Fara í efni  

Bæjarráð

3253. fundur 21. maí 2015 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.ÍA - leigu- og rekstrarsamningur

1412007

Á 14. fundi skóla- og frístundaráðs var leigu- og rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og ÍA lagður fram og samþykktur af báðum aðilum. Breytingarnar felast aðallega í skiptingu tekna vegna heilsuræktarstöðvar sem áður var skipt þannig að ÍA fékk 67% tekna og Akraneskaupstaður 33% tekna. Með nýjum samningi verður skipting tekna þannig að ÍA er með 80% og Akraneskaupstaður með 20%. Samningurinn gildir til 31. desember 2016.
Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir leigu- og rekstarsamninginn. Kostnaðaraukningin, samtals kr. 3.270.000, verður færð í viðauka við fjárhagsáætlun 2015 af lið 20830-4995.

2.Tónleikar í vörugeymslu að Dalbraut 6 (ÞÞÞ húsið)

1505120

Beiðni Sindra Víðis Einarssonar um afnot af húsnæði Akraneskaupstaðar að Dalbraut 6 fyrir tónleika.
Bæjarráð samþykkir að lána honum húsnæðið.

3.Menningarmál - samningur um úttekt

1411142

Á 14. fundi tók menningar- og safnanefndar til umfjöllunar skýrslu um úttekt á rekstri menningarmála 2015 sem gerð var af Birni Steinari Pálmasyni. Nefndin fór yfir tillöguhluta skýrslunnar og skilar umsögn til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa sameiginlegan fund með bæjarráði og starfsmönnum safna á Akranesi. Ennfremur óskar bæjarráð eftir umsögn sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um málið.

4.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2015

1503232

Tillögur skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar um úthlutun styrkja 2015 til íþrótta- atvinnu- og menningarmála.
Bæjarráð samþykkir úthlutun styrkja að upphæð samtals kr. 1.820.000. Ennfremur felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa endurskoðun á reglum sjóðsins.
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir og Sigrún Guðnadóttir víkja af fundi undir þessum lið.

Úthlutunin er eftirfarandi:
Kristinn Pétursson, vegna heimildarmyndar um Sementsverksmiðjuna, kr. 70.000
Alltaf Gaman sf., vegna leikjalands á Norðurálsmóti, kr. 150.000
Valgerður Jónsdóttir, vegna tónlistarstundar, kr. 60.000
Heiðar Mar Björnsson, vegna myndbands um tónlist á Akranesi, kr. 70.000
List- og handverksfélag Akraness og nágrennis, vegna leigu á húsnæði fyrir Gallerí Urmul, kr. 50.000
Þjóðlagasveitin, vegna tónleika í Hörpu, kr. 300.000
ÍA og FVA, vegna afreksíþróttasviðs, kr. 300.000
Keilufélag Akraness, vegna ráðstefna og námskeiða, kr. 100.000
Badmintonfélag Akraness, vegna uppbyggingu og fjölgun iðkenda, kr. 150.000
Knattspyrnufélag ÍA, vegna knattspyrnuskóla, kr. 120.000
Gaman saman, vegna forvarnarstarfs, kr. 20.000
Ágúst Júlíusson, vegna sundferða, kr. 50.000
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015, vegna nýsköpunarkennslu, kr. 80.000
Skagaferðir, vegna skemmtismiðju, kr. 50.000
Skógræktarfélag Akraness, vegna framkvæmdaverkefna, kr. 250.000

5.Þjónusta vegna búsetu og stuðningsþjónusta

1501209

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs varðandi einstaklingsmál.
Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnaðaraukningin, að hámarki kr. 13.000.000, verði færð í viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

6.Birkiskógar 3 - umsókn um byggingarlóð

1505089

Umsókn Guðjóns Heiðars Sveinssonar um lóð að Birkiskógum 3.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Birkiskógar 3 til Guðjóns Heiðars Sveinssonar.

7.Flóasiglingar

1501150

Lagt er til að bæjarráð samþykki erindisbréf starfshóps til að fylgja eftir viljayfirlýsingu á milli Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar dags. 16. janúar 2015 um flóasiglingar.
Bæjarráð tilnefnir Sigurð Pál Harðarson sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs í starfshóp um flóasiglingar. Kostnaður vegna væntanlegra markaðskönnunar verði tekinn af málaflokki 13, ferðamál.

8.Sigrún AK - forkaupsréttur

1505015

Erindi til kynningar vegna sölu Sigrúnar AK, með skipaskránúmeri 2495, úr byggðarlagi Akraness.
Lagt fram til kynningar.

9.Lambhúsasund - uppbygging hafnarsvæðis

1505010

Stjórn Faxaflóahafna færði til bókar á fundi sínum þann 29. apríl 2015 beiðni til Akraneskaupstaðar þar sem óskað er eftir umsögn varðandi uppbyggingu hafnarsvæðis í Lambhúsasundi hjá fyrirtækinu Þorgeir & Ellert hf.
Bæjarráð hefur móttekið erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna um málið.

