Fara í efni  

Úr augum þér fiðrildi fljúga

Úr augum þér fiðrildi fljúga er samstarfsverkefni milli Íslands og Noregs sem hefur fengið styrk frá Norsk-islandsk kultursamarbeid, Music Norway og Tónskáldasjóði RÚV og STEFs. Leitast er eftir að sjá hvernig tónlist mætir íslenskri og norskri bókmenntalist og mynda áhugaverða útkomu. 

Í bókmenntalist fara hugsanir og ímyndunaraflið á flug. Oft hrífur textinn mann með sér inn í veröld fulla af litríkum myndum og tilfinningum. Að notast við þá upplifun sem tónlistarmaður getur veitt manni mikinn innblástur. Að auki er bókmenntalist svo ríkur hluti af bæði íslenskri og norskri menningu. Það listform var alltaf til staðar og það sem við höfðum. Sérstaklega áður fyrr fékk fólk útrás fyrir tilfinningum sínum og fann fyrir umhyggju og hughreystingu í bókmenntalistinni. Það er svo áhugavert að upplifa það enn nú á tímum og hvað það er rótgróinn partur af okkur.

Í verkefninu er notast við nýsamin tónverk og fríann spuna rammaðann af þjóðlegum tónglifsum. Unnið er með ljóð eftir Þórarinn Eldjárn, Jóhannes úr Kötlum og Gro Dahle og norsku þjóðsöguna Lurvehette. Flytjendur verkefnisins eru Ásta Soffía á harmóníku og Anders Abelseth á saxafón. Tónskáld verkefnisins eru Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal.
Markmiðið í Úr augum þér fiðrlidi fljúga er að leitast eftir að finna jafnvægi á milli tónlistar og bókmenntalistar sem dregur fram hrífandi, sterka, tilfinningaríka sköpunarkraft textans og litríka hljómlandslagið frá harmóníkunni og saxafónsins í tónlistinni. Að þessi tvö listformi standi jöfnum fæti í flutningnum, innblástur komi frá báðum áttum og hvort þau geti myndað sameiginlegt tjáningarform.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00