Fara í efni  

Bæjarráð

3127. fundur 29. september 2011 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Menningarráð Vesturlands - starfsemi

1009027

Bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 21.9.2011, þar sem vakin er athygli á úthlutun styrkja fyrir árið 2012 og frestum þar að lútandi.

Lagt fram.

2.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

Fundargerð 12. fundar frá 26.9.2011.

Lögð fram.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

Fundargerð 789. fundar frá 9.9.2011.

Lögð fram.

4.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerðir 56 og 57 funda menningarráðs frá 6.7 og 6.9.2011.

Lagðar fram.

5.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

1109017

Aðalfundarboð ásamt dagskrá sem haldinn verður 30.9 - 1.10.2011, á Hótel Borgarnesi.

Lagt fram.

6.Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011

1109141

Bréf Innanríkisráðuneytis dags. 19.9.2011, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011. Fundurinn er haldinn 12.10.2011 á Hilton Hotel Nordica kl. 17:00.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

7.Brunabót - aðalfundarboð

1109196

Aðalfundarboð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands 12. október 2011 á Grand Hótel Reykjavík.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

8.Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda.

1102345

Málið rætt.

9.Gjaldskrár Fjölskyldustofu

1006101

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 26.9.2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að fæðisgjald í leik- og grunnskóla svo og frístundaklúbbi Þorpsins hækki um 7,5% frá og með 1.11.2011.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Almenningssamgöngur milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins - Vegagerðin

1109152

Bréf Vegagerðarinnar dags. 21.9.2011, þar sem samningi um almenningssamgöngur á milli Akraness og Reykjavík frá 28.12.2005, er sagt upp frá og með n.k. áramótum með fyrirvara um að samningur náist við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

Lagt fram.

11.Starfsmannamál Brekkubæjarskóla

1010199

Bréf starfsmanna- og gæðastjóra dags. 22.9.2011, þar sem óskað er fjárheimildar að fjárhæð 212 þús. kr. vegna námskeiðahalds.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og að fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

12.Fjármál sveitarfélaga

1109145

Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 21.9.2011, varðandi upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árin 2008-2010 ásamt áætlun fyrir árið 2011. Einnig fylgir bréfinu upplýsingar um ýmsar kennitölur úr rekstri og fjárhag sveitarfélaganna.

Lagt fram.

13.FEBAN - bókband - styrkbeiðni

1108143

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 21.9.2011, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur til FEBAN vegna greiðslu húsaleigu vegna kennslu á bókbandi.

Bæjarráð staðfestir ákvörðun Fjölskylduráðs.

14.Dagforeldrar - námskeið

1109133

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 21.9.2011, þar sem óskað er fjárveitingar að fjárhæð 200 þús. kr. til að standa fyrir námskeiði fyrir dagforeldra.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og að fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

15.Fjöliðjan - Vörubirgðir við áramót 2010-2011

1109136

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 21.9.2011, þar sem lagt er til að Akraneskaupstaður leysi til sín vörubirgðir sem til staðar voru í Fjöliðjunni um síðustu áramót þegar Akraneskaupstaður yfirtók reksturinn. Verðmæti vörubirgðanna er 546 þús. kr.

Guðmundur Páll vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting vegna málsins, og fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

16.Sólmundarhöfði 7 - þjónustu- og öryggisíbúðir

1109148

Drög að viljayfirlýsingu og samkomulagi við Reginn Í1 ehf um samstarf vegna byggingar íbúðarhúss að Sólmundarhöfða 7 og leigu Akraneskaupstaðar á allt að 7 íbúðum í fjölbýlishúsinu til allt að 7 árum. Heildarskulbinding Akraneskaupstaðar vegna leigu íbúðanna verði á bilinu 90 - 95 m.kr.
Á fundinn mættu til viðræðna fulltrúar Akraneskaupstaðar í starfshópi þeir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari.

Gerðu Sveinn og Jón Pálmi bæjarráði grein fyrir fyrirliggjandi samningsdrögum.

Einar óskar eftir að afgreiðslu málsins verði frestað. Bæjarráð fellst ekki á þá beiðni.

Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og samkomulagið um samstarf fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 27.9.2011, varðandi fjárhagsstöðu þeirra stofnana sem heyra undir fjölskylduráð.

Lagt fram.

18.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Upplýsingar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 20.9.2011 um rekstrarstöðu ársins 2011.
Minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu dags. 28. september 2011, þar sem gerð er grein fyrir fjárhagsstöðu Akranesstofu og þeirra stofnana sem undir hana heyra.

Lagt fram.

19.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar

1012105

Á fundinn mætti til viðræðna Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu- og upplýsingastjóri. Gerði hún ásamt bæjarritara og bæjarstjóra grein fyrir þeirri úttekt sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og niðurstöðum þeirra í grófum dráttum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að skýrsluhöfundur kynni skýrsluna fyrir bæjarráði og felur bæjarstjóra jafnframt að leggja fyrir bæjarráð tillögu að næstu skrefum í málinu.

20.Brekkubæjarskóli - aðkoma að skólastjórn og starfsmannamálum

1107106

Bréf starfsmanna- og gæðastjóra dags. 26.9.2011 með tillögum að svörum við fyrirspurn Hrannar Eggertsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga með óorðnum breytingum að svari verði samþykkt sem svör bæjarstjórnar við framkomnum fyrirspurnum.

21.Jafnréttisáætlun.

912027

Bréf starfsmanna- og gæðastjóra og þjónustu- og upplýsingastjóra dags. 22.9.2011 þar sem lagt er til að skipaður verði fimm manna starfshópur til að vinna að gerð jafnréttisáætlunar ásamt framkvæmdaáætlunar fyrir Akraneskaupstað. Áætlaður kostnaður við starfshópinn er 700 þús. kr. á árinu 2011.

Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00