10.Höfðagrund - skemmdir á varnargarði

1505016

Erindi formanns húseigendafélags Höfðagrundar dags. 30. apríl 2015 lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar málinu til skoðunar hjá skipulags- og umhverfissviði. Ennfremur er sviðinu falið að skoða grjótgarðinn við Faxabraut.

11.Brettagarður á Akranesi

1505018

Erindi áhugafólks um brettagarð á Akranesi dags. 4. maí 2015 lagt fram.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar málinu til skóla- og frístundaráðs.

12.Umhverfisvaktin - fyrirspurn vegna sólarkísliverksmiðju Silicor Materials

1505033

Bréf Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóhafnar vegna fyrirspurnar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð til forsvarsmanna Faxaflóahafna sf. dags. 12. maí 2015 lagt fram.
Erindið lagt fram til kynningar.

13.HVE - húsnæði vegna sjúkraflutninga

1505088

Bréf Gísla Björnssonar yfirmanns sjúkraflutninga HVE og Guðjóns S. Brjánssonar forstjóra HVE dags. 7. maí 2015 er varða breytingar á húsnæði sjúkraflutninga á Akranesi lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu til skoðunar á skipulags- og umhverfissviði.

14.Fundargerðir 2015 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1504148

126. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 27.4.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir þær áhyggjur Heilbrigðiseftirlitsins sem fram koma í lið 1. um fráveitumál á Akranesi og felur bæjarstjóra að boða til fundar með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og bæjarstjórn Akraness.

15.Stoðþjónusta skóla Akranesi - endurmat

1401209

Á 14. fundi skóla- og frístundaráðs voru niðurstöður starfshóps um endurmat á stoðþjónustu skóla á Akranesi kynntar. Samkvæmt niðurstöðum er talið þörf á 1.2 viðbótarstöðugildum í Grundaskóla frá og með 1. ágúst n.k.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykkja aukningu upp á 1 stöðugildi frá og með fyrrgreindum tíma og að 0.2 stöðugildi verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir viðbótarstöðugildi stoðþjónustu í Grundaskóla í samræmi við tillögur skóla- og frístundaráðs en felur skóla- og frístundaráði að koma með tillögur til hagræðingar til þess að mæta þessum kostnaðarauka.

16.Sorphirða - framlenging á samningi

1501126

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til áframhaldandi samstarfs við núverandi samstarfssveitarfélög um sorpmál.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um áframhaldandi samstarf.

17.Ráðningar í leikskólum Akraneskaupstaðar

1504147

Bréf barst frá fulltrúa í stjórn 3. deildar félags leikskólakennara og trúnaðarmönnum úr leikskólum Akraneskaupstaðar um ráðningar í leikskóla Akraneskaupstaðar.
Bréfritarar skora á bæjarstjórn og bæjarráð Akraness að afnema 75% takmörk á ráðningum fagfólks í leikskólum bæjarins og ráða einstaklinga með leyfisbréf í allar lausar stöður leikskólakennara.
Erindið var tekið fyrir á fundi 13. fundi skóla- og frístundaráðs þann 5. maí 2015 og leggur ráðið til við bæjarráð að fella úr gildi þá ákvörðun fjölskylduráðs frá 4. desember 2012 um að hlutfall fagfólks í leikskólum geti að hámarki verið 75% af heildarstarfsmannahaldi í hverjum leikskóla, stjórnendur og starfsfólk í eldhúsi er undanskilið. Starfsmannahald og ráðningar verði á ábyrgð leikskólastjóra og uppfylli lög nr. 78/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að skoða málið m.t.t. rekstrarlegra áhrifa af breytingum á reglunum.

18.Starfsreglur um sérstaka aðstoð og þjálfun í leikskólum Akraneskaupstaðar endurskoðun vor 2015

1504130

Sérfræðiþjónusta skóla- og frístundasviðs lagði fram tillögu að breytingum á starfsreglum um sérstaka aðstoð og þjálfun í leikskólum Akraneskaupstaðar á 13. fundi skóla- og frístundaráðs þann 5. maí 2015. Reglurnar fela ekki í sér aukinn kostnað og breytingarnar eru aðallega einföldun texta og uppsetning.
Skóla- og frístundaráð samþykkti reglurnar og óskar eftir staðfestingu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs.

19.Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins og Lífeyrissj. hjúkrunarfr. - ársfundur 2015

1505034

Fundarboð vegna ársfundar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga þann 21. maí 2015 lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrir boðið.

20.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur 2015

1503141

Fundarboð vegna aðalfundar Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður 29. maí 2015 lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrir boðið og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri mætir fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

21.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

355. mál um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma.
Frumvarpið lagt fram.

22.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

696. mál um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjenda og leigusala).
Frumvarpið lagt fram.

23.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

703. mál um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Frumvarpið lagt fram.

24.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

361. mál um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
Frumvarpið lagt fram.

25.Fundargerðir 2015 - starfshópur um Sementsreit

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00