Fara í efni  

Bæjarráð

3044. fundur 30. júlí 2009 kl. 16:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Námsgagnasjóður-tilkynning um úthlutun.

907061

Bréf menntamálaráðuneytis, dags. 23. júlí 2009.

Lagt fram.

2.Ráðstefna ,,Kyn og völd á Norðurlöndum" 18. og 19. nóv. 2009.

907072

Lagt fram.

3.Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum 21. og 22. sept. 2009.

907071


Lagt fram.

4.Heiðarbraut 31, efri hæð - afsal

907070

Afsal efri hæðar í tvíbýlishúsi (201) að Heiðarbraut 31, Akranesi.



Bæjarráð samþykkir afsalið fyrir sitt leyti.

5.Norrænt vinabæjarsamstarf.

907080

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna vinabæjum Akraness á Norðurlöndunum að Akraneskaupstaður muni ekki vegna efnahagsaðstæðna leggja fjármagn til norræns samstarfs á árunum 2009 og 2010.


6.Viðmiðunarreglur um styrki til bæjarfulltrúa vegna námskeiða/ráðstefna.

907069

Starfshópur um hagræðingu og sparnað leggur eftirfarandi til við bæjarráð:



Starfshópur um hagræðingu og sparnað leggur til við bæjarráð að viðmiðunarreglur um styrki til bæjarfulltrúa vegna námskeiða/ráðstefna gildi ekki fyrir árin 2009 og 2010.


Á fundi bæjarráðs Akraness 24. janúar 2002 var samþykkt að kjörnir bæjarfulltrúar eigi rétt á því að sækja námskeið og ráðstefnur innanlands eða erlendis um málefni sveitarfélaga og að bæjarsjóður legði til allt að kr. 35.000 á ári á hvern bæjarfulltrúa eða samtals kr. 140.000 á kjörtímabili. áskilið var að ráðstefnan eða námskeiðið sé skipulagt á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga eða sambærilegs aðila.

7.OR - Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

906056

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. júní 2009.
Lögð fram.

8.Fundargerðir ritnefndar um sögu Akraness.

907067

Fundargerð 73. fundar ritnefndar um sögu Akraness frá 16. júní 2009.
Lögð fram.

9.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fundargerð 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. júlí 2009.
Bæjarráð samþykkir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

10.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2009.

906098

Fundargerð 15. fundar framkvæmdaráðs frá 21. júlí 2009.
Lögð fram.

11.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2009.

906100

Fundargerð 46. fundar stjórnar Dvalarheimilisins Höfða frá 6. júlí 2009.
Lögð fram.

12.Café Mörk, lenging opnunartíma um verslunarmannahelgi.

907079

Beiðni Jósa ehf., um lengingu opnunartíma um verslunarmannahelgi.



Bæjarráð samþykkir erindið að undanskildum opnunartíma aðfaranótt sunnudags 2. ágúst sem verði til kl. 03:00 skv. lögum um helgidagafrið nr. 32 frá 1997 með síðari breytingum.

13.Spútnik bátar, Kirkjubraut 11. Beiðni um lengingu opnunartíma um verslunarmannahelgi.

907062

Bréf Ingólfs Árnasonar, dags. 28. júlí 2009, þar sem óskað er heimildar til að lengja opnunartíma Spútnik báta, Kirkjubraut 11, um verslunarmannahelgina. Um er að ræða heimild til að hafa opið til kl. 04:00 aðfaranótt laugardags 1. ágúst, sunnudags 2. ágúst og mánudags 3. ágúst.



Bæjarráð samþykkir erindið að undanskildum opnunartíma aðfaranótt sunnudags 2. ágúst sem verði til kl. 03:00 skv. lögum um helgidagafrið nr. 32 frá 1997 með síðari breytingum.

14.Ábyrgðargjald 2009, 3.hluti - Orkuveita Reykjavíkur

907065

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. júlí 2009.


Lagt fram.

