Fara í efni  

Bæjarráð

3182. fundur 16. mars 2013 kl. 09:00 - 12:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Tillögur til úrbóta í húsnæðismálum vegna skólaársins 2013-2014

1302141

Áfangaskil starfshóps um húsnæðismál grunnskólanna, dags. 11. mars 2013, þar sem gerð er tillaga um aðkallandi endurbætur á skólahúsnæði grunnskólanna á Akranesi.

Til viðræðna mættu f.h. starfshópsins Hörður Helgason formaður og Lárus Ársælsson. Gerðu þeir grein fyrir þeim verkefnum sem starfshópurinn telur mest aðkallandi við endurbætur í húsnæðismálum grunnskólanna.

Bæjarráð samþykkir beiðni starfshópsins um frest til 15. maí nk. til skila á endanlegum tillögum til bæjarráðs.

2.Heiðarbraut 40, Stofnanareitur deiliskipulagsbreyting

1303009

Beiðni Skarðseyrar ehf. um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar Heiðarbraut 40.
Bæjarstjórn vísaði erindinu til umfjöllunar í bæjarráði ásamt því að óska eftir frekari upplýsingum frá skipulags- og umhverfisnefnd um málið.

Til viðræðna mætti Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Skarðseyri ehf. verði veitt heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Heiðarbraut 40 með íbúðarhúsnæði í huga.

3.Skaginn hf. - Landfylling og sjóvörn við vestari hluta

1210196

Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 14. mars 2013.
Bréf Þorgeirs og Ellerts hf., dags. 21. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður greiði hluta af kostnaði við vestari hluta af landfyllingu, en kostnaður Akraneskaupstaðar er reiknaður út af Siglingastofnun kr. 8.960.908,-

Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Til viðræðna mætti Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Bæjarráð samþykkir greiðslu kostnaðar við vestari hluta af landfyllingu að fjárhæð kr. 8.960.908. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014.

4.Tilnefning í menningarmálanefnd

1303078

Tilnefning fimm aðalmanna og fimm varamanna í menningarmálanefnd.

Afgreiðslu frestað.

5.Tilnefning í stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1303079

Tilnefning þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í stjórn Byggðasafnsins í Görðum.

Afgreiðslu frestað.

6.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Yfirlit yfir rekstrarniðurstöðu fyrir samstæðureikning tímabilið janúar - desember 2012 ásamt bréfi deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 5. mars 2013.

Lagt fram.

Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 115,9 mkr., en til samanburðar er áætluð jákvæð niðurstaða 136,9 mkr.

Rekstrarniðurstaða A og B-hluta er neikvæð um 19,1 mkr. á móti áætlaðri jákvæðri rekstrarniðurstöðu 4,2 mkr.

7.Íþróttahús Vesturgötu og Bjarnalaug - áhaldakaup

1302146

Tillaga framkvæmdaráðs frá 7. mars 2013, þar sem lagt er til að beiðni forstöðumanns íþróttamannvirkja, um fjárveitingu að upphæð kr. 922.000,- til endurnýjunar á nauðsynlegum tækjabúnaði í Bjarnalaug verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir kaup á þvottavél og þurrkara að fjárhæð um kr. 400.000.- Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveiting tekin af liðnum ,,óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1. Beiðni um kaup á öðrum búnaði sem fram kemur í erindinu er vísað til fjárhagsáætlunar stofnunarinnar vegna ársins 2013.

8.Samræming launakjara.

1211102

Bréf fjölskylduráðs ásamt greinargerð, dags. 1. mars 2013, þar sem gert er grein fyrir launakostnaði vegna tilsjónar, liðveislu, heimaþjónustu fatlaðra, stuðningsfulltrúa og félagslegrar heimaþjónustu.

Lagt fram. Samantekt á launasetningu umræddra starfa leiðir í ljós að launatöflur þriggja mismunandi stéttarfélaga eru samhljóða hvað þessi störf ræðir. Í öllum tilfellum er miðað við grunnröðun án álags vegna menntunar, starfs- eða aldurs.

Bæjarráð áréttar að þar sem farið er fram á sértæka þjónustu semji framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs um launakjör hverju sinni og geri grein fyrir málinu í fjölskylduráði.

9.Byggðasafnið - framlenging á ráðningarsamningi.

1301385

Bréf forstöðumanns Byggðasafnsins í Görðum, dags. 25. janúar 2013, varðandi ráðningarmál.

Bæjarráð samþykkir að framlengja ráðningu Guðmundar Sigurðssonar iðnaðarmanns við Byggðasafnið í Görðum til ársloka 2013 að því tilskildu að gert sé ráð fyrir launakostnaði í fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2013.

10.Keltastofan - skipulagsskrá

1301421

Tillaga stjórnar Akranesstofu um stofnun Keltastofunnar ásamt fyrirliggjandi skipulagsskrá og greinargerð sem stjórnin hefur samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

11.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara

1302181

Tillaga fjölskylduráðs um stofnun fimm manna starfshóps sem vinni að undirbúningi þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Meðf. eru drög að erindisbréfi sem fjölskylduráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir með vísan til samþykktar fjölskylduráðs frá 27. febrúar 2013 að stofnaður verði fimm manna starfshópur sem vinni að undirbúningi þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara.

Starfshópurinn verði skipaður eftirfarandi fulltrúum:

  • Þröstur Þór Ólafsson frá fjölskylduráði
  • Gunnar Sigurðsson frá framkvæmdaráði
  • Hrönn Ríkharðsdóttir frá bæjarráði
  • tveir fulltrúar verði tilnefndir af FEBAN

Fulltrúi bæjarráðs verði formaður starfshópsins. Með starfshópnum starfi félagsmálastjóri og verkefnisstjóri heimaþjónustu.

