Fara í efni  

Marlyn Monroe Heiðurstónleikar

Á tónleikunum verða lög úr söngbálki hinnar goðsagnakenndu Marilyn Monroe flutt af söngkonunni Rebekku Blöndal og hennar stórkostlega bandi.
Rebekka er ein af fremstu jazz- og blússöngkonum landsins og hlaut hún nýverið Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir árið 2022 sem söngkona ársins í flokknum jazztónlist. Rebekka gaf nýverið út plötuna Ljóð sem hefur fengið prýðis dóma og þó nokkra spilun á ljósvakamiðlum. Verkefnið var flutt á Múlanum Jazzklúbbi í Hörpu á vordögum við mjög góðar undirtektir.
 
Rebekka Blöndal, söngur
Snorri Sigurðarson, trompet, hljómsveitastjórn og útsetningar.
Haukur Gröndal, saxófónn og klarinett
Ólafur Jónson, saxófónn
Daði Birgisson, hljómborð/píanó
Börkur Birgisson, gítar
Birgir Steinn Theodórsson, bassi
Erik Ovick, trommur
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00