Fara í efni  

Írskir dagar - dagskrá laugardags

Dagskráin er birt með þeim fyrirvara að vegna aðstæðna gæti þurft að gera breytingar eða í henni kunna að leynast villur.
Dagskráin verður uppfærð á þessari síðu þegar breytingar munu koma upp.

08:00 - 17:00 Garðavöllur
Opna Guinness golfmótið, Texas scramble mót með glæsilegum vinningum.

09:30 - 11:00 Sandkastalakeppni
Vegna sjávarfalla fer keppni að þessu sinni fram á Langasandskrika næst Sólmundarhöfða (austasti hluti Langasands). Verðlaun verða veitt í fjórum flokkum: Besti kastalinn, fallegasta listaverkið, yngsti keppandinn og fjölskyldan saman.

11:00 Helgasund til minningar um Helga Hannesson
Sjóbaðsfélag Akraness bíður uppá sjósund frá bryggjunni að Merkjaklöpp á Langasandi. Keppendur eru á eigin ábyrgð. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu félagsins.

12:00 - 13:00 Ullarsokkurinn á Akratorgi
Ungt tónlistarfólk á Akranesi stígur á stokk.

12:00 - 22:00 Paintball á Suðurgötutúni (fyrir aftan Sementsverksmiðjuna)

12:00 - 22:00 Vatnaboltar, lasertag og bogfimi á lóð Suðurgötu 64 (við Akratorg)

13:00 - 16:30 Antíkmarkaður við Akratorg

13:00 - 17:00 Bílasýning frá Heklu við Akratorg

13:00 - 18:00 Dagskrá við Byggðasafnið í Görðum

  • 13:00 - 17:00 Rakubrennsla á flakki. Samblanda fjögurra keramikera á Skaganum og fimm gesta. Fólki gefst kostur á að koma og fylgjast með þessari spennandi og hröðu brennsluaðferð og jafnvel versla hluti beint úr ofnunum ef áhugi er á. 
  • 13:00 - 17:00 Eldsmiðir að störfum. Hægt að fylgjast með og jafnvel gera góð kaup.
  • 16:00 - 18:00 Hálandaleikar Hjalta Úrsus og annarra heljarmenna

13:00 - 22:00 Karnival á Merkurtúni

13:30 Mæting keppenda í Rauðhærðasta á jarðhæð Suðurgötu 57

14:00 Fornbílasýning fram eftir degi
Bílaklúbburinn Krúser verður með sýningu á bílum á bílaplani Blikksmiðju Guðmundar og Eðallagna við Akursbraut.

14:00 - 16:30 Skemmtidagskrá við Akratorg, á dagskrá er m.a.:

  • Sirkus Íslands - Daniel og Kristinn leika listir sínar.
  • Rauðhærðasti Íslendingurinn 2017 krýndur. Sigurvegarinn fær flug fyrir tvo til Írlands í boði Gaman ferða. (skráning á irskirdagar@akranes.is )
  • Slitnir Strengir leika af sinni alkunnu snilld.
  • Danstúdíó Írisar sýnir Freestyle dansa.
  • Tónlistaratriði.
  • Björgvin Franz og Bíbí syngja töfrandi lög ævintýranna
  • Best skreytta húsið, verðlaunaafhending. Sigurvegarinn fær flug fyrir tvo til Írlands með Gaman ferðum. (skráning á irskirdagar@akranes.is )
  • María og Rakel taka lagið.
  • BMX Bros sýna snilldar takta.

16:00 Tónleikar á Lesbókin Café
Hlynur Ben og Biggi Þóris taka nokkur bítlalög.

20:00 - 22:00 Lifandi tónlist í Dularfullu búðinni

22:00 Brekkusöngur á þyrlupalli við Akranesvöll á vegum Club 71

23:00 - 03:00 Írsk stemming á Vitakaffi

23:30 Lopapeysan á hafnarsvæðinu
Skemmtilegasta sveitaball landsins og þó víðar væri leitað. Miðasala í Eymundsson á Akranesi, midi.is og við innganginn.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00