Fara í efni  

Með þangið í hárinu - Listasýning í Akranesvita

Kvenna Listavefur býður ykkur á sýninguna Með þangið í hárinu

Opnun er í Akraneesvita á annan í hvítasunnu kl 14.30

Listakonurnar sem kalla sig Kvenna Listavefur eru: Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Svíþjóð, Lind Draumland Völundardóttir, Ísland, Lilja Björk Egilsdóttir, Holland, Hulda Leifsdóttir, Finnland og Steinunn Helga Sigurðardóttir, Danmörk. Sköpunin og lífsheimspekin hefur tengt þær saman frá upphafi. Þær búa í sitthvoru landinu en tala reglulega saman á alnetinu og hafa gert það síðan í júlí 2021. Samtölin eru þeim innblástur. Þær eu ekki gamlar vinkonur, heldur hafa þær kynnst í gegn um þessa vinnu. Vinskapur þeirra tilkomin vegna listarinnar og endurspeglar þann kvenlega veruleika þar sem tilfinningar, líf og list renna saman.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00