Fara í efni  

Fléttur - Þjóðlög og þjóðsögur á léttum nótum

Þjóðsagna- og þjóðlagaarfurinn skoðaður í ljósi þjóðsagna og atburða. Vest-norræn lagahefð er einnig skoðuð og borin saman við þann íslenska.
 
Flytjendur:
Trio DaNoIs samanstendur af Jónínu Ernu Arnardóttur og Morten Fagerli píanóleikurum og Pernille Kaarslev hornleikara. Með þeim verður einnig Sigrún Elíasdóttir langspilsleikar, rithöfundur og hlaðvarpskona. Hún er eins konar sögumaður sem leiðir okkur í gegnum ýmis þjóðlög eða þjóðleg lög með þjóðsögum og ævintýrum.
 
Um flytjendur:
Tríóið hefur komið víða fram undanfarin tíu ár og spilað við ýmis tækifæri, síðast á Íslandi á 100 ára fullveldisafmæli Íslands á tónleikum í Reykholti.
Þau hafa sérhæft sig í norrænni og þjóðlegri tónlist, ásamt því að láta skrifa fyrir sig nýja tónlist.
Sigrún er rithöfundur en sér einnig um hlaðvarpið Myrka Ísland og hefur einnig verið með hlaðvarpið þjóðlegir þræðir ásamt Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00