Fara í efni  

Bæjarráð

3236. fundur 30. október 2014 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Frumvarp að fjárhagsáætlun lagt fram.
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016 - 2018 og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 11. nóvember nk.

2.Seljuskógar 6-8

1410146

Umsókn Eyfaxa ehf. um parhúsalóðir við Seljuskóga 6-8.
Umsækjandi fellur frá fyrri umsókn sinni um lóðirnar við Seljuskóga 1-3-5.
Bæjarráð samþykkir erindið.

3.Seljuskógar 1 - umsókn um byggingarlóð

1409110

Áður frestuðu erindi Callisia ehf. dags. 12.9.2014, umsókn um lóð við Seljuskóga 1.
Bæjarráð óskar eftir að umsækjandi leggi fram framkvæmdaáætlun vegna umsóknar sinnar fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs sem er þann 13. nóvember 2014.

Bæjarráð tekur fram að lóðinni verður ekki úhlutað til annars meðan beðið er eftir umbeðnum gögnum.

4.Seljuskógar 3 - umsókn um byggingarlóð

1409109

Áður frestuðu erindi Callisia ehf. dags. 12.9.2014, umsókn um lóð við Seljuskóga 3.
Bæjarráð óskar eftir að umsækjandi leggi fram framkvæmdaáætlun vegna umsóknar sinnar fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs sem er þann 13. nóvember 2014.

Bæjarráð tekur fram að lóðinni verður ekki úhlutað til annars meðan beðið er eftir umbeðnum gögnum.

5.Seljuskógar 5 - umsókn um byggingarlóð

1409108

Áður frestuðu erindi Callisia ehf. dags. 12.9.2014, umsókn um lóð við Seljuskóga 5.
Bæjarráð óskar eftir að umsækjandi leggi fram framkvæmdaáætlun vegna umsóknar sinnar fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs sem er þann 13. nóvember 2014.

Bæjarráð tekur fram að lóðinni verður ekki úhlutað til annars meðan beðið er eftir umbeðnum gögnum.

6.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Beiðni bæjarbókavarðar um fjárveitingu til búnaðarkaupa að upphæð kr. 1.145.000,- fyrir bókasafn og ljósmyndasafn.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin frekari vinnsla málsins.

7.Starfshópur um þróun fólksfjölda á Akranesi.

1410121

Bæjarráð vísaði eftirfarandi tillögu Samfylkingarinnar til úrvinnslu í bæjarráði.
Tillagan:
"Bæjarstjórn samþykkir að myndaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að fara yfir mögulega þróun fólksfjölda á Akranesi í tengslum við fjölgun starfa á Grundartangasvæðinu. Verkefni starfshópsins þarf að vera m.a. að teikna upp nokkrar sviðsmyndir miðað við mismunandi fjölgun fólks í bænum. Skoða þarf í þessu tilliti hvar kaupstaðurinn þarf að bæta þjónustu sína til að geta tekið við ákveðnum fjölda fólks ásamt því að skoða hvort nægt húsnæði sé í boði."
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að lagt verði mat á mögulega þróun í skóla- og búsetumálum á Akranesi og vísar tillögunni til fjölskylduráðs og framkvæmdaráðs. Minnisblað um skólamál liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2015.

8.Skógræktarfélag Akraness - land til skógræktar

1409139

Erindi Skógræktarfélags Akraness dags. 13.10.2014, þar sem óskað er eftir landi til skógræktar neðan Slögu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.

9.Capacent könnun - þjónusta sveitarfélaga

1409244

Bæjarráð ákveður að kaupa þjónustukönnun Capacent.
Fjárhæðinni kr. 526.000 (með vsk) verði ráðstafað af liðnum 21-83-4980 "Aðkeypt önnur vinna".

10.Fundargerðir 2014 - stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1401227

12. og 13. fundargerð Byggðasafnsins í Görðum dags. 30.9.2014 og 21.10.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

22. fundargerð menningarmálanefndar frá 21.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00