Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

617. fundur 12. febrúar 2002 kl. 08:00 - 09:30

617. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 12 . febrúar 2002 og hófst hann kl. 8:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir,
 Oddný Valgeirsdóttir,
 Pétur Svanbergsson,
 Tryggvi Bjarnason

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir félagasráðgjafi ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
Rætt um fjárhagsaðstoð síðasta árs og farið yfir listann yfir þá einstaklinga sem nutu fjárhagsaðstoðar á árinu 2001. Heildarfjárhagsaðstoð ársins 2001 var kr.  9.833.645,-.

2. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Stefnumótun í málefnum fjölskyldunnar
Æskulýðs- og félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að skipaður verði stýrirhópur til að vinna að fjölskyldustefnu sveitarfélagsins og að ráðinu verði falin ábyrgð og umsjón verkefnisins. Þar sem heildstæð fjölskyldustefna gengur þvert á alla þjónustu bæjarins er mikilvægt að aðrar nefndir á vegum bæjarins komi einnig að þeirri vinnu.

4. Atvinnumál ungs fólks
Æskulýðs- og félagsmálaráð leggur til að skipaður verður starfshópur til að leita leiða til bæta stöðu atvinnulausra ungmenna.

5. Tómstunda- og menningarhús
Málið kynnt.

6. Launakönnun Akraneskaupstaðar
Lagt fram, umræðu frestað til næsta fundar.

7. Breytingar á innra skipulagi félagmáladeildar
Málið kynnt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00