Fara í efni  

Bæjarráð

3018. fundur 16. október 2008 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum

810089

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 10.10.2008, varðandi breytingu á skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum.


Bæjarráð felur bæjarritara og formanni Akranesstofu að annast viðræður við Hvalfjarðarsveit um breytingar á skipulagsskránni.

2.Erindi leikskólastjóra í leikskólum á Akranesi varðandi sameiginlega árshátíð bæjarstarfsmanna.

810103

Bréf Guðbjargar Gunnarsdóttur, f.h. leikskólastjóra á Akranesi, dags. 13.10.2008, þar sem skorað er á Akraneskaupstað að endurvekja árshátíð bæjarstarfsmanna og sýna þannig í verki að störf okkar allra eru metin að verðleikum.



Bæjarráð tekur undir með bréfritara um að æskilegt sé að árshátíð verði árlega og er reiðubúið að taka þátt og sýna í verki að bæjarráð metur alla starfsmenn að verðleikum.

3.Afskipti launagreiðanda af stéttarfélagsaðild launamanns

810080

Bréf Stéttarfélags Vesturlands, dags. 10.10.2008, varðandi erindi Hannesínu Ásgeirsdóttur til stéttarfélagsins vegna afskipta launagreiðanda af stéttarfélagsaðild.


Bæjarráð vísar til niðurstöðu lögmanns Launanefndar sveitarfélaga sem fer með umboð Akraneskaupstaðar varðandi launamál.

4.Erindi Gyðu Bentsdóttur og Flemmings Madsens varðandi bótakröfu sem var sett var fram 19. október 20

810104

Bréf Gyðu Bentsdóttur og Flemmings Madsen, dags. 13.10.2008, varðandi bótakröfu vegna lóðamála sem sett var fram 19. október árið 2005. Meðfylgjandi eru eldri gögn um málið.



Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu frá 20. október 2005.

5.Lántaka Orkuveitu Reykjavíkur.

810079

Bréf OR, dags. 6.10.2008. Stjórn OR samþykkti að ganga frá lánasamningi að jafngildi allt að 170 millj. evra við Evrópska fjárfestingarbankann(EIB). Samþykkt þessari vísað til eigenda sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 139/2001 um stofnun sameignafyrirtækis um OR.

Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti.

6.Endurnýjun starfsleyfis Sementsverksmiðjunnar hf.

807042

Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til Sementsverksmiðjunnar dags. 7.10.2008, varðandi ábendingu vegna starfsleyfismála Sementsverksmiðjunnar.


Lagt fram.

7.Áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2009 miðað við grunnf

810090

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 8.10.2008, varðandi áætlun um heildargreiðslu sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2009 miðað við grunnfjárhæðir bóta. Skilafrestur er til 1. nóvember 2008 sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta, nr. 122/2003, með síðari breytingu.


Bæjarráð felur bæjarritara afgreiðslu bréfsins.

8.Velferðarþjónusta íbúa

810093

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, barst í tölvupósti dags. 10.10.2008, þar sem allar sveitastjórnir eru hvattar til að huga að samhæfingu starfshátta og viðbragða stofnana sinna og starfsfólks sem með einum eða öðrum hætti koma að velferðarþjónustu íbúa.



Bæjarráð tekur undir efni bréfsins. Bæjarráð fylgist grannt með framvindu mála og ber mikla umhyggju fyrir velferðarþjónustu íbúa sveitarfélagsins. Að gefnu tilefni vill bæjarráð taka fram að engin áform eru um niðurskurð til leik- eða grunnskóla eða á velferðarsviði.

9.Úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2008 - ekki unnt að styrkja verkefni sveitarfélagsins.

810076

Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 7.10.2008, varðandi úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2008. Ekki reyndist unnt að styrkja verkefni sveitarfélagsins vegna kaupa á nýrri slökkvibifreið fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit.


Lagt fram. Bæjarráð harmar niðurstöðu EBÍ.

10.Fundargerðir stýrihóps um stjórnskipulag

810077

Fundargerðir 20., 21. og 22. fundar stýrihóps um stjórnskipulag frá 1.10., 9.10. og 12.10.2008 liggja fyrir.
Lagðar fram.

11.Fundargerðir Faxaflóahafna sf. árið 2008.

810088

Fundargerð 54. fundar Faxaflóahafna sf. frá 10.10.2008 liggur fyrir.


Fundargerð lögð fram.

12.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2008.

810107

Lántaka hjá Lánasjóði.










Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 150 milljónir króna til 25 ára, verðtryggt, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að framkvæmda við leikskóla og til kaupa á húsnæði fyrir bókasafn, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánsjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita go gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

13.Endurnýjun starfsleyfis Sementsverksmiðjunnar hf.

807042

Fréttabréf Akraneskaupstaðar 2008, varðandi starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar.

14.Endurnýjun starfsleyfis Sementsverksmiðjunnar hf.

807042

Bréf starfshóps um starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar, dags. 16.10.2008, varðandi tillögu að afgreiðslu varðandi umhverfismat fyrir verksmiðjuna.


Bæjarráð staðfestir tillöguna.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00