Fara í efni  

Bæjarráð

3020. fundur 30. október 2008 kl. 14:30 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Ráðningar framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra.

810142

Bréf bæjarritara, dags. 24.10.2008 og bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, dags. 22.10.2008, þar sem fram kemur að þeir þiggja starf framkvæmdastjóra vegna nýs stjórnskipulags 2009.
Einnig bréf sviðsstjóra fjöskyldusviðs, þar sem fram kemur að hún þiggi starf félagsmálastjóra.

Lagt fram.

2.Stjórnsýslumál nr. 50/2008 Magnús Þór Hafsteinsson gegn Akraneskaupstað vegna breytinga á lögum um s

807017

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 22.10.2008. Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 50/2008 Magnús Þór Hafsteinsson gegn Akraneskaupstað sem kveðinn var upp 21. október sl.
Úrskurðarorð: Bæjarstjórn Akraness var heimilt að breyta efnisákvæði 44. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar á þnnn veg að einungis aðal- og varamenn í bæjarstjórn Akraness væru kjörgengnir sem varamenn í bæjarráð.
Kosning varamanna í bæjarráð Akraness, þann 19. maí 2008, er gild.
Lagt fram.

3.Efnahagsmál - Tillaga að samráðshópi, dags. 29.10.2008.

810164

Bréf sviðsstjóra fræðslu- tómstunda- og íþróttasviðs, dags. 29.10.2008, vegna fundar sem haldinn var 28.10.2008 um áhrif efnahagsmála. Tillaga að samstarfshópi sem meti stöðuna og leggi á ráðin um aðgerðir ef nauðsyn krefur.

Bæjarráð samþykkir að setja á stofn samstarfshóp sem meti stöðu og leggi á ráðin um áhrif efnahagsmála.


Starfshópinn skipi eftirtaldir:


Gunnar Ríkharðsson frá Vinnumálastofnun Vesturlands.


Ólafur Þ. Hauksson, sýslumaður á Akranesi.


Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.


Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.


Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs starfi með hópnum og kallar hann saman til fundar.




4.Auknar fiskveiðiheimildir - Tillaga meirihluta bæjarstjórnar.

810169

Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Akraness, vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar úr bæjarstjórn 28. október sl. um áskorun á sjávarútvegsráðherra og ríkistjórn Íslands í heild sinni að auka fiskveiðiheimilidir.

Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfshóp með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki á Akranesi til að fara yfir ályktun bæjarstjórnar og skili niðurstöðu fyrir næsta fund bæjarstjórnar Akraness. Bæjarritari starfi með hópnum og kalli hann saman.




Gunnar Sigurðsson tilgreindi að Þórður Þ. Þórðarson verði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í starfshópnum.

5.Kalmansbraut - Lagfæringar á slitlagi Kalmansbrautar (frá Olís að Þjóðbraut)

810163

Bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, dags. 27.10.2008, varðandi lagfæringar á slitlagi Kalmansbrautar (frá Olís að Þjóðbraut). Leitað hefur verið tilboðs hjá Hlaðbæ-Colas í afréttingu götunnar á um 1740 m² og hljóðar tilboðsfjárhæðin upp á kr. 2.697.000.-. Óskað er eftir heimild til að ráðast í þessar viðgerðir á þessu ári að því gefnu að veður leyfi.



Meirihluti bæjarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði frá Hlaðbæ-Colas að fjárhæð kr. 2.697.000, enda um lágmarksendurbætur að ræða. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2008. Bæjarráð vill taka fram að það telur eðlilegt að krefja Vegagerðina um endurgreiðslu þar sem um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og sem Vegagerðin gekk ekki frá á sínum tíma. Rún telur eðlilegt að vísa málinu til fjárhagsáætlunar 2009.

6.Erindi Gyðu Bentsdóttur og Flemmings Madsen varðandi bótakröfu sem var sett var fram 19. október 200

810104

Bréf Gyðu Bentsdóttur og Flemmings Madsen, dags. 23.10.2008, varðandi skort á upplýsingum frá Akraneskaupstað um fyrirvara vegna lóðar í landi Innsta-Vogs áður en sala á eigin eign fór fram. Óskað er eftir að hagsmunir beggja aðila verði skoðaðir á e.t.v. sameiginlegum fundi. Meðfylgjandi er bréf frá Akraneskaupstað sent 13.12.2002.

Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 16. október s.l. þar sem vísað var til fyrri afgreiðslu frá 20. október 2005.

7.Fjölnotaíþróttahús á Akranesi.

810153

Bréf Mannvits verkfræðistofu, dags. 20.10.2008, varðandi lok framkvæmda Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. vegna byggingar Akraneshallar.

Lagt fram.

8.Bygging verknámshúss fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar í FVA.

810140

Bréf skólameistara FVA, dags. 22.10.2008, varðandi upplýsingar um gang mála varðandi byggingu verknámshúss fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar í FVA og skiptingu kostnaðar vegna framkvæmda 2009 skv. samningi sem undirritaður var 1. maí 2007.


