Bæjarráð
1.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - kynning
1011109
2.Beiðni um rekstrarstyrk.
1011088
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011. Kórnum er jafnframt bent á að hægt er að sækja um styrk til Menningarráðs Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út þann 20. des. n.k.
3.Styrkbeiðni til bókaútgáfu.
1011089
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bréfritara er bent á að hægt er að sækja um styrk til Menningarráðs Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út þann 20. des. n.k.
4.Fjárlagabeiðnir vegna fjárlaga 2011
1009115
Lögð fram.
5.Gjaldskrárbreytingar.
909094
Lagt fram.
6.Fjárhagsáætlun 2011 - skil til ráðuneytis
1011096
Lagt fram.
7.Mæðrastyrksnefnd - styrktartónleikar
1011094
Bæjarráð samþykkir styrk sem nemur leigu á salnum og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.
8.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag
1003078
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindinu sem varðar fjárveitingu vegna ársins 2010, kr. 4.933.643, til verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Fjárveiting sem varðar árið 2011 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
9.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.
905030
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
10.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun
1004064
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld
1010036
Bæjarráð samþykkir að vísa breytingu á gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12.Endurhæfingarhúsið Hver
1006147
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til að auglýsa starf forstöðumanns Endurhæfingarhússins ,,HVER" laust til umsóknar, í afleysingu vegna fæðingarorlofs forstöðumanns.
13.Álagningarhlutfall útsvars 2011
1011106
Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
14.Kosningar til stjórnlagaþings 2010.
1010030
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra undirritun kjörskrárinnar með áorðnum breytingum og þeim breytingum sem kunna að koma fram að kjördegi, 27. nóvember n.k.
Bæjarráð samþykkir 15% hækkun nefndarlauna vegna vinnu við framkvæmd kosninganna. Áætlaður kostnaðarauki er 150 þús.kr.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
15.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA
912056
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og boða formann ÍA og framkvæmdastjóra fjölskyldustofu til viðræðna við bæjarráð.
16.Jólaskreytingar á vegum Akraneskaupstaðar
1011111
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 400.000 vegna uppsetningar jólatrés við Dvalarheimilið Höfða og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundi slitið.