Fara í efni  

Bæjarráð

3215. fundur 27. mars 2014 kl. 08:15 - 10:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.FVA - lóð umhverfi og viðhald

1309201

Erindi Fjölbrautaskóla Vesturlands til ríkis og sveitarfélaganna sem eiga aðild að samningi um skólann skipti með sér kostnaði við frágang á lóð heimavistar við Vogabraut 4.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við fasteignir ríkissjóðs.

2.Spölur - eignarhaldsfélag 2014

1403122

104. fundargerð stjórnar Eignarhaldsfélags Spalar hf. frá 27.2.2014.

Lögð fram.

3.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

118. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14.3.2014.

Lögð fram.

4.Menningarráð - styrkir 2014

1310214

Tilkynning SSV dags. 14.3.2014, um stöðu á úthlutunarmálum menningarsamnings.

Lögð fram.

5.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2014

1403145

Erindi Faxaflóahafna sf. dags. 19.3.2014, þar sem gerð er grein fyrir breytingu á fjárhagsáætlun 2014.

Lagt fram.

6.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2014

1403129

Erindi Faxaflóahafna sf. dags. 14.3.2014, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt ársreiknings fyrir árið 2013.

Lagt fram.

7.Skýrslutæknifélags Íslands - styrkbeiðni

1401102

Erindi Skýrslutæknifélags Íslands (SKÝ) þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna fyrirhugaðrar útgáfu á sögu upplýsingatækni á Íslandi frá upphafi til 2010.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

8.Blátt áfram - styrkbeiðni

1401102

Erindi frá Blátt áfram forvarnarverkefni dags. 14.3.2014, þar sem óskað er eftir 400.000,- kr. vegna útgáfu á Blátt áfram blaðinu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

9.Höfði - endurfjármögnun lána

1403113

Erindi Höfða dags. 14.3.2014, þar sem óskað er eftir heimild eignaraðila til að sækja um endurfjármögnun á láni hjá LS.

Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Frumvarp til laga nr. 250 og 251 - um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði - umsögn

1401224

Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður og Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn mæta á fundinn.

11.Grundaskóli - eldhús og matsalur

1401181

Greinargerð starfshóps lögð fram á fundinum.

12.Sementsverksmiðjan - útleiga

1403169

Drög að auglýsingu lögð fram á fundinum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi auglýsingu. Jafnframt er bæjarstjóra falið að undirbúa auglýsingu á föstum búnaði í eigu Akraneskaupstaðar sem nýttur var til sementsframleiðslu á sínum tíma ásamt auglýsingu á svokallaðri "Gulu skemmunni" til sölu.

13.ÍA - samningur um rekstur og samskipti

1403180

Drög að samningi um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness lögð fram.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með þeirri breytingu að framlag samkvæmt 8. gr. hækki um kr. 500.000 og verði árlega kr. 3.000.000 og felur bæjarstjóra undirritun samningsins.

Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "óviss útgjöld" 21-83-4995.

14.Akranesvitinn

1403165

Tillaga um gerð samnings vegna starfsemi Akranesvita sumarið 2014

Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 1.000.000 til kynningar og leiðsagnar um Akranesvita á árinu 2014.

Þegar er gert ráð fyrir kr. 600.000 í fjárhagsáætlun til verkefnisins en kr. 400.000 verði ráðstafað af liðnum "óviss útgjöld" 21-83-4995.

15.Málefni fatlaðs fólks á Akranesi

1403109

Erindi fjölskylduráðs dags. 19.3.2014, þar sem óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við óháðan aðila um úttekt á þjónustuþörf íbúa.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 2.300.000 vegna úttektar óháðs aðila á þjónustuþörf íbúa.

Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "óviss útgjöld".

16.Afskriftir 2013

1304125

Tillögur félagsmála- og fjármálastjóra vegna afskrifta fyrir árið 2013 dags. 22.3.2014.

Bæjarráð samþykkir afskriftir að fjárhæð kr. 3.952.181.

17.OR - eigendanefnd 2014

1401093

a. Uppskipting OR
b. Planið / framvinda

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð fagnar framvindu "Plansins" sem er umtalsvert betri en en áætlanir gerðu ráð fyrir.

18.Frumvarp til laga nr. 251 - um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (fækkun

1401225

Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður og Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn mæta á fundinn.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00