Fara í efni  

Bæjarráð

3059. fundur 30. desember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Ungmennafélag Akraness - 100 ár frá stofnun.

912092

Minnisblað Fjölskylduráðs dags. 28.12.09 um framkvæmd hátíðahalda vegna 100 ára ártíðar Ungmennafélags Akraness þann 23. janúar 2010.

Bæjarráð samþykkir að verða við óskum Fjölskylduráðs um framlag kr.300.000.- af ónýttu framlagi afrekssjóðs árið 2009 vegna þessa. Samþykktin er vegna hundrað ára ártíðar Ungmennafélags Akraness sem hafði forgöngu um íþróttaiðkun og stofnun unglingaskóla á Akranesi. Bæjarráð samþykkir einnig að þeim fjármunum sem enn er óráðstafað úr afrekssjóði verði varið til afrekssjóðs Guðmundar Sveinbjörnssonar í trausti þess að samkomulag náist um breytingar á reglum sjóðsins.

2.Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaganna á Vesturlandi

912085

Fundargerð frá 8.12.2009.


Lögð fram.

3.OR - Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

906056

Fundargerðir nr.117 frá 27.11.2009, nr.118 frá 4.12.2009 og nr.119 frá 7.12.2009.

Lagðar fram.

4.Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands - fundargerðir.

908042

Fundargerð frá 3.12.2009.

Lögð fram.

5.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fundargerðir Faxaflóahafna nr.68 frá 20.11.2009 og nr.69 frá 11.12.2009.

Lagðar fram.

6.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020.

904116

Fundargerðir frá 21/9, 19/11 og 23/11 2009.

Lagðar fram.

7.Strætóskýli

903046

Kostnaður vegna breytinga á akstursleið strætisvagna m.a. tilfærsla á skýlum og gerð útafkeyrsluvasa.


Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdaráði að hefja framkvæmdina með færslu biðskýla og uppsetningu og eftir aðstæðum að ljúka gerð útafakstursvasa, merkingu og breytingu á akstursleiðum. Kostnaður kr. 3,0 milljónir verði tekinn af áætluðum kostnaði við rekstur strætisvagns á Akranesi.

8.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019

Kaup á búnaði.


Bæjarráð samþykkir ráðstöfun fjármunanna.

9.Fjárhagsáætlun 2010.

911070

Tillaga að ályktun um atvinnu- og fjölskyldumálefni frá minnihluta bæjarstjórnar ásamt viðbótartillögu forseta bæjarstjórnar, samþykkt í bæjarstjórn 15.desember 2009.




Málið rætt og boðað til umræðna eftir næsta bæjarstjórnarfund.

10.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020.

904116

Bréf framkvæmdastjóra Sorpurðunar Vestulands dags. 15.12.2009.

Lagt fram

11.Sorphirða

903109

Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 18.12.2009 og 22.12.2009 þar sem farið er fram á endurskoðun gildandi samnings um rekstur Gámu og málið ítrekað.


Erindi Hvalfjarðarsveitar vísað til skipulags-og umhverfisnefndar til umsagnar.

12.Byggðasafnið í Görðum - rekstur

811087

Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 18.12.2009 um breytt eignarhald Hvalfjarðarsveitar í Byggðasafninu að Görðum.

Lagt fram.

13.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 29.12.2009 þar sem fjallað er um tillögur að nýjum reglum um Afrekssjóð Akraneskaupstaðar og ÍA.

Málið lagt fram til kynningar.

14.Framlög 2010 - Jöfnunarsjóður.

909073

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, áætlun um úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2010 á grundvelli upplýsinga frá kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu.

Lagt fram.

15.Frestir lóðarhafa til framkvæmda

912090

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 30.12.2009 og bréf fjármálastjóra dags. 29.12.2009 um gjaldfrest á gatnagerðargjöldum.



Bæjarráð samþykkir að veita heimild til frestunar greiðslu byggingarleyfisgjalda um 2 ár til allra lóðarhafa iðnaðar-sem íbúðalóða miðað við 1.jan.2010.

16.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Beiðni framkvæmdaráðs dags. 21.12.2009 um aukafjárveitingu kr. 1.000.000 fyrir árið 2010 vegna breytinga á tengistútum og gangstéttum við Þjóðbraut 1.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.Akranesstofa - samstarf stofnana.

912063

Bréf Tómasar Guðmundssonar verkefnastjóra Akranesstofu dags. 16.12.2009 um samstarf stofnana sem heyra undir Akranesstofu, ásamt greinargerð og drögum að starfslýsingum.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir upplýsingum um fjármögnun, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

18.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Bréf framkvæmdaráðs dags. 21.12.2009 ásamt minnisblaði dags. 8.12.2009.






Greinargerðin samþykkt ásamt beiðni um fjárveitingu kr.5,5 milljónir í samræmi við erindi Framkvæmdaráðs 27.11.2009. Afgreiðslu að öðru leyti vísað til bæjarstjórnar.

19.Smiðjuvellir 32 - greiðsla v. innkeyrslu

912071

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Sveinbjörns Sigurðssonar hf. vegna Hvítanesreits og innkeyrslu við Smiðjuvelli 32 lagt fram.



Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum bæjarráðs á framfæri við lögmann Landslaga.

20.Starfsendurhæfing Vesturlands.

912067

Bréf Ingu Dóru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands dags. 21.10.2009 um stofnun Starfsendurhæfingar Vesturlands.

Bæjarráð samþykkir að boða bréfritara á næsta fund ráðsins.

21.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Bréf Þjóðbjörns Hannessonar dags. 14.12.2009 f.h. sóknarnefndar Garðaprestakalls um skipulagningu nýs kirkjugarðs.


Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Skipulags -og umhverfisnefnd og leggur til að haft verði samráð við sóknarnefnd.

22.Umhverfisvottun Íslands - greinargerð Náttúrustofu Vesturlands

912087

Bréf Náttúrustofu Vesturlands dags. 14.12.2009.



Lagt fram.

23.Orkuveita Reykjavíkur - niðufelling á fasteignamati á merktum eignum

912086

Bréf Fasteignaskráningar Íslands dags. 16.12.2009 þar sem gefin er kostur á umsögn vegna niðurfellingar á fasteignamati skv. beiðni OR, á grundvelli 4. tl. 26. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.

Bæjarráð staðfestir niðurfellinguna.

24.Samkeppniseftirlitið - skipulagsmál og samkeppni.

906170

Álit Samkeppniseftirlitsins dags. 16.12.2009 um skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni.


Lagt fram.

25.OR - skýrsla vegna lántöku REI

912068

Bréf Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa dags. 8.12.2009 ásamt skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar dags. 5.10.2009 til kynningar fyrir fulltrúum eigenda, forstjóra og stjórnarmönnum OR.

Lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00