Fara í efni  

Bæjarráð

3055. fundur 03. desember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

911055

Bæjarstjóra falið að skoða málefnið og afla upplýsinga í samráði við forstöðumenn stofnanna, formenn ráða og framkvæmdastjóra stofa.

2.Fjárhagsáætlun 2009

901179

Rekstarreikningur Akraneskaupstaðar 31.10.2009.


Lögð fram með skýringum.

3.Rekstraruppgjör - Framkvæmdastofu

906141

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 02.12.2009, varðandi rekstrarstöðu 1/1 - 31/10 2009. Málið sent til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

Lagt fram.

4.Fjárhagur stofnana fjölskylduráðs 2009

910009

Bréf fjölskylduráðs, dags. 23.11.2009, varðandi fjárhagsstöðu þeirra deilda sem heyra undir Fjölskyldustofu fyrstu 9 mánuði ársins.

Lagt fram.

5.Starfsmenn Akraneskaupstaðar-niðurskurður launakjara

909091

Bréf framkvæmdastjóra- , Framkvæmdastofu, Fjölskyldustofu og Skipulags- og umhverfisstofu og félagsmálastjóra, dags. 25.11.2009, varðandi niðurskurð launakjara og uppsagnartíma skv. ráðningarsamningum.


Visað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 18.11.2009, varðandi leiðréttingu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun gatnaframkvæmda, mana, götulýsingar og gangstíga sem að mati Framkvæmdastofu voru lækkaðar of mikið. Framkvæmdaráð telur að umbeðnar upplýsingar liggi fyrir þannig að bæjarráð geti tekið málið fyrir til efnislegrar umfjöllunar.









Bæjarráð hefur beðið um greinargerð um uppgjör Flóahverfis, hún hefur ekki borist enn.


Hver var heildarsamningur við Skófluna hf. eftir að felldur var út malbikshluti verksamningsins?

7.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019





Afgreiðslu frestað.

8.Ritun sögu Akraness.

906053

Viðauki við samning um ritun sögu Akraness.

Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

9.OR, starfsleyfi fyrir hreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur.

912002

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 24.11.2009, þar sem óskað er eftir skriflegum athugasemdum varðandi tillögu að starfsleyfi fyrir hreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur sem staðsett verður á Akranesi.
el=stylesheet type=text/css href="../css/web.css">

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við starfsleyfi heilbrigðisnefndar Vesturlands.

10.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Bréf Knattspyrnufélags ÍA, dags. 30.11.2009, þar sem lagt er til að gerður verði samstarfssamningur um rekstur íþróttavallar á Jaðarsbökkum.



Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Fjölskylduráðs, Framkvæmdaráðs og Iþróttabandalags Akraness.

11.Slökkvilið - samstarf um brunavarnamál.

912009

Bréf byggðaráðs Borgarbyggðar dags.27.11.2009, þar sem óskað er eftir viðræðum varðandi samstarf um brunavarnarmál.

Bæjarráð óskar umsagnar Framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu og slökkviliðsstjóra.

12.Styrkbeiðni - Sundfélag Akraness.

911079

Bréf Sundfélags Akraness, dags. 16.11.2009, þar sem óskað er eftir styrk í formi auglýsinga hjá Útvarpi Akranes FM 95,0 sem starfsrækt verður helgina 4.-6. des nk.



Bæjarráð leggur til að styrkur verði kr.120. 000. um er að ræða 25% lækkun samanber lækkun styrkja almennt og visar afgreiðslu til bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

13.Styrkbeiðni Kórs Akraneskirkju 2009-2010.

911064

Bréf Kórs Akraneskirkju, dags. 17.11.2009, þar sem óskað er eftir starfsstyrk fyrir komandi starfsár og þakkað er fyrir stuðning og velvilja undanfarin ár.

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2010.

14.Styrkbeiðni - Kvennakórinn Ymur.

912013

Bréf kvennakórsins Yms, dags. 23.11.2009, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2010 og þakkað er fyrir veittan styrk á síðasta ári.

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2010.

15.Fjárbeiðni Stígamóta.

