Fara í efni  

Bæjarráð

3323. fundur 26. október 2017 kl. 08:15 - 13:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

46. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14. október 2017.
47. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. október 2017.
Lagðar fram.

2.Málefni Spalar

1710170

Fulltrúar Spalar ehf.,Gísli Gíslason stjórnarformaður, Arna Tryggvadóttir endurskoðandi og Jónas A. Aðalsteinsson lögfræðingur, mæta á fund bæjarráðs til þess að kynna fyrirhuguð skil Hvalfjarðargangna til ríkisins á árinu 2018.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Spalar fyrir komuna og greinargóða yfirferð um stöðu málsins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og forsendur um fyrirhuguð skil á göngunum til ríkisins.

Bæjarráð leggur áherslu á að forsvarmenn Spalar veiti bæjaryfirvöldum upplýsingar um framvindu viðræðna við ríkið og að umferðaröryggi verði tryggt með sem bestum hætti eftir afhendingu gangnanna líkt og verið hefur í tíð Spalar.

3.Bjarg íbúðafélag - húsnæðisstofnun

1710060

Fulltrúar frá Bjargi íbúðafélagi, Björn Traustason framkvæmdastjóri og Þröstur Bjarnason verkefnastjóri, komu og kynntu starfssemi félagsins fyrir bæjarráði.
Bæjarráð þakkar greinargóða og áhugaverða kynningu á starfsemi íbúðarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu um samstarf við Bjarg íbúðafélag um uppbyggingu leiguíbúða á Akranesi í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

4.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2022)

1708093

Áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinna fyrir árið 2018 (2019 - 2022).
Ákvörðun um tímasetningu aukafunda.
Bæjarráð samþykkir að aukafundur vegna fjárhagsáætlunar verði haldinn 1. nóvember næstkomandi kl. 08:15 - 10:00.

5.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2017

1709038

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til eftirfarandi aðila:

Akur frímúrarastúka samtals kr. 717.953
Oddfellow samtals kr. 581.724
Skátafélag Akraness samtals kr. 324.453
Rauði Krossinn samtals kr. 148.649
Hestamannafélagið Dreyri samtals kr. 258.172

Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 2.030.951, verður ráðstafað af liðnum 20830-5946 en þau félög sem eiga rétt á úthlutun fá styrk sem nemur 78% af fasteignaskatti C.

6.Tölvu- og kerfismál

1710124

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um tölvu-og kerfismál hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til ráðningar kerfisstjóra hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða nýtt stöðugildi á stjórnsýslu- og fjármálasviði.

7.Skátafélag Akraness - húsaleigusamningur 2017

1708205

Á fundi bæjarráðs þann 24. ágúst síðastliðinn samþykkti bæjarráð að hefja undirbúning innritunar barna fædd í upphafi árs 2016 fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir og að gerð leigusamnings við Skátafélag Akraness um notkun húsnæðis félagsins að Háholti 24 fyrir leikskóladeild yngri barna.

Ekki er talin þörf á viðbótarhúsnæði til að mæta þessu markmiði á árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir að innritun barna fæddra í upphafi árs 2016 verði eins og áður hafði verið ákveðið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins gagnvart Skátafélaginu m.a. með hliðsjón af framtíðarþörf Akraneskaupstaður fyrir viðbótarhúsnæði vegna inntöku leikskólabarna á Akranesi og að tillögur verði lagðar fyrir viðkomandi fagráð.

8.Menningarverðlaun Akraness 2017

1709093

Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2017.

9.Mæðrastyrksnefnd - jólaúthlutun 2017

1710155

Erindi Mæðrastyrksnefndar Akraness um áframhaldandi stuðning fyrir jólaúthlutun 2017.
Bæjarráð samþykkir jólaúthlutun til Mæðrastyrksnefndar Akraness að fjárhæð kr. 250.000.

10.Faxaflóahafnir fá umhverfisvottun ISO 14001

1710136

Erindi frá Faxaflóahöfnum um merkileg áfangaskipti innan fyrirtækisins en þann 12. september sl. náðist sá áfangi, fyrst hafna á Íslandi, að fá umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins vottað í samræmi við alþjóðlega umhverfisstaðalinn ISO 14001.
Bæjarráð fagnar þessum áfanga í starfsemi Faxaflóahafna og óskar forsvarmönnum félagsins innilega til hamingju með árangurinn.

11.Ísland atvinnuhættir og menning - útgáfa ritverks

1710167

Erindi útgáfufyrirtækisins SagaZ um útgáfu verksins Ísland, atvinnuhættir og menning 2020.
Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því að þessu sinni.

Fundi slitið - kl. 13:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00