Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

7. fundur 08. október 2002 kl. 11:00 - 12:30

7. fundur.  Ár 2002, þriðjud. 8. október, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, Akranesi og hófst  hann kl. 11:00.

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson.
Varafulltrúi: Marinó Tryggvason.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar og Helgi Þórhallsson frá Íslenska járnblendifélaginu hf.

Fyrir tekið:

1. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 13.9.2002, um ársfund sambandsins.
Lagt fram.

2. Tilnefning fulltrúa á ársþing Hafnasambands sveitarfélaga.
Stjórnin samþykkir að eftirfarandi verði fulltrúar Grundartangahafnar:
Gunnar Sigurðsson,
Sturlaugur Haraldsson,
Gísli Gíslason og
Marinó Tryggvason.

3. Skipulagsmál.
Hafnarstjóri lagði fram drög að bréfi Grundartangahafnar, Norðuráls og Íslenska Járnblendifélagsins til Vegagerðarinnar um lagningu vegtengingar frá þjóðvegi nr. 1 á Grundartangasvæðið svo og uppdrátt að fyrirhugaðri legu vergarins.  Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að undirrita bréfið.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við oddvita Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps varðandi skipulagsmál og er honum falið að halda þeim viðræðum áfram.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til samninga við Magnús H. Ólafsson arkitekt og Hönnun hf. um að vinna deiliskipulag fyrir stækkun hafnarinnar og umhverfismat.  Málið verði unnið í samvinnu við hreppsnefnd Skilmannahrepps.

4. Bréf Garðars Briem hrl., dags. 24.9.2002, varðandi tafir á affermingu skipsins IDEEFIKS.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

5. Viðhaldsframkvæmdir.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ástandi á stálþili og nauðsyn þess að fara í ákveðnar endurbætur þar á.  Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við Siglingastofnun.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00