Fara í efni  

Bæjarráð

3114. fundur 28. mars 2011 kl. 17:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Orkuveita Reykjavíkur - aðgerðaáætlun vegna fjárhagsvanda

1103143

Samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar vegna lánafyrirgreiðslu og fjármögnunar fyrirtækisins 2011-2016. Á fundinn mættu til viðræðna þeir Jóhann Þórðarson og Andrés Ólafsson.

Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður veiti Orkuveitu Reykjavíkur lán að fjárhæð kr. 442.240.000.- sem er hlutdeild Akraneskaupstaðar í átta milljarða króna lánveitingu eignaraðila þann 1. apríl 2011, og allt að kr. 221.120.000.- á fyrsta ársfjórðungi 2013 sem er hlutdeild Akraneskaupstaðar í fjögurra milljarða króna lánveitingu eignaraðila, hvorutveggja í réttu hlutfalli við 5,528% eignarhlut Akraneskaupstaðar í fyrirtækinu og í samræmi við framlagða og samþykkta lánaskilmála fimm ára áætlunar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. mars 2011.

Nánar skal kveðið á um áhættustefnu Orkuveitu Reykavíkur, hvaða ákvarðanir eiga að koma til kasta eigenda, samskipti og skýrslugjöf fyrirtækisins til eigenda í nýrri eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur sem unnið er að í eigendanefnd félagsins.

Tillögu bæjarráðs vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011.

1103059

Kjörskrá Akraneskaupstaðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 sem fram fer 9. apríl 2011. Á kjörskrá eru 4663 íbúar og skal kjörskrá framlögð eigi síðar en 30 mars 2011. Kærufrestur við framlagða kjörskrá er til og með 9. apríl 2011.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kjörskrá og felur bæjarstjóra undirritun hennar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00