Leiklistarnámskeið fyrir börn í 6.-8.bekk

Námskeiðið byggist fyrst og fremst á LEIKGLEÐI og frumsköpun.
Einnig verður lögð áhersla á einbeitingu, að gefa skýr skilaboð, hlustun, samvinnu, uppbyggingu stuttra leikrita og persónusköpun. Þessi grunnatriði verða svo færð yfir í spunavinnu sem á endanum skilar sér í lokasýningu sem nemendur sýna fyrir aðstandendur.
Það er mikilvægt að hver nemandi þroskist og vaxi á eigin forsendum, byggi upp sjálfstraust og heilbrigða sjálfsmynd og leiklistin er mjög gott tæki til þess að ná þeim árangri.
,, Dóttir mín hefur sótt tvö námskeið hjá Önnu Kolbrúnu sem hafa endað með metnaðarfullum sýningum með mikilvægum boðskap þar sem Anna Kolbrún hefur frumsamið leikrit með búningum og sviðsmynd. Útkoman var vægast sagt aðdáunarverð og sýndi mikinn metnað og ástríðu fyrir faginu "
- Ólafur Darri Ólafsson leikari
Námskeiðið verður haldið í Stúkuhúsinu og þá dagana 16. ágúst til 20. ágúst frá kl 11:00 - 15:00.
Sýningin verður haldin þann 20. ágúst, kl 15:30
Kostnaðurinn á námskeiðið eru 26.000 kr.
(Systkinaafsláttur: 50% afsláttur fyrir hvert systkini sem kemur á eftir því fyrsta)
Til að skrá sig á námskeiðið eða hafa samband við Önnu Kolbrúnu fyrir frekari upplýsingar í síma 7763397