Bæjarráð
1.Afskriftir krafa Akraneskaupstaðar árið 2008.
905072
2.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.
901068
Lögð fram.
3.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020.
904116
Lögð fram.
4.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.
901046
Lögð fram.
5.Álfasala SÁÁ 2009.
905063
Lagt fram.
6.Íþróttaþing ÍSÍ - ályktanir.
905069
Bæjarráð Akraness þakkar framkomnar ábendingar.
Framlag til æskulýðsstarfs hefur verið fjórfaldað á Akranesi í formi frístundaávísana til ungmenna úr kr.5000 í kr. 20.000 til ástundunar íþrótta- og félagsstarfs frá árinu 2008 til ársins 2009, í ljósi þess efnhagsástands sem nú ríkir til eflingar fjölþættrar starfsemi umgmenna. Fjölskylduráð úthlutaði 18. maí sl., samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness í fjárhagsáætlun 2009, að auki við umrætt framlag sérstaklega 14 milljónum til eflingar starfs á vegum íþróttafélaga og frjálsra félagasamtaka sem sinna æskulýðsverkefnum.
7.Framlög 2009 - Jöfnunarsjóður.
903043
Lagt fram.
8.Strætómál.
812038
Lagt fram.
9.Suðurgata 32 - farfuglaheimili - nýtt rekstrarleyfi.
905053
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið.
10.Vesturgata 97 - lóðarstærð
807036
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að svara bréfritara.
11.Skagaver - uppgjör framkvæmda.
903119
Bæjarráð felur Landslögum að svara umræddum kröfum.
12.Byggðasafnið í Görðum - útvistun
812054
Lagt fram.
13.Samkeppni um nafn á hringtorgum.
905071
Bæjarráð Akraness samþykkir að efna til samkeppni um nafn á hringtorgum á Akranesi. Um er að ræða eftirfarandi hringtorg:
- Við innkeyrsluna í bæinn á Akranesvegi og Þjóðbraut
- Á gatnamótum Þjóðbrautar og Innnesvegar
- Á gatnamótum Innnesvegar og Garðagrundar
- Á gatnamótum Esjubrautar og Kalmansbrautar
- Á gatnamótum við Skagabraut, Faxabraut, Þjóðbraut, Stillholt og Garðabraut
Fyrstu verðlaun skulu vera kr. 50.000, önnur verðlaun kr. 25.000 og þriðju verðlaun kr. 10.000. Á skilinn er réttur til að nota einstakar tillögur að hluta eða í heild. Skipulags- og umhverfisnefnd er falið að annast framkvæmd keppninnar og skal niðurstaða liggja fyrir í lok júnímánaðar.
14.Ársreikningur 2008 - Aðalsjóður.
905073
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
15.Viskubrunnur - undirbúningur
901156
Afgreiðslu frestað.
16.Sumarvinna fyrir 18-20 ára - átaksverkefni 2009.
905082
Lagt fram.
17.Bíóhöllin - rekstur.
905081
18.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.
811111
Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að yfirfara texta í drögum að nýjum innkaupareglum áður en bæjarráð tekur ákvörðun um viðmiðunarfjárhæðir.
19.Ályktun - fjármálastaða sveitarfélaga.
905080
Bæjarráð Akraness beinir þeim tilmælum til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að sambandið beiti sér fyrir lækkun vaxta lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Jafnframt verði lánstími lána sjóðsins lengdur til að létta greiðslubyrði sveitarfélaga.
Bæjarráð Akraness krefst þess að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir verulegri lækkun stýrivaxta og að vaxtamunur í samanburði við helstu viðskiptalönd Íslands lækki verulega. Þá verði ríkisbönkum og fjármálastofnunum gert skylt að leysa úr bráðavanda sveitarfélaganna m.a. með lengingu lána.
Fjöldi heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga eiga nú í miklum erfiðleikum vegna ofurhárra vaxta, verðtryggingar og gengishækkunar lána. Víða í samfélaginu blasa við fjöldauppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja verði ekkert að gert.
Bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.
20.Fjármálastjórn Akraneskaupstaðar.
905083
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdastjórum stofa verði falið að leggja fyrir viðkomandi ráð rekstraruppgjör stofa og þeirra deilda sem undir þeim starfa. Rekstraruppgjörin skulu birt fyrir hverja deild í samanburði við áætlun tímabilsins og frávik á rekstri einstakra deilda umfram 2% skýrð í skriflegri greinargerð til viðkomandi ráðs. Rekstraruppgjör og greinargerðir skulu lögð fyrir viðkomandi ráð innan 30 daga frá lokum uppgjörsmánaðar og jafnframt send bæjarráði. Næsta uppgjörstímabil skal ná yfir mánuðina janúar til og með mars 2009 og síðan mánaðarlega frá þeim tíma.
Bæjarráð samþykkir að frá og með 1. júní n.k. verði samþykkt útgjalda hjá Akraneskaupstað breytt á þann veg að auk samþykktar forstöðumanns viðkomandi stofu, deildar eða stofnunar þarf jafnframt samþykki fjármálastjóra Akraneskaupstaðar til að reikningur verði samþykktur af hálfu kaupstaðarins.
Bæjarráð ítrekar að framkvæmdastjórum stofa og öðrum ábyrgðaraðilum deilda og stofnana Akraneskaupstaðar er með öllu óheimilt að fara fram úr samþykktri fjárhagsáætlun og ber í öllu að starfa samkvæmt settum reglum um starfsskyldur stjórnenda Akraneskaupstaðar og ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga.
21.Ársreikningur 2008 - Lífeyrissjóður.
905078
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
22.Ársreikningur 2008 - samantekinn.
905077
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
23.Ársreikningur 2008 - Byggðasafnið í Görðum.
905076
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
24.Ársreikningur 2008 - Gáma.
905075
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
25.Ársreikningur 2008 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf. og slf.
905065
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
26.Ársreikningur 2008 - Eignasjóður.
905074
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir afskriftirnar skv. tillögu fjármálastjóra.
Fjármálastjóra er falið að gera drög að nýjum innheimtureglum og leggja fyrir bæjarráð.