Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

53. fundur 03. maí 2012 kl. 17:00 - 18:25

53. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í Garðakaffi á Safnasvæðinu á Akranesi, fimmtudaginn 3. maí 2012 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Fyrir tekið:


1. 1112097 - Byggðasafnið - starfsmannamál
Verkefnastjóri gerði grein fyrir hugmyndum sem fram hafa komið varðandi frekari útfærslu starfsins sem auglýst var á safnasvæðinu nýverið, en hugmyndirnar ganga út á það að fela viðkomandi starfsmanni ýmis verkefni sem tengjast starfsemi hins væntanlega keltneska fræðaseturs á Akranesi.
8 einstaklingar sóttu um starfið en umsóknarfrestur er liðinn.
Stjórn Akranesstofu samþykkir að auglýsa starfið aftur í ljósi þeirra breytinga sem lagðar eru til og leggur áherslu á að afgreiðslu málsins verði hraðað svo sem kostur er.


2. 1203204 - Bókasafn - erindi bæjarbókavarðar varðandi héraðsskjalasafn
Stjórn Akranesstofu getur ekki orðið við erindinu m.a. vegna þess að ekki er gert ráð fyrir slíkum breytingum sem hér um ræðir í fjárhagsáætlun.


3.1205011 - Sólmundarhöfði - gömlu húsin
Formanni og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.


4. 1205010 - Garðalundur/Langisandur - uppbygging þjónustu og afþreyingar
Verkefnastjóri lagið fram minnisblöð og kynnti fyrirhuguð verkefni í Garðalundi og við Langasand á komandi sumri.


5. 1204005 - Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2012
Í ljósi þess hve fjármunir til viðburðahalds á vegum Akraneskaupstaðar eru takmarkaðir og einnig vegna dræmrar þátttöku almennings á undanförnum árum leggur stjórn Akranesstofu til að dagskrá á laugardegi fyrir Sjómannadag (Hátíð hafsins) verði felld niður og fjármunum frekar varið til hátíðarhalda í tengslum við Írska daga.
Formanni og verkefnastjóra er falið að gera bæjarráði grein fyrir stöðu mála
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00