Vísað til fjárhagsáæltunar 2009.

9.Tillaga um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa árið 2009.

810136

Bréf skólameistara FVA, dags. 22.10.2008, varðandi tillögu um framlög sveitarfélaga til tækjakaupa fyrir verknámsdeildir Fjölbrautaskóla Vesturlands 2009 að upphæð kr. 3.000.000.- Meðfylgjandi er tafla um kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.


Vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

10.Valdís Þóra Jónsdóttir - Umsókn um styrk til æfinga- og keppnisferða árið 2008-2009

810154

Umsókn Valdísar Þóru Jónsdóttur um styrk vegna æfingaferðar til Spánar í okt. ´08, keppnisferðar til Brasilíu í okt/nóv. ´08 og keppnis- og æfingaferðar til Spánar í apríl ´09.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.

11.Bandalag íslenskra skáta - Umsókn um styrk vegna skátamóts(Roverway) sem haldið verður árið 2009.

810157

Bréf Bandalags íslenskra skáta, dags. 24.10.2008. Árið 2009 verður haldið evrópskt skátamót fyrir skáta á aldrinum 16-22 ára. Hluti af mótinu fer fram á Akranesi og er því sótt um styrk til sveitarfélagsins að upphæð kr. 123.000.- sem ætlað er til að borga gistingu, sund og heimsóknir á söfn á svæðinu. Ef sveitarfélagið getur styrkt mótið á annan hátt en með beinum fjárstyrk er það einnig vel þegið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.

12.Hestamannafélagið Snæfellingur - Styrkbeiðni vegna Fjórðungsmóts á Kaldármelum í júlí 2009.

810162

Bréf Gunnars Kristjánssonar formanns Hestamannafélagsins Snæfellings, dags. 31.10.2008, þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 1.000.000.- vegna endurbóta á Kaldármelum vegna Fjórðungsmóts sem áætlað er að halda í júlí 2009.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13.KSÍ - Fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands.

810151

Bréf KSÍ, dags. 24.10.2008. Á fundi stjórnar KSÍ var ákv. að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka framlög til barna- og unglingastarfs aðildafélaga sambandsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.

14.Efnahagsmál, ástand og horfur á Vesturlandi.

810129

Bréf SSV til atvinnumálanefndar, dags. 24.10.2008, vegna erindis atvinnumálanefndar varðandi úttekt á atvinnuástandi og horfum á Akranesi og Grundafjarðarsveit.
Lagt fram.

15.Tillögur um rekstur Byggðasafnsins í Görðum.

810168




Meirihluti bæjarráð Akraness samþykkir að hefja viðræður við Adolf Friðriksson um rekstur Byggðasafnsins í Görðum samkvæmt hugmyndum hans sem hann kynnti fyrir bæjarstjórn Akraness 14. október s.l. Hugmyndirnar ganga út á umfangsmiklar breytingar á starfseminni en þó er gert ráð fyrir að rekstrarframlag eigenda verði óbreytt. Bæjarritara og formanni Akranesstofu er falið að annast viðræður við Adolf um verkefnið. Rún óskar bókað að hún geti ekki samþykkt að hefja formlegar viðræður að svo komnu máli. Margt mjög gott og áhugavert kom fram á kynningarfundi Adolfs Friðrikssonar 14. október en mörgum spurningum er enn ósvarað og þykir henni eðlilegt að fundur verði haldinn með bæjarfulltrúum og stjórn Akranesstofu um málið áður en lengra er haldið. Meirihluti bæjarráðs vill taka fram að fá mál hafa verið jafnvel kynnt og umrætt mál.

Tillaga 2.


Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að teknar verði upp viðræður um breytingar á skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum. Jafnframt fellur úr gildi bókun bæjarráðs frá 16. október s.l., töluliður 1, um sama efni.


Greinargerð:


Verði af samningi milli eigenda Byggðasafnsins í Görðum og Adolfs Friðrikssonar er ljóst að miklar breytingar verða á starfsemi byggðasafnsins. Hugsanleg tengsl við háskóla og rannsóknarstarfsemi, t.d. fornleifarannsóknir, munu m.a. verða stórir áhrifavaldar í þessum breytingum. Það er því grundvallar atriði að eigendur safnsins noti árið 2009 til að endurskoða skipulagsskrá safnsins með tilliti til breyttra forsendna.

16.Málefni Fjölbrautarskólans.

810167

Á fundinn mætti til viðræðna Hörður Helgason, skólameistari. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við FVA um kaup á húsnæði að fjárhæð 6,7 milljónir króna.

17.Frestun framkvæmda

810170

Vegna stöðu mála í þjóðfélaginu samþykkir bæjarráð að fresta framkvæmdum við göngustíg við Leynislæk, bílastæði við Garðagrund og stórbílastæði í Jörundarholti.


18.Móttaka ræðismanns Færeyja - Gunvör Balle

810181

Bæjarstjóra falið að annast móttökuna.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00