12.Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

Tillaga bæjarstjóra um viðbótarfjárframlag vegna viðburða og hátíðarhalda árið 2013.

Bæjarráð samþykkir 3,2 mkr. viðbótarfjárveitingu vegna viðburða og hátíðarhalda árið 2013.

Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveitingin verði tekin af liðnum 21-95-4995-1

13.Viðburðir 2013 - Samstarf við fyrirtæki og einstaklinga

1303083

Tillaga bæjarstjóra að auglýsingu þar sem óskað verði eftir samstarfsaðilum vegna viðburða á Akranesi sumarið 2013.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum og/eða fyrirtækjum til að annast utanumhald og framkvæmd á dagskrá 17. júní hátíðarhalda og Írskra daga sumarið 2013.

14.Starf upplýsingafulltrúa á upplýsingamiðstöð

1303084

Tillaga bæjarstjóra um auglýsingu fyrir starf upplýsingafulltrúa á upplýsingamiðstöð.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir upplýsingafulltrúa á Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akranesi, fyrir sumarið 2013.

15.Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.

1211093

Erindi Markaðsstofu Vesturlands, dags. 9.nóvember 2012, þar sem óskað er eftir samstarfi við Akraneskaupstað um markaðs- og kynningarverkefni, en heildarhlutur kaupstaðarins í verkefnunum yrði 480 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Markaðsstofu Vesturlands um afmörkuð markaðs- og kynningarverkefni. Heildarhlutur kaupstaðarins í verkefnunum verður um kr. 480.000.- Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveitingin tekin af liðnum ,,óviss útgjöld" 21-95-4995-1

16.OR - skuldabréf vegna eigendaláns

1212014

Skilmálabreytingar á skuldabréfi útgefnu af Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti skilmálabreytingar á skuldabréfi útgefnu af Orkuveitu Reykjavíkur þann 13. apríl 2011 og samsvarandi skilmálabreytingar á lánssamningi milli Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda undirritaður 13. apríl 2011 til samræmis við forsendur og áætlanir vegna samkomulags um aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur.

17.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Akraneskaupstaður og Rauði kross Íslands á Akranesi hafa fengið úthlutað 7-8 mkr. frá Evrópusambandinu til að móta mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að fela starfshópi um jafnréttismál að hafa umsjón með og vinna að mannréttindastefnu fyrir Akraneskaupstað í samvinnu við Rauða kross Íslands á Akranesi.

18.Menningarráð - aðalfundur 2013 og tilnefning

1302202

Tilkynning um aðalfund Menningarráðs Vesturlands 29. apríl nk. og tilnefning á fulltrúa Akraneskaupstaðar í menningarráðið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

Einnig samþykkir bæjarráð að vísa tilnefningu á fulltrúa Akraneskaupstaðar í Menningarráð Vesturlands til bæjarstjórnar.

19.EFS - Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.- skil til ráðuneytis

1207001

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2013, varðandi fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. EFS óskar ekki eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna skyldu þess að útbúa áætlun í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012.

Lagt fram til kynningar.

20.Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur

1302217

Erindið varðar lýsingu á hugsanlegum þjóðlendukröfum sbr. bréf óbyggðanefndar, dags. 26. feb. 2013.

Lagt fram til kynningar.

21.Sveitarfélagið Tukums - ósk um samstarf

1303005

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga í tölvupósti, dags. 28.febrúar 2013, þar sem tilkynnt er um áhuga sveitarfélagsins Tukums á samstarfi við íslensk sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.

22.Námskeið í Brussel um velferðarþjónustu sveitarfélaga

1303067

Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga í tölvupósti, dags. 6. mars 2013, um námskeið í Brussel dagana 17.-19. apríl nk. um félagsmálastefnu ESB undir yfirskriftinni: Framkvæmd velferðarþjónustu sveitarfélaga í Evrópu. Sérstaklega verður fjallað um málefni fólks með fötlun. Meðf. er dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

23.Frumvarp til laga nr. 537 - um kosningar til sveitarstjórna

1302170

Afrit bréfs Sambands íslenskra sveitarfélaga til Alþingis, dags. 4. mars 2013, varðandi umsögn um frv. til laga um sveitarstjórnarkosningar (persónukjör), 537. mál.

Lagt fram til kynningar.

24.Landstólpinn - Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar

1303085

Erindi Byggðastofnunar í tölvupósti, dags. 7. mars 2013, þar sem beðið er um tilnefningar um handhafa Landstólpans 2013.

Lagt fram til kynningar.

25.Starfshópur um atvinnumál - 25

1301032

Fundargerð starfshóps um atvinnumál frá 30. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Starfshópur um atvinnumál - 26

1302025

Fundargerð starfshóps um atvinnumál frá 15. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.SSV - fundargerðir 2013

1303069

Fundargerð stjórnarfundar SSV frá 4. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands frá 18. des. 2012 og 11. jan. og 12. jan. 2013.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

29.Menningarráð - fundargerðir 2013

1302203

Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands nr. 73 og 74 frá 11. og 12. janúar 2013.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

30.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013.

1301584

Fundargerð 804. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars sl. Einnig er vakin athygli á samþykkt stjórnar sambandsins um birtingu á gögnum mála með fundargerðum á vef sambandsins.

Lagt fram til kynningar.

31.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2013

1303060

Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands frá 5. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

32.Beiðni um launalaust leyfi

1303093

Beiðni Hafrúnar Jóhannesdóttur leikskólakennara í leikskólanum Garðaseli um launalaust leyfi í eitt ár frá 1. júní 2013 - 31. maí 2014.
Meðf. er umsögn leikskólastjóra Garðasels.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 12:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00