15.Lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing

907051

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. júlí 2009, varðandi lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing 19. ágúst n.k.

Lagt fram.

16.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

907059

Tvö bréf samgönguráðuneytis - Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - dags. 21. júlí 2009.

Lögð fram.

17.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

907047

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga að breyting á deiliskipulagi að Heiðarbraut 40 vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.




Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

18.Námsgagnasjóður 2009-niðurskurður

907055

Tilkynning um ákvörðun menntamálaráðuneytis varðandi skert framlög til námsgagnasjóðs fyrir árið 2009.

Lagt fram.

19.Refa og minkaveiðar - framkvæmd.

907043

Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands, dags. 10. júlí 2009, þar sem send er ályktun aðalfundar samtakanna frá 16. apríl 2009 þar sem átalinn er harðlega niðurskurður Borgarbyggðar á fjárveitingum til refa- og minkaveiða. Jafnframt var því beint til stjórnar BV að hún beiti sér fyrir því að sveitarfélög og ríki sinni skyldum sínum í þessum efnum.
Lagt fram.

20.Öryggi starfsmanna á vinnustað.

907038

Bréf Vinnueftirlitsins, dags. 6. júlí 2009, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á skyldu þeirra að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sbr. lög nr. 46/1980, 65.gr.

Lagt fram.

21.Ársskýrsla Landskerfis bókasafna hf.

907030

Lagt fram.

22.AFS-þakkir/styrkbeiðni

907056

Bréf AFS á Íslandi, dags. 20. júlí 2009.
Lagt fram.

23.Félags- og frístundastarf-áskorun

907052

Félag fagfólks í frítímaþjónustu skorar á sveitarstjórnir að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga.
Lagt fram.

24.Umsókn um styrk-úrslitaskjáir

907054

Bréf Sundfélags Akraness, dags. 21. júlí 2009.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

25.Styrkbeiðni UKÍA fh. 3. flokks kk og kvk.

907005

Bréf Unglingaknattspyrnufélags ÍA, dags. 1. júlí 2009, þar sem sótt er um styrk til æfinga- og keppnisferðar til Danmerkur.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

26.Höfðagrund-Umferðaröryggi

907063

Tölvupóstur Egils Jóns Kristjánssonar, dags. 27. júlí 2009, f.h. Rósu Sigurðardóttur.

Bæjarráð þakkar ábendingu bréfritara og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

27.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Bréf Landslaga lögfræðistofu, dags. 16. júlí 2009, til Kára Haraldssonar og Sigurlaugar Njarðardóttur ásamt svarbréfi Kára Haraldssonar, dags. 23. júlí 2009.


Lögð fram.

28.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 2. júlí 2009 - Umsögn um væntanlegt eignarnám Akraneskaupstaðar á hluta af eignarlóðum við Krókatún 22-24 og Vesturgötu 93, 97, 101 og 103 Akranesi.




Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að svara erindinu.

29.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags

906175

Bréf Verkalýðsfélags Akraness, dags. 9. júlí 2009, þar sem óskað er viðræðna við bæjaryfirvöld vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnufyrirkomulagi þeirra starfsmanna Akraneskaupstaðar sem tilheyra VLFA.




Lagt fram. Starfshópi um hagræðingu og sparnað falið að ræða við fulltrúa Verkalýðsfélagsins.

30.Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla 2008 - Höfði.

907039

Bréf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða, dags. 7. júlí 2009.

Lagt fram.

31.Skólabraut 9, lækkun fasteignagjalda.

907053

Bréf fjármálastjóra, dags. 4. júlí 2009, þar sem gerð er tillaga um styrk til sóknanefndar Akraneskirkju til greiðslu fasteignaskatts vegna Skólabraut 9.



Bæjarráð samþykkir erindið.

32.Kirkjubraut 40, kostnaður við endurbætur húsnæðis Félags eldri borgara

907066


Bæjarráð samþykkir greiðslu kostnaðar að fjárhæð um 260 þús.kr.


Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00