lögð verði áhersla á að verkefnavali sem snýr að hirðu og útliti bæjarins, verði beint á þann tíma sem vinnuskólinn og unglingavinna kaupstaðarins er ekki til staðar."

Vegna skipulagsbreytinga samþykkir bæjarráð að fela Framkvæmdastofu og verkefnastjóra í atvinnumálum að leggja framangreindar tillögur fyrir bæjarráð. Tillögurnar liggi fyrir eigi síðar en 15. febrúar nk.

12.Átak vegna atvinnuleysis 2013

1211117

Á fundi bæjarstjórnar Akraness 11. des. sl. var m.a. samþykkt eftirfarandi tillaga:
,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 6 mkr. til að mæta kostnaði vegna aðstoðar við að leysa atvinnumál einstaklinga sem hafa verið atvinnulausir um langt skeið. Gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins undir útgjöldum til félagsmála í fjárhagsáætlun. Starfsmanna- og gæðastjóra falið að leggja fyrir bæjarráð eigi síðar en 15. janúar tillögur um útfærslu og fyrirkomulag samninga hvað þetta mál varðar í samvinnu við starfsmenn Fjölskyldustofu."

Bæjarráð samþykkir að fresta útfærslu tillögunnar til 15. febrúar nk. vegna skipulagsbreytinga.

13.Samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða skv. sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

1211192

Tölvupóstur innanríkisráðuneytisins, dags. 21. des. 2012, þar sem tilkynnt er um framlengdan tímafrest til 30. júní 2013 varðandi gerð samþykkta um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórna.

Lagt fram til kynningar.

14.Fimleikafélag Akraness - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa.

1301201

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu vegna búnaðarkaupa til Fimleikafélags Akraness að fjárhæð kr. 1,5 mkr. Fjárveitingu verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af fjárhagsliðnum 21-95-4995-1 ,,óviss útgjöld".

15.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

Bréf Guðrúnar T. Gísladóttur f.h. ,,Landsbyggðin lifi", dags. 2. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir styrk til að sinna grunnstarfsemi samtakanna að upphæð kr. 50-100.000,-

Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðni um styrk á þessu ári.

16.Cafe Eyðimörk - rekstrarleyfi

1207004

Afrit bréfs innanríkisráðuneytisins, dags. 17. des. 2012, til Gunnars Þórs Gunnarssonar vegna mótmæla hans við afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness á umsókn um rekstrarleyfi fyrir skemmtistaðinn Café Eyðimörk, Akranesi.

Lagt fram til kynningar.

17.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 7. des. 2012 og bréf fjölskylduráðs, dags. 10. des. 2012, þar sem gerð er tillaga um styrki árið 2013 vegna menningar-, íþrótta-, atvinnumála og annarra mála.
Minnisblað bæjarstjóra, dags. 8. jan. 2013.

Bæjarráð hefur fjallað um umsóknir vegna menningar-, íþrótta-, atvinnumála og annarra mála, sbr. auglýsingu um styrki á vegum Akraneskaupstaðar.

Afgreiðslu umsókna er frestað til næsta fundar bæjarráðs og er bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

----------
Utan dagskrár:

1211103 - Tekjutenging afslátta af þjónustugjöldum 2013, starfshópur og erindisbréf.
1211118 - Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013, starfshópur og erindisbréf.
1105061 - matsgerð í matsmáli M-3/2012 - Heiðarbraut 40 Akranesi - Krafa á hendur Akraneskaupstað.
1210168 - Sólmundarhöfði 7, aðgerðir til áframhaldandi framkvæmda, dagsektir.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00