Fara í efni  

Bæjarráð

3271. fundur 10. desember 2015 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Anna Lára Steindal varaáheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.FIMA - húsnæðismál

1310193

Erindi Fimleikafélags Akraness um húsnæði Akraneskaupstaðar að Dalbraut 6.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi FIMA og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn FEBAN.

2.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2016

1509004

Drög að starfsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2016 lögð fram.
Lögð fram.

3.Akraneskaupstaður - stefnumótun og framtíðarsýn

1502116

Afurð vinnustofu um framtíðarsýn Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti "Gildi Akraneskaupstaðar" og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Útboð á ræstingu 2015

1501341

Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem lagt er til að gengið verður til samninga við lægstbjóðenda.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við fyrirtækið Hreint ehf. um ræstingar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi með undirritun.

5.Kirkjugarður - stækkun

1512060

Erindi frá Kirkjugarðsstjórn Akraness um framkvæmdir við stækkun Kirkjugarðsins.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

6.Akralundur 8, 10, 12 og 14 - umsókn um byggingarlóðir

1507081

Grenjar efh. fellur frá umsóknum sínum á byggingalóðum við Akralund 8,10, 12 og 14 og Blómalund 1-3,5-7-9 og 11-13.
Lagt fram.

7.Norðurálsmót 2016 - samningur

1512039

Erindi Knattspyrnufélags Akraness þar sem óskað er eftir
áframhaldandi samstarfi við Akraneskaupstað vegna Norðurálsmótsins til ársins 2018. Núgildandi samkomulag gildir til ársins 2016.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu með undirritun.

8.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2016

1509390

Umsóknarfrestur styrkja í styrktarpott menningar-, íþrótta-og atvinnumála rann út 1. desember sl. og fer úthlutun fram á komandi ári.

Óskað er eftir umsögn og forgangsröðum frá annars vegar menningar- og safnanefnd um styrki sem falla undir menningarmál og hins vegar frá skóla- og frístundaráði um styrki sem falla undir íþróttamál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

9.Orkuveita Reykjavíkur - arðgreiðsla

1511167

Tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu á fjárhagslegum skilyrðum til arðgreiðslna.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárhagslegum skilyrðum til arðgreiðslna og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

10.OR - áhættustefna

1503066

Áhættustefna Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagt fram.

11.OR - eigendanefnd 2015

1503066

Skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur um framfylgd eigendastefnu.
Lagt fram.

12.OR - fjárhagsáætlun 2016

1512013

Fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur 2016 og fimm ára áætlun 2017-2021.

13.Starf forstöðumanns menningar- og safnamála

1510029

Ráðning forstöðumanns menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað.
Alls bárust 25 umsóknir um stöðu forstöðumanns menningar- og safnamála en ráðningarstofan Hagvangur aðstoðaði við mat á umsóknum og úrvinnslu.

Bæjarráð samþykkkir að ráða Ellu Maríu Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns. Ella María er viðskiptafræðingur með meistarapróf í bókasafns- og upplýsingafræðum.

14.Almannavarnanefnd - leiðbeiningar um störf

1512034

Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um störf almannavarnanefnda sveitarfélaga.
Lagt fram.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeim verkefnum sem sneru að sveitarfélaginu í tengslum við óveðrið þann 6. desember síðastliðinn.

Bæjarráð færir öllum þeim aðilum sem komu að undirbúningi og framkvæmd verkefna og þá sérstaklega Björgunarfélagi Akraness, þakkir fyrir góð störf.

15.1001 dagur - ákall til stjórnmálamanna

1512030

Áskorun frá Vinnuhópi 1001 sem vinnur að þverfaglegu samstarfi í vinnu með börnum og fjölskyldum.
Lagt fram.

16.Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi

1512014

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir hirðu og eyðingu sorps.

Heilbrigðiseftirlitið telur að efnisatriði gjaldskrárinnar sé í samræmi við ákvæði samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Akranesi nr. 1231/2005 og 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og gerir því ekki athugasemdir við hana.

