Fara í efni  

Bæjarráð

3071. fundur 06. maí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarlæknir

1005002

Tillaga að verksamningi við Vinnuvernd.




Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi og undirrita hann fyrir hönd Akraneskaupstaðar og vísar honum ásamt fjármögnun til afgreiðslu bæjarstjórnar og næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

2.Fundargerðir OR - 2010

1002247

124. fundargerð OR, frá 26. mars 2010.


Lagðar fram.

3.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.

1001149

11. og 12. fundargerðir nefndar um átak í atvinnumálum frá 20. og 29. apríl 2010.


Lagðar fram.

4.Merking gatna 2010.

1003186

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 21. apríl 2010 þar sem óskað er eftir 2 millj. kr. til yfirborðsmerkinga gatna.


Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar og næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

5.Samgönguáætlun - tillaga til þingsályktunar 2009-2012.

1005005

Umsagnar óskað vegna tillögu til þingsálytunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009 - 2012.





Bæjarráð vekur athygli á að í samgönguáætlun er gert ráð fyrir 18,2 milljóna króna fjárveitingu til landbrotsvarna við Akranes á árinu 2010, lýst er yfir ánægju með þá breytingu mála. En vakin er athygli á því að brýn þörf er á að vinna bug á landbroti við Langasand, Blautós, Breið og Miðvog. Nauðsyn er að gera ráð fyrir fjárveitingu til þessara verkefna á árunum 2012-2014. Bæjarstjóra er falið að koma samþykkt bæjarráðs á framfæri við Samgönguráðuneytið, samgöngunefnd Alþingis, Siglingastofnun.

6.Álfasala 2010

1005011

Bréf SÁÁ dags. 29. apríl 2010 þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður kaupi 100 álfa til styrktar unglingastarfi á Vogi og forvörnum.



Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem bæjarráð styður SÁÁ með öðrum hætti.

7.Landsfundur félags bókasafnsog upplýsingafræða - styrkur

1004101

Styrkbeiðni vegna landsfundar Upplýsingar dagana 17.-18. september 2010.



Bæjarráð óskar umsagnar Akranesstofu.

8.Golfskálinn - rekstrarleyfi

1004122

Bréf Sýslumannsins á Akranesi dags. 29. apríl 2010 þar sem óskað er umsagnar á umsókn Birgis Guðmundssonar f.h. Golffélagsins slf. um rekstrarleyfi fyrir Golfskálann í Görðum.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið.

9.Norðurálsmótið í knattspyrnu

1004090

Bréf Knattspyrnufélags ÍA, dags. 27.04.2010, þar sem óskað er eftir samvinnu við Akraneskaupstað vegna umgjörðar Norðurálsmótsins í knattspyrnu.





Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við KFÍA.

10.Framlög vegna nýbúafræðslu

1004085

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitafélaga dags. 21.04.2010. Tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2010.


Lagt fram

11.Fyrirspurn til bæjarstjórnar

1004086

Bréf lögmannsstofu Árna Ármanns Árnasonar ehf, dags. 20.04.2010, þar sem óskað er svara við meintum samkeppnisrekstri Akraneskaupsstaðar.




Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfritara reikninga Akraneskaupstaðar s.l. 2 ár og samþykktir um Akranesstofu.

12.Gamla Kaupfélagið ehf. - vínveitingaleyfi

1004076

Bréf lögmannsstofu Árna Ármanns Árnasonar ehf. dags. 15.04.2010, þar sem óskað er eftir að gefið verði út nýtt vínveitingaleyfi til Gamla Kaupfélagsins ehf. með breyttum opnunartíma um helgar.


Bæjarráð hefur fjallað um erindið og sér ekki ástæðu til breytinga.

13.Garðasel - kaup á ískáp

1005014

Tölvupóstur leikskólastjóra og bæjarstjóra 23.og 26. apríl og 3. maí 2010 ásamt meðfylgjandi tilboði frá Fastus.




Bæjarráð heimilar endurnýjun isskáps allt að kr. 350 þús. af lið til búnaðarkaupa.

14.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - ársreikningur 2009

1004117

Ársreikningar 2009.



Hrönn vekur athygli á þeim drætti sem verið hefur á endurskoðun ársreiknings en skv. 72. gr. sveitarstjórnarlaga skal ársreikningur sveitarfélags fullgerður endurskoðaður og tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir lok aprílmánaðar. Bæjarstjóri vill taka fram að reikningum verður skilað fyrir 1. júní eins og lög gera ráð fyrir.

15.Afskriftir - tillaga

1003002

Tillaga fjármálastjóra dags. 4. maí 2010.

Bæjarráð staðfestir tillögu fjármálastjóra.

16.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur v. vélaskemmu

1001061

Samningur Akraneskaupstaðar dags. 1. maí 2010 við Golfklúbbinn Leyni um byggingu vélageymslu.







Samningurinn lagður fram. Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum ásamt fjármögnun 16.377.248,- kr. án vsk. til afgreiðslu bæjarstjórnar og næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. Framkvæmdaráði er falið að annast framkvæmd samningsins.



