Svipmyndir af tvískiptu landi - Ljósmyndasýning

Svipmyndir af tvískiptu landi er ljósmyndasýning Péturs Edvardssonar sem dregur upp áhrifaríkar myndir af samfélagi þar sem friður og fjandskapur lifa samhliða. Í þessari ferð sneri Pétur aftur til Norður-Írlands í fyrsta sinn síðan árin fyrir friðarsamkomulagið svokallaða, sem undirritað var árið 1998. Hann heimsótti bæði Belfast og Derry – tvær borgir sem bera enn djúp spor fortíðar.
Ljósmyndirnar fanga augnablik úr hversdagslífi í samfélagi þar sem gömul sár eru enn opin, múrar og girðingar aðskilja íbúa, og hefðbundnar skrúðgöngur verða að táknmynd óuppgerðs átaka. Þrátt fyrir frið á pappír ríkir brothætt jafnvægi, og andrúmsloftið ber með sér undirliggjandi spennu og djúpstæða andúð milli trúarhópa.
Með sýningunni veltir Pétur upp spurningum um frið, samlyndi og sjálfsmynd – og hvetur gesti til að staldra við og íhuga hvernig saga og menning móta samfélög. Getum við raunverulega brugðið okkur út úr fortíðinni og mótað framtíð byggða á skilningi og virðingu?
Sýningin er sett upp í Akranesvita, þar sem andrúmsloftið rammar inn myndefni sem snertir við og vekur til umhugsunar.
Hvetjum öll áhugasöm til að líta við á opnunartíma vitans.