Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

595. fundur 30. janúar 2001 kl. 08:00 - 09:30
595. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 30.janúar 2000 og hófst hann kl. 8:00.
 
Mættir voru: Tryggvi Bjarnason,
 Oddný Valgeirsdóttir,
 Sæmundur Víglundsson,
 Heiðrún Janusardóttir 
 
Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir. Sveinborg Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi,  ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af félagsmálastjóra.
 
Fyrir tekið:
1. Námsstyrkir
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
 
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
 
3. Vinnuskólinn á Akranesi.
Einar Skúlason mætir á fundinn kl. 8:30.  Æskulýðs- og félagsmálaráð hefur farið yfir tillögur þremenninganna og er sammála megin innlagi þeirra.  Vert er að minna á þann kostnaðarauka sem óhjákvæmilega hlýst af því að hætta allri útseldri vinnu til annarra en elli- og örorkulífeyrisþega. 
Æskulýðs- og félagsmálaráð leggur áherslu á að vinnuskólinn skapi holt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir 14, 15 og 16 ára unglinga á Akranesi.
Mikilvægt er að vinnuskólinn reyni að hafa sumarstörfin sem unglingum eru boðin fjölbreytt og hafi uppeldis hlutverkið að leiðarljósi.  Á starfstíma sumarsins fái hver árgangur sérstaka fræðsludaga sem æskulýðsfulltrúi skipuleggur m.a. í samstarfi við ?forvarnarhópinn?.
Sýnt er að starfsemi vinnuskólans telst vera einn af mikilvægustu þáttum í æskulýðsstarfi á Akranesi og telur æskulýðs- og félagsmálaráð ekki ástæðu til breytinga á því.
 
4. Tómstundafulltrúi Arnardals.
Æskulýðs og félagsmálaráð samþykkir tillögu Einars Skúlasonar að óska eftir endurmati á starfi tómstundafulltrúa Arnardals.
 
5. Æskulýðsmál á Akranesi.
Rætt almennt um æskulýðsmál á Akranesi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:30
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00