Fara í efni  

Bæjarráð

3051. fundur 22. október 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Snorraverkefnið - sumarið 2010.

910068

Bréf stjórnar Snorrasjóðs, dags. 16. okt. 2009, þar sem óskað er stuðnings við Snorraverkefnið sumarið 2009.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

2.Bókasafn - hillur.

910095




Bæjarráð samþykkir að hillur sem ganga af í eldra húsnæði bókasafns við Heiðarbraut verði skipt milli grunnskólanna. Framkvæmdastofu falin framkvæmd málsins.


Hrönn Ríkharðsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins með vísan til hæfis reglna sveitarstjórnarmanna.


3.Sóttvarnarlæknir - tilmæli vegna vottorða.

910069


Þeim tilmælum hefur verið beint til atvinnurekenda og skólastjórnenda að hætt yrði um sinn að krefja starfsfólk á vinnumarkaði og skólanemendur um vottorð vegna veikinda á meðan inflúensufaraldur gengur yfir og létta í leiðinni álagi af heilbrigðiskerfinu.


Bæjarráð samþykkir að farið verði að tilmælum sóttvarnarlæknis í stofnunum Akraneskaupstaðar.

4.Stillholt 16-18 - framkvæmdir vegna stjórnsýslu

901157

Vegna breytinga á 3. hæð, Stillholti 16-18, er óskað aukafjárveitingar á fjárhagsáætlun ársins 2009 vegna málningar, dúklagninga, breytinga á raflögnum og búnaðarkaupa að fjárhæð 1,5 mkr. Einnig vegna ófyrirséðra búnaðarkaupa í Þjónustuver á 1. hæð að fjárhæð 400 þús.kr., samtals að fjárhæð 1,9 mkr.

Bæjarráð staðfestir erindið og vísar afgreiðslu þess til afgreiðslu bæjarstjórnar og kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.


5.Álmskógar 2-4, lagfæringar á lóð - aukafjárveiting.

910086

Óskað er aukafjárveitingar á fjárhagsáætlun ársins 2009 að fjárhæð 200 þús.kr. vegna lagfæringa á lóð.



Bæjarráð staðfestir erindið og vísar afgreiðslu þess til afgreiðslu bæjarstjórnar og kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

6.Innsti-Vogur, kartöflugarðar - aukafjárveiting.

910087

Óskað er aukafjárveitingar á fjárhagsáætlun ársins 2009 að fjárhæð 250 þús.kr. vegna lagfæringa á svæði fyrir kartöflugarða.
Bréf áhugafólks um kartöfluræktun dags. 20.10.2009.

Bæjarráð staðfestir erindið og vísar afgreiðslu þess til afgreiðslu bæjarstjórnar og kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

7.Strætómál - fundargerðir starfshóps 2009.

903183

Fyrir fundinum liggja fundargerðir starfshóps um samgöngur milli Akraness og Reykjavíkur frá 30. sept. og 8. okt. 2009.

Lagðar fram.

8.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - fundargerðir 2009.

910070

Fyrir fundinum liggur 392. stjórnarfundar Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar frá 5. okt. 2009.
Lögð fram.

9.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 66. og 67. funda stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 12. okt. og 20. okt. 2009.


Lagðar fram.

10.Skrúðgarðurinn ehf. beiðni um rekstrarleyfi.

910041

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 8. okt. 2009, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigríðar Hrundar Snorradóttur, f.h. Skrúðgarðsins ehf., um rekstrarleyfi fyrir kaffihús að Kirkjubraut 8, Akranesi. Meðf. er teikning af húsnæðinu.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11.Ketilsflöt - takmörkun umferðarhraða.

906167

Bréf foreldrafélags leikskólans Akrasels, dags. 14. okt. 2009, varðandi umferðaröryggi við Ketilsflöt. Einnig bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 21. okt. 2009, varðandi kostnað við uppsetningu hraðahindrana.

Bæjarráð þakkar bréfriturum erindið. Vísað er til afgreiðslu bæjarráðs frá fundi þess 8. október s.l., þar sem lagt er til að notaðar verði lausar hraðahindranir sem til eru í eigu Akraneskaupstaðar. Framkvæmdastofu er falin framkvæmd málsins.

12.Fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar - skipan á BSRB þing.

910045

Bréf Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, dags. 9. okt. 2009, varðandi skipan fulltrúa starfsmannafélagsins á BSRB þing 21., 22. og 23. október 2009.

Lagt fram.

13.Strætisvagn innanbæjar.

908106

Viðræður við Þorvald Vestmann, framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.





Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu framkvæmd útboðs á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

14.Ágóðahlutagreiðsla 2009.

910040

Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 12. okt. 2009, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2009.

Lagt fram.

15.Útboð tölvumála Akraneskaupstaðar

810021

Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 15. október 2009 í máli nr. 31/2009: Omnis ehf. gegn Akraneskaupstað.


Lagt fram. Ákvörðunarorð kærunefndar útboðsmála: Hafnað er kröfu kæranda, Omnis ehf., um stöðvun samningsgerðar kærða, Akraneskaupstaðar, við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf.

16.Jöfnunarsjóður - aukaframlag 2009.

910085

Fréttatilkynning frá samgöngur- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009 ásamt reglum um ráðstöfun 1.000 mkr.aukaframlags og yfirlit um sveitarfélög.

Lagt fram.

17.Framlög 2010 - Jöfnunarsjóður.

909073

Bréf samgönguráðuneytis, dags. 6. okt. 2009, varðandi áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2010 miðað við grunnfjárhæðir bóta.

Lagt fram.

18.Framlög 2010 - Jöfnunarsjóður.

909073

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 6. okt. 2009, varðandi áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2010.
Lagt fram.

19.Strætómál.

812038

Samningur Strætó bs. og Akraneskaupstaðar varðandi almenningssamgöngur, dags. 21. okt. 2009.

Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Skólaþing sveitarfélaga 2009.

910007

Bréf fjölskylduráðs, dags. 19. okt. 2009, þar sem óskað er heimildar til að senda tvo fulltrúa á skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. nóv. n.k.
Bæjarráð samþykkir erindið.

21.Innritun leikskólabarna haust 2009

910067

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 20. okt. 2009, varðandi 75% aukningu stöðugildis í leikskólanum Akraseli.

Bæjarráð samþykkir að ráða starfsmann í 75% starf. Varðandi fjölgun umfram það þarf að taka hverja og eina umsókn fyrir eftir því sem þörf gerist.

22.Fjárhagur stofnana fjölskylduráðs 2009

910009

Bréf fjölskylduráðs, dags. 19.10.2009, varðandi fjárhag stofnana sem heyra undir ráðið. Miðað er við fyrstu átta mánuði ársins 2009.

Lagt fram.

23.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Samkomulag við landeigendur um uppkaup á landi.
Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu, mætir til viðræðna.






Bæjarráð samþykkir að uppkaup á landi verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs 2010 og gert ráð fyrir kaupum landsins þegar hún liggur fyrir samþykkt.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00