Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

5. fundur 26. ágúst 2002 kl. 10:00 - 10:55

 Ár 2002, mánudaginn 26. ágúst 2002 kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal í fundarsal Íslenska Járnblendifélagsins að  Grundartanga og hófst fundurinn kl. 10:00.

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Ásbjörn Sigurgeirsson,
 Sveinbjörn Eyjólfsson

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

Fyrir tekið:

1. Skipun stjórnar.

Upp er komin sú staða að héraðsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur tilnefnt tvo aðalmenn  og tvo til vara en samvæmt reglugerð hafnarinnar er aðeins gert ráð fyrir tilnefningu eins fulltrúa og eins til vara.  Lagt er fram á fundinum bréf Davíðs Péturssonar f.h. héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu dags. 20. ágúst s.l.

Stjórnin samþykkir að fresta fyrirliggjandi dagskrá um eina viku og er óskað eftir því að héraðsnefndir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu komi sér saman um tilnefningu í samræmi við reglugerð hafnarinnar.

Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 10:55

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00