Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

18. fundur 18. desember 2003 kl. 10:00 - 11:00

Fundur í stjórn Grundartangahafnar var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18,fimmtudaginn 18. desember 2003 og hófst hann kl. 10:00.


Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Ásbjörn Sigurgeirsson,
 Guðni Tryggvason.

Auk þeirrra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar, Helgi Þórhallsson frá Íslenska Járnblendifélaginu og Guðmundur Eiríksson.


 

1.     Drög að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2004 ásamt greinargerð.
Hafnarsjórn samþykkir áætlunina.

 

2.  Árshlutareikningur fyrir janúar til nóvember 2004.
 Lagður fram.

 

3.  Skýrsla hafnarstjóra vegna reksturs Grundartangahafnar frá maí - desember 2003.
 Lögð fram.

 

4.  Samantekt vegna óinnheimts virðisaukaskatts fyrir tímabilið 1997 - 2003.
 Lögð fram.  Stjórnin óskar eftir yfirliti vegna áranna fyrir 1997.  Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

5. Tillaga um skipan vinnuhóps til að gera tillögu að deiliskipulagi á landi Klafastaða.

 Stjórnin samþykkir að skipa fjögurra manna starfshóp til að vinna að verkefninu.  Í starfshópnum verði hafnarstjóri, fulltrúi tilnefndur af hreppsnefndar Skilmannahrepps og Guðmundur Eiríksson.  Vinnuhópurinn vinni í samstarfi við fyrirtækin á svæðinu.

 

6.  Ákvörðun um laun stjórnar.
 Stjórnin samþykkir að laun á hvern stjórnarfund verði kr. 15.000 og að formaður fái greitt 80% álag.  Aksturskostnaður verði eins og verið hefur.

 

7.  Samantekt Björns Líndals hdl. vegna rekstrarforms Grundartangahafnar 
 Lögð fram.  Stjórnin mun fjalla frekar um álitið á næsta fundi.  Samþykkt að senda eigendum hafnarinnar álitið.


8. Önnur mál.
 Lögð fram endurskoðuð áætlun varðandi afkomu hafnarinnar miðað við framkvæmdir um stækkun hafnarinnar.

 Helgi greindi frá fundi sem hann sat með fulltrúum Hönnunar varðandi hafnarverndina.  Nokkrar umræður urðu um framkvæmd hafnarverndarinnar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00