Fara í efni  

Bæjarráð

3097. fundur 25. nóvember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - kynning

1011109

Viðræður við Helga Helgason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og formann stjórnar, Jón Pálma Pálsson.

2.Beiðni um rekstrarstyrk.

1011088

Bréf Kvennakórsins Yms dags. 15.nóv. 2010 ásamt meðfylgjandi rekstrarreikningi. Kórinn þakkar fyrir veittan stuðning á síðasta ári og óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011. Kórnum er jafnframt bent á að hægt er að sækja um styrk til Menningarráðs Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út þann 20. des. n.k.

3.Styrkbeiðni til bókaútgáfu.

1011089

Bréf Sögufélags Borgarfjarðar dags. 11. nóv. 2010 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000,- til að klára útgáfu af Borgfirskum æviskrám.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Bréfritara er bent á að hægt er að sækja um styrk til Menningarráðs Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út þann 20. des. n.k.

4.Fjárlagabeiðnir vegna fjárlaga 2011

1009115

Tvö bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 29. okt. 2010, þar sem gert er grein fyrir að erindi Akraneskaupstaðar vegna landbrots við Akranes og undirgöng undir þjóðveg 509, verði tekin til meðferðar við endurskoðun samgönguáætlunar.

Lögð fram.

5.Gjaldskrárbreytingar.

909094

Bréf Grundarfjarðarbæjar, dags. 16. nóv. 2010, þar sem gerð er grein fyrir bókun bæjarstjórnar Grundarfjarðar vegna gjaldskrárhækkunar Sorpurðunar Vesturlands á sorpurðun í Fíflholtum.

Lagt fram.

6.Fjárhagsáætlun 2011 - skil til ráðuneytis

1011096

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 17. nóv. 2010, um að ljúka beri fjárhagsáætlunargerð ársins 2011 fyrir 31. des. 2010 og jafnframt skilum til ráðuneytisins á rafrænu formi sem upfylla kröfur sem ráðuneytið setur.

Lagt fram.

7.Mæðrastyrksnefnd - styrktartónleikar

1011094

Beiðni Kvennakórsins Yms, dags. 17. nóv. 2010, um að fá leigu vegna tónleikahalds í Tónbergi niðurfellda eða með verulegum afslætti vegna styrktartónleika fyrir Mæðrastyrksnefnd sem kórinn stendur fyrir.

Bæjarráð samþykkir styrk sem nemur leigu á salnum og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

8.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldustofu dags. 20. nóv. 2010 þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunn- og leikskólum að upphæð kr.5.658.911,- þar af kr. 4.933.643,- vegna ársins 2010.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindinu sem varðar fjárveitingu vegna ársins 2010, kr. 4.933.643, til verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Fjárveiting sem varðar árið 2011 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

9.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldustofu þar sem lagt er til við bæjarráð að frá og með 1. janúar 2011 verði ráðnir tveir starfsmenn til að mæta auknu álagi og takast á við ný verkefni sem fylgja þjónustu við fatlaða. Áætlaður kostnaður verði 15 mkr. með launatengdum gjöldum.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

10.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldustofu dags. 21. nóv. 2010 þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna ófyrirséðs kostnaðartilefnis sem upp hefur komið á árinu 2010 að upphæð kr. 1.050.000,-

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld

1010036

Bréf bæjarstjóra og fjármálastjóra, dags. 23. nóv. 2010, þar sem gerð er tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, en bæjarráð samþykkti 21. okt. s.l. að fela þeim útfærslu á breytingu á gjaldskránni þar sem fjárhæðir verði festar í tiltekna krónutölu.

Bæjarráð samþykkir að vísa breytingu á gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Endurhæfingarhúsið Hver

1006147

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til að auglýsa starf forstöðumanns Endurhæfingarhússins ,,HVER" laust til umsóknar, í afleysingu vegna fæðingarorlofs forstöðumanns.

13.Álagningarhlutfall útsvars 2011

1011106

Tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, mótt. 24. nóv. 2010, þar sem sveitarstjórnir eru minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. des. n.k. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári. Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. des. n.k.

Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.

14.Kosningar til stjórnlagaþings 2010.

1010030

Yfirlit yfir fjölda á kjörskrá og breytingar á kjörskrá eftir framlagningu hennar 17. nóv. s.l. ásamt bréfi framkvæmdastjóra framkvæmdastofu, dags. 25. nóv. 2010, varðandi laun vegna vinnu við framkvæmd kosninganna. Óskað er heimildar bæjarráðs til að viðmiðunarlaunafjárhæðir verði hækkaðar um 15% vegna aukins álags og viðveru. Áætlaður kostnaðarauki er um 150 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra undirritun kjörskrárinnar með áorðnum breytingum og þeim breytingum sem kunna að koma fram að kjördegi, 27. nóvember n.k.

Bæjarráð samþykkir 15% hækkun nefndarlauna vegna vinnu við framkvæmd kosninganna. Áætlaður kostnaðarauki er 150 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056

Bréf fjölskylduráðs, dags. 21. nóv. 2010, varðandi drög að reglum fyrir afrekssjóð Akraneskaupstaðar og ÍA. Fjölskylduráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti og vísað þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að 2 mkr. verði greiddar inn í sjóðinn árið 2010, sbr. fjárhagsáætlun 2009 og 2010. Fjölskylduráð beinir því til bæjarráðs að í áætlun 2011 verði gert ráð fyrir 3 mkr. til viðbótar til að jafna það framlag sem fyrir er í minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og boða formann ÍA og framkvæmdastjóra fjölskyldustofu til viðræðna við bæjarráð.

16.Jólaskreytingar á vegum Akraneskaupstaðar

1011111

Minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 25. nóv. 2010, varðandi jólaskreytingar á vegum Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 400.000 vegna uppsetningar jólatrés við Dvalarheimilið Höfða og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00