Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

609. fundur 18. september 2001 kl. 08:00 - 10:40

609. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 18. september 2001 og hófst hann kl. 8:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir,
 Oddný Valgeirsdóttir,
 Sæmundur Víglundsson
 Pétur Svanbergsson
 Tryggvi Bjarnason

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir félagasráðgjafi ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.


Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:


1. Fjárhagsaðstoð / Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Dagmæður
Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins þar sem vakin er athygli á ákvæðum reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 198/1992.

3. Vímuefnavandinn
Lögð fram ályktun sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. ágúst sl. þar sem m.a. er lögð áhersla á umfjöllun og aðgerðir gegn sívaxandi fíkniefnanotkun unglinga.

4. Launakönnun hjá Akraneskaupstað.
Ragnheiður Agnarsdóttir og  Drífa Sigurðardóttir starfsmenn PricewaterhouseCoopers kynntu launakönnunina, auk þess var bæjarritari Jón Pálmi Pálsson á kynningunni.
Æskulýðs- og félagsmálaráð leggur til að PwC verði fengin til að vinna áfram að frekari úrvinnslu á launakönnuninni samkvæmt verkþætti 2.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl.10:40

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00