Fara í efni  

Bæjarráð

3104. fundur 09. desember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Langisandur ehf.- hótelbygging

1003189

Kl. 16:00 - Viðræður við fulltrúa Langasands ehf.






Svarbréf Guðmundar Egils Ragnarssonar, f.h. Langasands ehf., dags. 25. nóv. 2010, við bréfi bæjarstjóra, dags. 19. nóv. s.l., varðandi kaupsamning um eignarhlut í fasteign að Garðalundi 2, Akranesi. Bæjarráð samþykkti 2. des. s.l. að fresta ákvörðun um efnislega niðurstöðu erindisins.

Til viðræðna mættu Guðmundur Egill Ragnarsson og Ragnar Már Ragnarsson.

2.Jafnréttismál

1008123

Aðild Akraneskaupstaðar að jafnréttissáttmála Evrópu og verkefni því tengt.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð aðgerðaráætlunar Akraneskaupstaðar vegna aðildar kaupstaðarins að jafnréttissáttmála Evrópu.

3.Málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna

1012046

Drög að málsmeðferðarreglum vegna styrkumsókna sem berast Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir málsmeðferðarreglurnar eins og þær liggja fyrir.

4.Bílastæði við Akrafjall

1011062

Bréf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu, dags. 6. des. 2010, varðandi bílastæði við Akrafjall. Landeigendur hafa fallist á gerð bílastæðis sem sýnt er á meðf. uppdrætti og vilja jafnframt annast verkframkvæmdina og skila bílastæðinu tilbúnu til notkunar. Kostnaður vegna þessa er kr. 2.215.000.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að ganga frá samkomulagi við landeiganda.

5.Íþróttahús - Útleiga vegna skemmtanahalds

1012059

Bréf Club 71, dags. 5. des. 2010, þar sem óskað er heimildar til að halda þorrablót í öðru hvoru íþróttahúsi Akraneskaupstaðar, til styrktar Knattspyrnufélagi ÍA þann 22. janúar 2010.
Meðf. er bréf framkvæmdaráðs, dags. 8. des. 2010, þar sem fram kemur að framkvæmdaráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti útleigu á íþróttahúsinu Jaðarsbökkum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Garðasel - launalaust leyfi starfsmanns

1012065

Bréf Kristínar H. Ragnarsdóttur, dags. 3. des. 2010, leiðbeinandi í leikskólanum Garðaseli, þar sem sótt er um launalaust leyfi frá 11. des. 2010 til 1. ágúst 2011. Meðf. er umsögn leikskólastjóra, dags. 3. des. 2010.

Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Skagaleikflokkurinn - styrkbeiðni

1012060

Bréf Skagaleikflokksins, dags. 8. des. 2010, þar sem óskað er fjárstyrks til starfsemi leikfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

8.Brekkubæjarskóli - sala á eldavél

1012034

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 8. des. 2010, varðandi beiðni skólastjóra Brekkubæjarskóla, dags. 18. nóv. 2010, þar sem óskað er heimildar til að selja eldavél og ráðstafa söluandvirði til kaupa á hitakössum til nota í mötuneyti skólans.

Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til reglna um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans.

9.Forvarnarstarf lögreglu - Styrkbeiðni.

1011076

Erindi frá lögreglustjóranum á Akranesi um styrkbeiðni vegna forvarnarstarfs lögreglu. Fjölskylduráð leggur til að kr. 1.000.000 verði lagðar til forvarnarverkefna. Verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála verði falið að skipuleggja forvarnarverkefni í samráði við skólastjórnendur grunnskólanna.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

10.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2010 fyrstu 9 mánuði ársins. Meðf. er bréf fjármálastjóra, dags. 8. des. 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Frumvarp að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

12.Skólamál á Vesturlandi

1012047

Með vísan til opinberrar umræðu vill bæjarráð Akraness leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk og íbúar á Vesturlandi eigi greiðan aðgang að menntun á framhalds- og háskólastigi og hvetur stjórnvöld í því sambandi til að tryggja og áframhaldandi rekstrargrundvöll góðrar iðnmenntunar á Akranesi og styðja við háskólastarf á svæðinu s.s. á Bifröst.

13.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Bréf stjórnar Kirkjugarðs Akraness, dags. 9. des. 2010, varðandi nauðsynlegar framkvæmdir vegna fjölgunar grafarstæða í kirkjugarðinum. Samkvæmt samningum KGSÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga ber sveitarfélaginu að útvega efni í götur og gangstíga innan garðsins og greiða akstur þess.
Um er að ræða kostnað við fyllingarefni kr. 550.000 og yfirborðsefni kr. 150.000. Samtals kr. 700.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerð starfshóps um byggingarframkvæmdir á Akranesi frá 8. des. 2010.

Lögð fram.

15.Samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar vegna starfsmanna hjá Akraneskaupstað

1012066

Bréf stjórnar St.Rv., dags. 24. nóv. 2010, þar sem tilkynnt er um skipan samninganefndar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Lagt fram.

16.Smiðjuvellir 14 - sorphirðumál

1012052

Bréf Guðbjörns Odds Bjarnasonar, dags. 3. des. 2010, varðandi sorphirðu og beiðni um endurgreiðslu sorphirðugjalds.
Fyrir liggur minnisblað framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu, dags. 8. des. 2010.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindi um endurgreiðslu sorphirðugjalds.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00