Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

124. fundur 12. janúar 2005 kl. 18:15 - 19:30

124. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 12. janúar 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir voru:                 Guðni Tryggvason, formaður,

                                    Ástríður Andrésdóttir,

                                    Pétur Svanbergsson,

                                    Þórður Þ. Þórðarson,

                                    Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.

 

Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.

 

Fyrir tekið:

 

1. Afleysingar markaðs- og atvinnufulltrúa.

Formaður, bæjarritari og markaðs- og atvinnufulltrúi gerðu grein fyrir umsækjendum um starfið, en 19 umsækjendur sendu inn umsókn.  Upplýst var að fimm umsækjendur höfðu verið kallaðir til nánari viðræðna. 

Bæjarritara og formanni falið að ganga frá ráðningu í starfið í samræmi við umræður á fundinum.

 

2. Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Málið rætt.

 

3. Fjölskyldustefna Akraneskaupstaðar.

Málið rætt.

 

4. Samstarf við OR.

Formaður og bæjarritari kynntu drög að samstarfssamningi við Orkuveitu Reykjavíkur varðandi úrvinnslu nýsköpunarhugmynda og þróunar-verkefna. 

Atvinnumálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

5. Skaginn skorar.

Rætt um útgáfu næsta blaðs, efnistök og annað sem tengist útgáfunni.  Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

6. Skýrsla Strætó bs. varðandi drög að tillögu um akstur strætisvagns á milli Akraness og Reykjavíkur.

Skýrslan kynnt. 

Bæjarritara og formanni falið að vinna áfram að málinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00