Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

9. fundur 18. desember 2002 kl. 13:15 - 14:00

9. fundur.  Ár 2002, miðvikudaginn 18. desember kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarherbergi Íslenska Járnblendifélagsins að Grundartanga og hófst fundurinn kl. 13:15.

_____________________________________________________________

Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Sturlaugur Haraldsson.

Auk þeirra Gisli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

_____________________________________________________________


Fyrir tekið:

 

1. Frumvarp til hafnalaga.
Lagt fram.

 

2. Fundargerð 33. ársfundar Hafnasambands sveitarfélaga frá 10. og  11. október 2002 og fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 9.10., 11.10. og 6.11. 2002.
Lagðar fram.

 

3. Rekstrarreikningur Grundartangahafnar frá 1.1.2002 til 30.9.2002 ásamt rekstrarspá til áramóta.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu fjárhagsstærðum.

 

4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
Stjórnin samþykkir áætlunina.

 

5. Laun stjórnar og fulltrúaráðs.
Stjórnin samþykkir að laun á hvern stjórnarfund verði kr. 15.000 og að formaður fái greitt 80% álag.  Aksturskostnaður verði eins og verið hefur.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 14:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00