Hrönn óskar eftir að bóka eftirfarandi:


Óskað er eftir upplýsingum um:


· nákvæma stærð vélaskemmunnar þar sem ósamræmi er í gögnum


· fjármögnun verksins


· fyrirhugaðan framkvæmdatíma.


· kostnaðarmat / kostnaðaráætlun þ.m.t. hvort verkið hefur verið kostnaðarmetið af starfsmönnum bæjarins?


· hver útbjó samninginn?


Lagt er til að málinu verði vísað til Framkvæmdastofu til umfjöllunar.


Samningurinn gengur þvert á samhljóða samþykkt bæjarstjórnar frá 27. apríl siðastliðnum um starfshóp um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Bæjarstjórn Akraness samþykkti þá að skipa starfshóp sem fengi það verkefni að meta þarfir Akraneskaupstaðar og íþróttahreyfingarinnar á Akranesi um uppbyggingu íþróttamannvirkja næstu árin og setja fram tillögur um hana og samstarf þessara aðila.


Skipað verði í starfshópinn að loknum komandi bæjarstjórnarkosningum. Skal einn koma frá hverju framboði sem á fulltrúa í bæjarstjórn og jafnmargir frá Íþróttabandalagi Akraness. Bæjarráð skal útbúa erindisbréf fyrir starfshópinn sem lagt skal fyrir bæjarstjórn.


Starfshópurinn skal leggja mat á núverandi íþróttaaðstöðu í eigu Akraneskaupstaðar og aðstöðu félaga innan Íþróttabandalags Akraness, greina þarfir þeirra fyrir aðstöðu á næstu fimm árum. Starfshópurinn skal á grundvelli þeirrar niðurstöðu leggja fyrir bæjarstjórn tillögur að forgangsröðun verkefna og gróft kostnaðarmat á þeim.


Hrönn greiðir atkvæði á móti meirihluta bæjarráðs á grundvelli þeirrar bókunar sem hún lagði fram..




17.Hestamannafélagið - Æðaroddi, lagfæring á gæðingavelli

911094

Samningur Akraneskaupstaðar dags. 1. maí 2010 við Hestamannafélagið Dreyra um lagfæringu á gæðingavelli.




Samningur lagður fram. Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum ásamt fjármögnun til afgreiðslu bæjarstjórnar og næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

18.Langisandur ehf.- hótelbygging

1003189

Samningur Akraneskaupstaðar dags. 4. maí 2010 við Langasand ehf. um fasteign í byggingu.






Samningur lagður fram og ræddur.


Hrönn leggur fram eftirfarandi bókun vegna kaupa á húsnæði í hótelbyggingu við Garðalund á Akranesi



Óskað er eftir upplýsingum um


· stærð eignahluta bæjarins þar sem misræmi er á milli upplýsinga


· eiginfjárstöðu fyrirtækisins Langasands


· rekstraráætlun vegna hótelsins


· kostnaðaráætlun vegna byggingar hótelsins


· yfirlýsingu banka eða tryggingu fyrir fjármögnun


· fjármögnun verksins


· skilyrði Byggðastofnunar um aðkomu bæjarins að verkinu ? bréf þar að lútandi verði skilað til bæjarstjóra


· teikningar og fylgiskjöl sem vísað er til í kaupsamningi


Í framhaldi samþykkir bæjarráð að leggja málið fyrir bæjarstjórn og bæjarstjóra falið að afla umbbeðinna upplýsinga og senda til bæjarfulltrúa.


19.Tölvubúnaður - innkaup 2010

1001069



Bæjarráð samþykkir að tölvukaup fyrir tölvuver Brekkubæjarskóla fari fram þannig að tölvur verði endurnýjaðar fyrir haustönn.

20.Bókhaldsfærslur - Leigusamningar fasteigna og mannvirkja

1005008

Álit 1/2010 reikningsskila- og upplýsinganefndar frá mars 2010.



Lagt fram.

21.Bókhaldsfærslur - Lóðir og lendur

1005009

Álit 2/2010 reikningsskila- og upplýsinganefndar frá apríl 2010.



Lagt fram.

22.Götuljós.

1004013

Bréf Framkvæmdaráðs dags. 5. maí 2010 ásamt þjónustusamningi við OR.



Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að taka málið upp á grundvelli eignarhluta Akraneskaupstaðar í OR.

23.Byggðasafnið - geymslur

1004036

Bréf Framkvæmdaráðs dags. 5. maí 2010.



Frestað til næsta fundar.

24.Hreinsun opinna svæða.

1004093

Bréf Framkvæmdaráðs dags. 5. maí 2010




Bæjarráð samþykkir kr. 1,1 milljóna fjárveitingu vegna sléttunar moldar og sáningar á svæðið milli Lundahverfis og Garðalundar.


Fjármögnun er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar og afgreiðslu næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

25.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Bréf Framkvæmdaráðs dags. 5. maí 2010 ásamt greinargerð og yfirliti.



Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að kanna möguleika á skammtímaleigu á hentugum bifreiðum vegna sumarvinnu.

26.Sorphirða

903109

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 4. maí 2010 um opnun tilboð í útboðsverkið "Sorphirða á Akranesi"


Lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00