Á móti straumnum- hringinn í kringum Ísland 2019

Fjölskylda og félagsstarf
Hvenær
3. júní kl. 20:00-21:00
Hvar
Þorpið, Þjóðbraut 13
Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og transkona frá Ísafirði rær nú hringinn í kringum Ísland á kajak og safnar í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og hvetjum við alla til að heita á Veigu og leggja samtökunum lið. Sjá www.pieta.is
Veiga mun róa rangsælis hringinn í kringum landið og kallar hún verkefnið „Á móti straumnum“. Róðurinn hófst 14. maí frá Ísafirði og gera má ráð fyrir að hann taki sex til tíu vikur.
Á fyrirlestrinum mun Veiga segja frá verkefninu, sögunni á bakvið það, kynleiðréttingaferlinu, svara spurningum og upplýsa áheyrendur um fjölbreytt málefni.
EKKERT KOSTAR INN Á FYRIRLESTURINN. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.