Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

14. fundur 22. október 2001 kl. 20:30 - 22:00

Ár 2001, mánudaginn 22. október kl. 20:30, kom stjórn Byggðasafns Akraness- og nærsveita saman til fundar í nýbyggingu byggðasafnsins.

Til fundarins komu:  Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Gísli S. Sigurðsson, Anton Ottesen, Sigurður Valgeirsson, Jón Valgarðsson, Jón Þór Guðmundsson og Rögnvaldur Einarsson. Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.

Þetta gerðist á fundinum.

1.  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.

 Jón Allansson gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002. Þessi drög eru rædd rækilega en afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2. Lántaka vegna framkvæmda við safnahús.

Jón Allansson gerði grein fyrir því að útlit væri fyrir að heildarkostnaður við byggingu safnaskálans væri kr. 60.000.000,- og að þörf væri fyrir kr. 20.000.000,- lánsfé til viðbótar við fyrri lán.
Samþykkt að mæla með því við eigendur safnsins að tekið verði lán að fjárhæð kr. 20.000.000,-.

3.  Lagður fram samningur menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Byggðasafns Akraness- og nærsveita, dags. 21.september 2001.

4.  Lagt fram uppkast að samningi vegna framkvæmda við safnahúsið að Görðum.

5.  Lagt fram bréf frá ættingjum sr. Jóns M. Guðjónssonar, dags. 9. október 2001.

6.  Lagt fram uppkast og lausleg áætlun við kostnað við að byggja yfir Sigurfara.

  Fleira ekki gert, fundi slitið.

  Jósef H. Þorgeirsson (sign)
  Gísli S. Sigurðsson (sign)
  Jón Valgarðsson (sign)
  Sigurður Valgeirsson (sign)
  Jón Allansson (sign)
  Anton Ottesen (sign)
  Rögnvaldur Einarsson (sign)
  Jón Þór Guðmundsson (sign)
  Valdimar Þorvaldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00