Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

76. fundur 08. maí 2007 kl. 17:30 - 19:20

76. fundur tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. maí 2007 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:            Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, formaður

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Sæmundur T. Halldórsson

Bjarki Þór Aðalsteinsson,

Silvía Llorens Izaguirre,

Jón Þór Þórðarson, áheyrnarfulltrúi ÍA

 

Einnig sat Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála fundinn auk Helgu Gunnarsdóttir, sviðsstjóra  sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Úthlutun styrkja til félaga vegna seinni hluta árs 2006.

Fyrir fundinum lá útreikningur að styrkjum til félaga sem sinna barna- og unglingastarfi.

Fundarmenn samþykkja úthlutun í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóra falið að ganga frá úthlutuninni.

 

2. Nýjar reglur um úthlutun styrkja.

Afgreiðslu frestað.

 

3. Niðurstöður starfshóps Vinnuskóla Akraness með tilliti til ungmenna með fötlun.

Skýrslan lögð fram til kynningar. Fundarmenn fagna því að fram er komin stefnumótun fyrir þennan hóp.

 

4. Erindi frá bæjarráði dags. 11.04.07.

Bæjarráð vísar erindi Keilufélags Akraness um stofnun Afrekssjóðs til umsagnar tómstunda- og forvarnarnefndar.

Skoðun fundarmanna er sú að best sé að stofna einn afrekssjóð fyrir ÍA þar sem félagsmenn í aðildarfélögum ÍA geta sótt af sérstöku tilefni. Tómstunda- og forvarnarnefnd vill minna á 10. gr. í samningi Akraneskaupstaðar og ÍA en þar segir: ?Aðilar eru sammála um að leita sameiginlega leiða til að styrkja í auknum mæli afreksfólk í íþróttum t.d. með stofnun sjóðs með þátttöku fleiri aðila en ÍA og Akraneskaupstaðar.?

 

5. Önnur mál.

  • Rætt um aðkomu nefndarinnar að 17. júní hátíðarhöldum og Írskum dögum.
  • Formaður kynnti bréf sem hann og verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála sendu til þeirra aðila sem bjóða fram til alþingis- kosninga. Þar eru framboðsaðilar hvattir til að virða áfengislög m.t.t. ungra kjósenda.
  • Heiðrún kynnti að Forvarnarsjóður styrkti tvö verkefni Akraneskaupstaðar. Annars vegar verkefnið ?Vertu töff ? vímulaus? og hins vegar ?Hve langt viltu ganga?? sem unnið er í samvinnu við Rauða krossinn og Björgunarfélagið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00