Fara í efni  

Bæjarráð

3086. fundur 02. september 2010 kl. 12:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Strætisvagn Akraness

908106

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 30. ágúst 2010, varðandi kostnað við fjölgun ferða strætisvagns. Kostnaður við fjölgun ferða er um 800 þ.kr. á hverja ferð, samtals 4,1 m.kr. á ári.

Bæjarráð óskar eftir umsögn Fjölskyldustofu á tímatöflu strætisvagns með hliðsjón af nýtingu leikskóla á vagninum.

2.Jafnréttismál

1008123

Aðild Akraneskaupstaðar að jafnréttissáttmála Evrópu.

Rætt um aðild Akraneskaupstaðar að sáttmálanum. Ákveðið að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.

3.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Tölvupóstur frá Vegagerðinnni, dags. 26. ágúst 2010, þar sem tilkynnt er að Vegagerðin samþykki tillögu á breytingu á vegamótum Þjóðbrautar (Akranesvegar 509) og Smiðjuvalla nr. 32 að breytingu, eins og sýnt er á uppdrætti framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 26. ágúst 2010. Áætlaður kostnaður við breytinguna er 0,8 m.kr.

Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að annast breytinguna. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. Endanlegri ákvörðun er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Skjalavarsla sveitarfélaga

1008112

Bréf þjóðskjalavarðar, dags. 25. ágúst 2010, varðandi nýtt leiðbeiningarrit um skjalavörslu sveitarfélaga og skyldur sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu að fylgja reglum og fyrirmælum Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavörslu, sbr. 6. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.

Lagt fram.

5.Skjalavarsla sveitarfélaga

1008112

Bréf skrifstofustjóra Ljósmynda- og Héraðsskjalasafns Akraness, dags. 18. ágúst 2010, varðandi reglur og um skjalavörslu sveitarfélaga og kynningu á þeim, stofnana þeirra og fyrirtækja á þeirra vegum. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum og tóku gildi 1. ágúst 2010.

Lagt fram.

6.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarstaða A- hluta Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar - júlí 2010 ásamt sjóðstreymi.
Helstu niðurstöður eru að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 95,1 m.kr. og 212,6 m.kr. hagnaður með fjármagnsliðum á móti áætluðu tapi sem nemur 33,4 m.kr.

Lagt fram.

7.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Framkvæmdastofu tímabilið 01.01.10 - 31.07.10.

Lagt fram.

8.Grundaskóli - endurbætur á skólalóð

1008073

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 1. sept. 2010, þar sem mælt er með því við bæjarráð að aukafjárveiting að fjárhæð 2,0 mkr. verði veitt til tækjakaupa og viðhalds lóðar Grundaskóla og Framkvæmdastofu verði falið að annast framkvæmd málsins.

Bæjarráð samþykkir að heimila umbeðin kaup á tækjum og viðhald lóðar sbr. beiðni fjölskylduráðs og tillögu framkvæmdaráðs. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Leikskólinn Vallarsel - tölvukaup

1008131

Bréf leikskólastjóra Vallarsels, dags. 31. ágúst 2010, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna tölvukaupa að fjárhæð 224 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

10.Gamla kaupfélagið ehf - Fyrirspurnir

1004086

Erindi Gamla kaupfélagsins ehf. varðandi fyrirspurnir vegna samkeppnissjónarmiða frá 20. apríl 2010.

Málið rætt. Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um meðhöndlun sambærilegra mála hjá öðrum sveitarfélögum í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

11.Orkuveita Reykjavíkur

1008082

Boðsbréf til sveitarstjórnarmanna í þeim byggðarlögum þar sem Orkuveita Reykjavíkur rekur veitu með sérleyfi. Boðað er til fundar miðvikud. 8. sept. n.k. kl. 8:00 í húsnæði OR, þar sem ákvarðanir stjórnar OR verða kynntar, forsendur hennar og framkvæmd.

Lagt fram.

12.FEBAN - styrkbeiðni vegna kóramóts á Akranesi

1009002

Bréf stjórnar Hljóms, kórs FEBAN félags eldri borgara á Akranesi þar sem óskað er eftir styrk vegna kóramóts á Akranesi í vetur, en kórinn á þá 20 ára afmæli.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð 230 þús.kr. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Drög að samningi sveitarstjórna Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Dalabyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða.
Einnig lagt fram bréf SSV, dags. 1. sept. 2010, varðandi svæðasamstarf sveitarfélaganna og kynningu á aðalfundi SSV 10. - 11. sept. 2010.

Guðmundur Páll Jónsson og Hrönn Ríkharðsdóttir gerðu grein fyrir samningsdrögunum.

Formanni bæjarráðs falið að afla frekari upplýsinga varðandi samningsdrögin.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00