Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

592. fundur 27. nóvember 2000 kl. 20:00 - 22:20
592. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, mánud. 27. nóvember 2000 og hófst hann kl. 20:00.

Mættir voru: Inga Sigurðardóttir, formaður,
Tryggvi Bjarnason,
Oddný Valgeirsdóttir,
Sæmundur Víglundsson,
Pétur Svanbergsson

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir. Inga Sigurðardóttir ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Vinnuskólinn
Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi kynnti skýrslu um rekstur vinnuskóla Akraness árið 2000. Einari var þakkað fyrir framlagða skýrslu og umræðu um hana á fundinum.

4. Heimilishjálp
Beiðni um fastráðningu starfsmanns við heimilisþjónustu.
Samþykkt að mæla með fastráðningu Maríu Antoniu sa Rodrigues í 50% starf frá og með 1. desember.

5. Umsóknir um styrki við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2001.
Samþykkt að mæla með að eftirtaldir aðilar fái styrk fyrir árið 2001:
AA samtökin á Akranesi.
Ölver ? sumarbúðir.
KFUM og K á Akranesi.
Fjöliðjan.
Þroskahjálp á Vesturlandi.
Skátafélag Akranes.

6. Fjárhagsáætlun.
Æskulýðs- og félagsmálaráð beinir því til bæjarráðs að óskir félagsmála-deildar vegna liðveislu/ heimilishjálpar fyrir fötluð ungmenni verði í fjár-hagsáætlun fyrir 2001.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00