Fara í efni  

Bæjarráð

3100. fundur 02. desember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056

Kl. 16:00 - Viðræður við Sturlaug Sturlaugsson, formann Íþróttabandalags Akraness og Helgu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra fjölskyldustofu.

Bæjarráð samþykkir að fela formanni Íþróttabandalags Akraness og framkvæmdastjóra fjölskyldustofu að vinna áfram að reglunum fyrir sjóðinn í samræmi við umræður á fundinum.

2.Gamla kaupfélagið ehf. - Ýmis málefni

1011122

Kl. 16:30 - Viðræður við Ingólf Árnason, f.h. Gamla kaupfélagsins ehf.

3.Staða atvinnumála á Akranesi

1011119

Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 23. nóvember s.l., svohljóðandi:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þann 23. nóvember 2010 að fela bæjarstjóra að koma á fundi um stöðu atvinnumála á Akranesi. Fjalla skal um hvernig staðan er í dag og á hvern hátt sé hægt að bæta hana, annars vegar með hugsanlegri þátttöku Akraneskaupstaðar og hins vegar með öðrum úrræðum.

Hafa skal samstarf við verkefnisstjóra Akranesstofu, Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélag Akraness við undirbúning fundarins.

Fundinn skal halda á milli fyrri og seinni umræðu um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2011."

Afgreiðslu frestað.

4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarniðurstaða janúar - október 2010. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 303,1 mkr. á móti áætluðum hagnaði 243 mkr. Hagnaður með fjármagnsliðum nemur 448,7 mkr. á móti áætluðum hagnaði 316,3 mkr. Ekki er búið að uppfæra fjárhagsáætlun m.v. 9 mánaða endurskoðun.

Lagt fram.

5.Endurskoðandi Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar

1011107

Afrit bréfs Fjármálaeftirlitsins til Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, dags. 17. nóv. 2010, varðandi endurskoðun.

Lagt fram.

6.Reglur um fjárhagsaðstoð

1011120

Bréf félagsmálastjóra, dags. 29. nóv. 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar í fjölskylduráði.

7.Erindi félagsmálastjóra

1010133

Bréf félagsmálastjóra, dags. 8. nóv. 2010, varðandi aðstoð vegna húsnæðismála.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Langisandur ehf.- hótelbygging

1003189

Svarbréf Guðmundar Egils Ragnarssonar, f.h. Langasands ehf., dags. 25. nóv. 2010, við bréfi bæjarstjóra, dags. 19. nóv. s.l. varðandi kaupsamning um eignarhlut í fasteign að Garðalundi 2, Akranesi.

Lagt fram. Ákvörðun um efnislega niðurstöðu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

9.Markaðsstofa Vesturlands - ferðaiðnaður

1012015

Erindi Hansínu B. Einarsdóttur í tölvupósti, dags. 29. og 30. nóv. 2010, varðandi ferðaráðstefnu 2. des. 2010 að Hótel Glym og þátttöku í tilraunaverkefni á sviði ferðaiðnaðar.

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 200 þús.kr. vegna þátttöku Akraneskaupstaðar í tilraunaverkefninu að því tilskildu að mótframlag fáist frá vaxtarsamningi Vesturlands.

Fjármögnun er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

10.Markaðsstofa Vesturlands - Starfsemi

1012005

Bréf Markaðsstofu Vesturlands, dags. 30. nóv. 2010, þar sem leitað er fjárstuðnings til starfsemi markaðsstofunnar.

Afgreiðslu frestað.

11.Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Spölur hf. og Spalar ehf. 9. des. 2010

1012008

Aðalfundarboð 9. des. 2010, sem haldinn verður fimmmtud. 9. des. 2010, kl. 11:00 í Gamla kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2010

1007007

Fundargerð 781. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. nóv. 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00