Fara í efni  

Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)

376. fundur 20. júní 2006 kl. 16:30 - 21:15

Fundur nr. 376 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupsstaðar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, þriðjudaginn 20. júní 2006 og hefst hann kl. 16:30.


 

Mættir voru:                   Gísli S. Einarsson formaður stjórnar,

                                      Sævar Þráinsson

                                      Valdimar Þorvaldsson.

 

Auk þeirra Andrés Ólafsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins.


 

Fyrir tekið:

 

1.   Tilnefningar í stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

Lagt fram bréf dags. 15.06.2006 frá Akraneskaupstað þar sem tilkynnt er um tilnefningar í stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar til fjögurra ára.

 

Aðalmaður: Sævar Þráinsson

Varamaður: Bergþór Ólason

 

Lagt fram bréf dags. 19.06.2006 frá Starfsmannafélagi Akraneskaupstaðar þar sem tilkynnt er um tilnefningu í stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.

 

Aðalmaður: Valdimar Þorvaldsson

Varamaður: Hafdís Sigurþórsdóttir.

 

Bæjarstjóri er sjálfkjörinn í stjórnina og er hann formaður sjóðstjórnar.

 

2.  Tilnefning í fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða.

Stjórn lífeyrissjóðsins tilnefnir Andrés Ólafsson og Valdimar Þorvaldsson í fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða.

 

3.  Skýrslur Landsbréfa.

3.1.        Mánaðarskýrsla 30.04.06.

3.2.        Mánaðarskýrsla 31.05.06.

Lagðar fram.

 

4.  Lífeyrir.

Sjá trúnaðarbók.

 

5.  Breyting úr örorkulífeyri í lífeyri.

Sjá trúnaðarbók.

 

6.  Nýtt örorkumat.

Sjá trúnaðarbók.

 

7. Fréttatilkynning frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Lögð fram fréttatilkynning frá Landssamtökum lífeyrissjóða, þar sem kemur fram að það er ?Ekki hlutverk lífeyrissjóða að eiga og reka hjúkrunarheimili?.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00