Lagt fram með fyrirvara um formlega umsögn/samþykki heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Lagt fram.

17.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2016.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019 ásamt tillögum og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 15. desember næstkomandi.
IV situr hjá.

18.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

1505141

Viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2015 vegna tímabilsins maí til desember.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og viðauka nr. 4 og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.

19.Níu mánaða uppgjör Akaneskaupstaðar frá 1. janúar til 30. september lagt fram.

1505022

Andrés ólafsson fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason aðalbókari mæta á fundinn undir þessum lið.
Rekstrarniðustaða samstæðu Akraneskaupstaðar er jákvæð um 90,9 mkr.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um 178,7 mkr. sem er um 43,3 mkr. betri niðurstaða en áætlunin gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða B- hluta er neikvæð um 87,8 mkr. sem er 19,9 mkr. lakari afkoma en áætlunin gerði ráð fyrir.

Fjármálastjóri og aðalbókari gerðu m.a. grein fyrir kjarasamningum sem hafa verið samþykktir nýlega og munu hafa áhrif til lækkunar á rekstrarniðurstöðunni.

20.Styrkur til Mæðrastyrksnefndar

1509390

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um styrk til Mæðrastyrksnefndar Akraness að upphæð samtals kr. 250.000, til matarúthlutunar til fjölskyldna fyrir jólin.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Mæðrastyrksnefndar að fjárhæð kr. 250.000. Fjárhæðinnni verði ráðstafað af liðnum 21010-5948.

21.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts v/ aðila með starfsemi í menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómst

1503231

Erindi Akur frímúrarastúku með beiðni um endurskoðun ákvörðunar bæjarráðs frá 26. nóvember 2015 um synjun fasteignastyrks.
Með vísan til framlagðra gagna samþykkir bæjarráð styrk til Akurs frímurarastúku samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

Fjárhæðinni, samtals kr. 645.000, er ráðstafað af liðnum 20830-5946.

22.Langtímaveikindi starfsmanna 2015 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1411074

Umsóknir frá velferðar- og mannréttindasviði og skóla- og frístundasviði í veikindapott Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

23.Endurskoðun fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2015

1505141

Erindi sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs varðandi fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2015 með fyrirvara um samþykki skipulags- og unhverfisráðs.

Breytingin felst í viðbótarverkefnum (fjárfestingar) vegna hönnunarvinnu að fjárhæð kr. 5.000.000 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Jaðarsbakkalaug, vegna kaupa á tækjabúnaði(rakatæki) fyrir skjalasafn Bókasafns Akraness að fjárhæð kr. 3.000.000 og vegna kaupa á gámum á tjaldsvæði og við Langasand að fjárhæð kr. 5.500.000.

Heildarbreyting í fjárfestingum á árinu 2016 er hins vegar til lækkunar á eignfærði fjárfestingu að fjárhæð kr. 83.900.000 sem skýrist fyrst og fremst af því að ekki var ráðist í framkvæmdir við Sambýlið við Vesturgötu.

24.Tilfærsla fjárheimilda frá Sambýlinu á Vesturgötu

1505141

Erindi sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs varðandi viðauka 2015.
Bæjarráð samþykkir tilfærslu fjárheimilda á velferðar- og mannréttindasviði, kr. 6.000.000 af liðnum 02270 á liðinn 02260 og kr. 4.000.000 af liðnum 02270 á liðinn 02280.

Um er að ræða rekstrarliði sem ætlaðir voru til að mæta auknum rekstrarútgjöldum á Sambýlinu Vesturgötu en þar sem ekki var farið í fyrirhugaðar endurbætur þar hefur sú aukna þjónustuþörf sem áætluð var farið fram á Sambýlinu Laugarbraut (02270) og í búsetukjarnanum að Holtsflöt 9 (02280).

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00