Fara í efni  

Bæjarráð

3206. fundur 04. desember 2013 kl. 08:00 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

Erindi menningarmálanefndar dags. 3. desember 2013, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárframlagi vegna fyrirhugaðrar aðventuhátíðar, að upphæð kr. 500.000,-
Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag að fjárhæð kr. 500.000 til menningarmálanefndar vegna fyrirhugaðrar aðventuhátíðar hjá Akraneskaupstað. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum 21-95-4995 óviss útgjöld.

2.Eftirlitsnefnd sveitarfélaga - vegna fjármála 2012

1310203

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 25. nóvember 2013 og meðfylgjandi afrit af bréfi til endurskoðenda dags. 21. nóvember 2013.
Bréf eftirlitsnefndar sem sent er til allra sveitarfélaga um allmennt vinnulag við endurskoðun reikninga. Lagt fram.

3.Menningarmál - áframhaldandi samstarf

1312002

Erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 29. nóvember 2013, þar sem óskað er álits sveitarfélaganna á Vesturlandi um áframhaldandi samstarfi um menningarmál og hvort vilji er til að endurgera menningarsamninginn við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, en fundur hefur verið boðaður 13. desember n.k.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en tekur frekari afstöðu til málsins þegar forsendur liggja fyrir.

4.Kalmansvellir 6 - trúnaðarmál

1205155

5.StRv. - fulltrúaráð október 2013 - október 2015

1311131

Bréf Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar dags. 26. nóvember 2013, þar sem fulltrúaráð StRv. er kynnt, fulltrúaráðið er skipað frá október 2013 til október 2015.
Lagt fram.

6.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1311110

Erindi mæðrastyrksnefndar um fjárstuðning að upphæð kr. 300.000,- Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að styrkurinn verði veittur í formi matarúttektarkorta.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Mæðrastyrksnefndar að fjárhæð kr. 300.000.- til matarúthlutunar til stuðnings fjölskyldna nú fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd skal skila Akraneskaupstað yfirliti um hvernig staðið hafi verið að úthlutun matarúttekta fyrir 1. febrúar nk. sem og ársreikningi vegna ársins 2013 til bæjarráðs.

7.Viðauki 2 vegna fjárhagsáætlunar 2013

1311118

Tillaga að viðauka 2 vegna fjárhagsáætlunar 2013.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2013 sem gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðunnar að fjárhæð 5 milljónir og handbæru fé frá rekstri að fjárhæð 544 milljónir.

8.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2014.

1310061

Breytingar að frumvarpi til fjárhagsáætlunar lagðar fram.
Samþykkt að vísa tillögu bæjarráðs um breytingar á fjárhagsáætlun í 6 liðum ásamt greinargerð fjármálastjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar samhliða seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2014.

9.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

810. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. nóvember 2013.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00