Fara í efni  

Bæjarráð

3190. fundur 29. maí 2013 kl. 16:00 - 17:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Suðurgata 64 - framtíð húss

1305178

Erindi Sigurðar Villa Guðmundssonar dags. 27. maí 2013, þar sem hann fyrir hönd erfingja, óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna fyrstu hæðar á húseigninni við Suðurgötu 64.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra umhverfis-og framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara.

2.Íþróttamannvirki - fatapeningar

1303168

Erindi framkvæmdaráðs dags. 24.5.2013, þar sem óskað er eftir að fjárveiting á fjárhagsáætlun ársins vegna kaupa á vinnufatnaði starfsfólks íþróttamannvirkja verði hækkuð um kr. 450.000,- þar sem fjárveiting ársins er skv. athugun forstöðumanns ekki nógu há til að uppfylla ákvæði kjarasamnings.

Bæjarráð samþykkir kaup á vinnufatnaði að upphæð kr. 450.000,- sem verði tekin af lið 21-95-4995, óviss útgjöld.

3.Uppgjör skuldar

1301288

Trúnaðarmál.

Bæjarráð samþykkir að fallast á tilboð Lögmanna Laugardals ehf. um greiðslu skuldar vegna fasteignagjalda fyrir Ægisbraut 9, kr. 600.000,- enda verði greiðslan innt af hendi eigi síðar en 1. september næstkomandi.

4.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaður - sameining lífeyrissjóða.

1304114

Erindi lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 24. maí 2013, vegna fyrirhugaðra sameininga nokkurra lífeyrissjóða sveitarfélaga við Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og sameining verði samþykkt.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

5.Íbúðir ÍBL á Akranesi í maí 2013

1305010

Viðræður við Íbúðalánasjóð vegna íbúða á Akranesi.

Bæjarstjóri kynnir viðræður við Íbúðalánasjóð vegna íbúða í eigu sjóðsins á Akranesi. Bæjarráð fagnar hugmyndum um samkomulag við sjóðinn um uppbyggingu í miðbænum og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við umhverfis-og framkvæmdasvið.

6.Lánamál Orkuveitu Reykjavíkur - Trúnaðarmál

1304161

Trúnaðarmál - Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 16. maí 2013, þar sem óskað er samþykkis eigenda, á breytingu á greiðsluröð.

Bæjarráð samþykkir erindið.

7.OR - Planið framvinduskýrsla

1204074

Planið framvinduskýrsla dags. 17. maí 2013 og samstæðureikningur Orkuveitu Reykjavíkur, samandreginn árshlutareikningur 1. janúar til 31. mars 2013.

Lagt fram til kynningar.

8.Stöðvun á nauðungarsölu án dómsúrskurðar

1305167

Áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna til sveitarfélaga dags. 24. maí 2013, um að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi í sveitarfélaginu, sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við nauðungarsölur og aðrar fullnustuaðgerðir.

Lagt fram til kynningar.

9.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Svarbréf mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 7. maí 2013, við bréfi bæjarstjóra frá 22. apríl 2013, þar sem óskað var eftir svörum frá ráðuneytinu varðandi fjármagn til varðveislu Kútters Sigurfara. Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið muni leggja fram tillögu að fjárveitingum við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir í samvinnu við stjórn Byggðasafnsins og forstöðumann.

10.Dagur íslenskrar náttúru 2013.

1305154

Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 21. maí 2013, þar sem vakinn er athygli sveitarfélaga á "Degi íslenkrar náttúru 2013" og hvatt til að efna til viðburða í tilefni dagsins.

Lagt fram til kynningar.

11.Elskaðu friðinn - styrkbeiðni

1305179

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs dags. 27. maí 2013, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi vegna leiksýningar Brekkubæjarskóla "Elskaðu friðinn" í samræmi við styrkveitingu til Grundaskóla vegna "Nornaveiða" sem var að upphæð kr. 340.000,-

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 340 þúsund krónur sem verði gjaldfærður af liðnum 21-89-5948, ýmsir styrkir.

12.Einstaklingsmál vegna innheimtuaðgerða

1305124

Trúnaðarmál - Erindi Kr. St. lögmannsstofu ehf. dags. 13.maí 2013 þar sem innheimtuaðgerðum kaupstaðarins á hendur umbjóðanda stofunnar, Þorra Bryndísarsyni, er mótmælt.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fjölskyldusviðs með beiðni um að Þorri verði aðstoðaður við að fá skattaskuldina fellda niður sem fyrst.

13.Vitinn - félag áhugaljósmyndara - húsnæðismál

1304032

Samningur með viðauka á milli Akraneskaupstaðar og Vitans, félags áhugaljósmyndara á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Akraneskaupstaðar og áhugaljósmyndarafélagsins Vitans ásamt viðauka.

14.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

Tilnefning í starfshópinn.

Bæjarráð tilnefnir Gunnhildi Björnsdóttur í jafnréttishóp Akraneskaupstaðar í stað Hrannar Ríkharðsdóttur.

15.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara

1302181

Tilnefning í starfshóp um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.

Bæjarráð tilnefnir Svein Kristinsson í starfshóp um þjónustumiðstöð fyrir aldraða í stað Hrannar Ríkharðsdóttur.

16.Endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra 2013 - starfshópur

1211118

Erindi verkefnisstjóra Fjölskyldusviðs dags. 28. maí 2013, f.h. starfshóps um endurskoðun á yfirtöku málefna fatlaðra, þar sem óskað er eftir fresti til að skila niðurstöðum, vegna umfangs verkefnis, til 31. október 2013. Áfangaskýrsla verður kynnt bæjarráði í júní.

Bæjarráð samþykkir erindið.

17.Bæjarlistamaður Akraness 2013

1304192

Erindi Menningarmálanefndar dags. 28. maí 2013, þar sem óskað er samþykktar á breytingum á reglum vegna starfsstyrks bæjarlistarmanns.

Helstu breytingar eru að starfsstyrknum skuli vera úthlutað þann 17. júní ár hvert í stað Vökudaga, auk þess sem upphæð verði kr. 500.000,- .

18.Kartöflugarðar - vatnslögn

1305195

Ósk um fjárveitingu vegna vatnslagnar í kartöflugarð.

Bæjarráð samþykkir umsókn til Orkuveitunnar um lagningu vatnslagnar í kartöflugarða. Kostnaðurinn, kr. 354.479 gjaldfærist af liðnum 21-95-4995, óviss útgjöld.

19.Samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

1302073

Bæjarráð samþykkir drög að samþykktum um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og vísar drögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

20.Ráðstefna í Molde 11.-12. júní n.k. um atvinnuuppbyggingu á norðlægum slóðum

1301001

Dagskrá ráðstefnu lögð fram.

Dagskrá ráðstefnu í Molde í Noregi um atvinnuuppbyggingu á norðlægum slóðum um lögð fram til kyningar. Sveitarfélögum á Íslandi, Noregi og á Grænlandi sem byggja atvinnu sína á stóriðju er boðið á ráðstefnuna.

21.Tilnefning í stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1303079

Bæjarráð tilnefnir Hjördísi Garðarsdóttur sem aðalmann og Reynir Þór Eyvindarson til vara, Valdimar Þorvaldsson sem aðalmann og Stefán Lárus Pálsson til vara, Björn Guðmundsson sem aðalmann og Svein Kristinsson til vara, Þorgeir Jósefsson sem aðalmann og Margréti Snorradóttur til vara og leggur til við bæjarstjórn að tilnefningin verði staðfest.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00