Fara í efni  

Bæjarráð

3210. fundur 30. janúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Mannréttindastefna Akraneskaupstaðar

1303082

Erindi starfshóps um mannréttindastefnu dags. 16.1.2014, þar sem m.a. er vakin athygli bæjarráðs á þörf á endurskoðun og uppfærslu á hluta af þeirri stefnumótun sem liggur vinnu starfshópsins til grundvallar, þ.e. starfsmannastefnu, upplýsingastefnu og íþróttastefnu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfum vegna endurskoðunar á starfsmannastefnu og upplýsingastefnu Akraneskaupstaðar og vísar endurskoðun íþróttarstefnu Akraneskaupstaðar til starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál.

2.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

11. fundargerð menningarmálanefndar frá 18.1.2014.
Lögð fram.

3.Fundargerðir 2014 - starfshóps um atvinnu og ferðamál

1401192

Fundargerðir starfshóps um atvinnu- og ferðamál nr. 38 og 39 frá 27.11.2013 og 8.1.2014.
Lagðar fram.

4.Frumvarp til laga nr. 251 - um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (fækkun

1401225

Lagt fram.

5.Frumvarp til laga nr. 250 - um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði - umsögn

1401224

Lagt fram.

6.Ályktun Landssambands Samfylkingar 60 um útvistun á rekstri hjúkrunarheimila til einkaaðila.

1401002

Ályktun Landssambands Samfylkingar 60+, dags. 27.1.2014.
Lögð fram til kynningar.

7.Listaverkasafn Akraneskaupstaðar

1009011

Umsjón með listaverkasafni Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að fela verkefnisstjóra menningarmála umsjón með Listaverkasafni Akraneskaupstaðar.

8.Fjárhagsáætlun 2014 - afgreiðsla og skil til ráðuneytis

1312001

Erindi Innanríkisráðuneytisins dags. 15.1.2014, þar sem gerð er grein fyrir skilum á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

9.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2013

1311092

Erindi fjölskylduráðs dags. 22. janúar 2014, þar sem vakin er athygli á mikilvægi þess að leita til ungmenna þegar fjallað er um málefni sem þau varðar.
Lagt fram til kynningar. Ingibjörg leggur til að leitað verði til unga fólksins eftir hugmyndum um reit Sementsverksmiðjunnar.

10.Fjárhagsaðstoð 2014

1311087

Erindi fjölskylduráðs dags. 22.1.2014, þar sem óskað er eftir heimild til hækkunar á grunnkvarða fjárhagsaðstoðar um 3,6% líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Ennfremur lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 30. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.SSV - starfshópur um skipulag SSV

1401046

Afrit af bréfi menningarfulltrúa Vesturlands til stjórnar SSV, móttekið 20. janúar 2014.
Lagt fram til kynningar.

12.OR - eigendanefnd 2014

1401093

Kynning á fyrirhuguðum breytingum á sameignarsamningi Orkuveitu Reykjavíkur og endurskoðaðri eigendastefnu (vinnuskjal).
Bæjarráði kynntar fyrirhugaðar breytingar. Fulltrúar rýnihóps á vegum eigendanefndar þau Ebba Schram, Elín Smárdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson og Jóhann Þórðarson mættu á fundinn undir þessum lið.

13.Grundaskóli - eldhús og matsalur

1401181

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um stækkun á eldhúsi og matsal í Grundaskóla.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og skipan í starfshóp.

14.Vafrað um Vesturland - samkomulag

1401173

Tillaga bæjarstjóra um gerð samstarfssamnings við Harald Bjarnason og Friðþjóf Helgason vegna þáttarins "Vafrað um Vesturland".
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra samstarfssamning við Harald Bjarnason og Friðþjóf Helgason vegna þáttarins "Vafrað um Vesturland" og styrkveitingu að fjárhæð kr. 300.000 vegna verkefnisins. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "Óviss útgjöld" 21-83-4995.

15.Golfklúbburinn Leynir - framræsla skurða

1401134

Erindi Golfklúbbsins Leynis dags. 16.1.2014, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður veiti fjármagni í framræslu og hreinsun skurða.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdasviði vegna framkvæmdaáætlunar ársins 2014.

16.Markaður á Akranesi sumarið 2014

1401195

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um fjárveitingu allt að 2 milljónum króna vegna markaðar á Akranesi sumarið 2014. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "Óviss útgjöld" 21-83-4995.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar.

17.Fablab - breytingar á rekstri

1310142

Kynning á stöðu Fab Lab smiðjunnar.
Minnisblað framkvæmdastjóra stjórnasýslu- og fjármálasviðs, og fjölskyldusviðs dags. 24.1.2014.
Lagt fram til kynningar.

18.Sementsreiturinn - rekstur, TRÚNAÐARMÁL

1401136

19.HB Grandi - lóðaumsókn, götustæði neðst á Suðurgötu undir fiskmóttökuhús.

1401083

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 22.1.2014, þar sem gerð er grein fyrir ósk HB Granda hf. um að fá úthlutað götustæði neðst við Suðurgötu til að byggja fiskmóttökuhús á. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.
Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að hefja vinnu við breytingu á skipulaginu við Suðurgötu.

20.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar fyrir janúar - nóvember 2013, ásamt skýringum deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 27.1.2014.
Deildarstjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu janúar - nóvember 2013. Rekstrarstaða er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

21.Orkuveitu Reykjavíkur - endurfjármögnun skuldabréfaflokks

1401208

Lagt fram erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er samþykkis eigenda vegna endurfjármögnunar lána.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00