812055

Bréf Stígamóta, ódags. þar sem skorað er á sveitastjórnir að taka fjárbeiðnum Stígamóta vel þar sem þurft hefur að draga verulega úr rekstri þar sem almennt hefur dregið úr fjárframlögum.



Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

16.Styrkbeiðni - Lagfæring á gæðingavelli á Æðarodda.

911094

Bréf Hestamannafélagsins Dreyra, dags. 25.11.2009, þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna endurbóta og lagfæringa á gæðinga- og íþróttavelli á félagssvæðinu á Æðarodda sem ekki uppfyllir reglur LH og alþjóðareglur FEIF um löglega keppnisvelli fyrir gæðingakeppni. Heildarkostnaður endurbóta er um 4, 0 m.kr. en nákvæmari kostnaðaráætlun verður gerð þegar og ef af framkvæmdum verður.

Bæjarráð óskar umsagnar Framkvæmdastofu varðandi erindið. Bæjarráð vekur athygli á að sótt hefur verið um framlag til Vegagerðarinnar vegna reiðstíga og undirganga.

17.Jólatré.

912011




Bæjarráð samþykkir uppsetningu jólatrés við Dvalarheimilið Höfða, kostnaður er kr 400.000 sem er visað til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009. Bæjarráð vekur athygli á að verulega hefur verið sparað í lýsingu og jólaskreytingum í bænum.

18.Menningarráð - fjárhagsáætlun 2010.

911090

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 25.11.2009. Fjárhagsáætlun menningarráðs fyrir árið 2010 er send sveitarstjórnum til umfjöllunar og afgreiðslu.


Visað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.

19.Frumvarp til laga- þingsályktun um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 200. mál.

912010

Bréf umhverfisnefndar Alþingis, barst í tölvupósti dags. 19.11.2009, þar sem óskað er umsagnar tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 200. mál.

Visað til umsagnar Skipulags og umhverfisnefndar.

20.Svæðisútvarp Vesturlands og Vestfjarða - ályktun.

912016

Bæjarráð tekur undir ályktun SSV um svæðisútvarp Vesturlands og Vestfjarða.

21.Veraldarvinir - ósk um samstarf.

912017

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu

22.Skipulags- og umhverfisstofa - Rekstrarstaða 2009.

910013

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 03.12.2009, varðandi rekstraryfirlit Skipulags- og umhverfisstofu þann 1. desember 2009.

Bæjarráð samþykkir að visa umræddum gögnum til fjármálastjóra til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

23.Brekkubæjarskóli - varmaskiptir í gervigrasvelli.

912021

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, barst í tölvupósti dags. 03.12.2009, þar sem óskað er aukafjárveitingar að upphæð kr. 300.000.- vegna ónýts varmaskiptis í gervigrasvelli við Brekkubæjarskóla.

Bæjarráð fellst á erindið fyrir sitt leyti og samþykkir að vísa kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

24.Bæjarlistamenn - úthlutun starfsstyrks.

911015

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 02.12.2009, þar sem fram kemur tilnefning til bæjarlistamanns Akraness 2010.

Bæjarráð staðfestir tillögu Akranesstofu.

25.Byggðasafnið í görðum 50 ára - 13. des. 2009.

912020

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 02.12.2009, þar sem lagt er til, í tilefni af hálfrar aldar afmæli Byggðasafnsins í Görðum, að gefa safninu kr. 2.500.000.- til endurgerðar á húsinu Söndum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjón að tillagan verði samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunar 2010.

26.Jólakortapeningar - framlag í stað jólakorta.

912019



Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að andvirði jólakorta kr. 250. 000 verði úthlutað til Mæðrastyrksnefndar til aðstoðar bágstöddum, afgreiðslu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

27.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - fundargerðir 2009.

903132

Fyrir fundinum liggur 87. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 04.11.2009.

Lögð fram.

28.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands 2009.

902019

Fyrir fundinum liggja 33. 34.og 35. fundargerðir Mennigarráðs Vesturlands frá 24.8.2209, 28.10.2009 og 24.11.2009.

Lagðar fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00