Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

623. fundur 07. maí 2002 kl. 08:00 - 09:40

623. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 7. maí 2002 og hófst hann kl. 8:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir,
Pétur Svanbergsson,
Tryggvi Bjarnason,
Sæmundur Víglundsson.

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir félagasráðgjafi ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Tryggvi Bjarnason.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Vinnuskóli Akraness
Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi mætti á fundinn kl. 8:00 til að kynna hugmyndir að breytingum við Vinnuskóla Akraness.  Málið rætt.

2. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
 3. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

4. Fastráðning starfsmanna í heimaþjónustu
Æskulýðs- og félagsmálaráð samþykkir að fastráða tvo starfsmenn í heimaþjónustu í 50% starf. Starfsmenn þessir eru: Birna Aðalsteina Pálsdóttir, kt. 010573-4599 og Erlingur Birgir Magnússon, kt. 240362-3929.

5. Tillaga um stofnun vinnuhóps með velferð unglinga að leiðarljósi.
Lagt fram bréf vinnuhópsins dags. 1. maí 2002.  Starfsmönnum félagsmáladeildar falið að ræða við bréfritara.

6. Bíóhöllin á Akranesi
Rætt um framkvæmd á lögum um kvikmyndaskoðun. Formaður barnaverndanefndar hefur rætt við forstöðumenn Bíóhallarinnar varðandi átak til að framfylgja aldurstakmörkum.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:40

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00